Feykir


Feykir - 06.12.2012, Side 1

Feykir - 06.12.2012, Side 1
fff BLS. 6 BLS. 11 Stofutónleikar á Heimilisiðnaðarsafninu Ólýsanleg stemning BLS. 9 Spjallað við Garðar Bergendal sem stundar rafbylgjumælingar Hjálpar til við að laga ýmsa kvilla Sverrir Bergmann svarar Tón-lystinni Hlustaði mest á Glám og Skrám Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 46 TBL 6. desember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Það leggur jólailm yfir Sauðárkrók þessa dagana enda verið að reykja jólahangiketið hjá Kjötafurðastöð KS á Eyrinni. Um 20 tonn af kjöti fer í reyk fyrir þessi jól, 15 af lærum eða um 5000 stykki og 5 tonn af frampörtum sem gerir u.þ.b. 1600- 1700 stykki en að sögn þeirra Stefáns Ómars Stefánssonar og Vignis Kjartanssonar reykmeistara eru þetta óvísindalega reiknaðar tölur. Venjan er sú að það er byrjað að reykja um leið og sláturtíð lýkur og var fyrsta söltun þann 22. október sl. sem þýðir að fyrsta reyking hófst 29. okt. Að sögn þeirra Stefáns og Vignis kemur síðasta kjötið úr ofnunum væntanlega 17. des. ef að þeirra góða Reykmeistararnir Stefán Ómar og Vignir voru ánægðir með útkomuna á hangikjötinu sem var á leið úr ofnunum og í pökkun. Ilmur jólanna færist yfir Krókinn Jólahangiketið reykt dag og nótt Það verður ljósadagur í Tengli föstudaginn 23. nóvember Ívar Björnsson lýsingarsérfræðingur frá Raflömpum/Reykjafelli verður staddur í versluninni hjá okkur og mun veita ráðgjöf um val á ljósum inni sem úti. Sjáumst! plan gengur upp, sem þeir segja að sjálfsögðu geri. Það eru kjötvinnslurnar Esja og Ferskar kjötvörur sem kaupa megnið af kjötinu en svo er Skagfirska hangikjötið að sjálfsögðu selt hérna heima líka. Tvíreykta kjötið hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og fara einhverjir tugir læra í þá vöru. Í góðan reyk þarf gott tað og segja reykmeistararnir að síðasti tað- skammtur sem keyptur var í KS hafi verið upp á 11-12 tonn en það dugar í 2-3 ár en í jólareykinguna eina búast þeir við að fari á bilinu 3,5 – 4,5 tonn. Ekki er auðvelt að verða sér úti um gott tað og segja þeir það algjört hernaðarleyndarmál hvar Kaupfélagið náði viðskiptum með það enda fáir sem eru í þeim viðskiptum. -Það verður að segjast eins og er að það hefur verið erfitt að fá gott tað undanfarin ár en í fyrra fengum við þetta frábæra tað, það langbesta sem við höfum fengið í mjög langan tíma. Það er mikil vinna að verka taðið, segir Vignir en það þarf að handstinga út úr fjárhúsunum ef þetta á að vera í lagi að hans mati, fleyga niður og þurrka og hlaða í hrauka. -Svo þarf að vera töluvert hey í taðinu, en í nútíma búskap vilja menn ekki fá mikið hey í krærnar. Og víðast hvar er sjálfsagt mokað undan með vélum, fjárhúsin með grindargólfum og kjallara undir, segir Vignir, -og þar með er taðverkun ómöguleg. /PF bÆIJb Falleg bók um skagfirska matar- menningu Væntanlega í verslanir KS í Skagafirði og í Eymundsson Íslenskur og enskur texti

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.