Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 46/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Munaði litlu að illa færi er kviknaði í vatnsvél Með langheitustu umsóknina Aðfaranótt sl. föstudags kviknaði í vatnsvél í eigu Farskólans á Sauðárkróki sem staðsettur er á efri hæð hússins við Faxatorg 1 á Sauðárkróki en í því húsi fer fjölþætt starfsemi fram. M.a. er starfsstöð SSNV í húsinu en svo vildi til að tvær konur sem voru að vinna fram á nótt urðu eldsins varar og náðu að slökkva hann. Eftir því sem Feykir kemst næst hafa fundist gallar í vatnsvélum af þessari gerð og búið að innkalla þær enda hafa fleiri brunar átt sér stað vegna þeirra. Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans segir að vélin sé ónýt en ekkert sjái á vegg eða innréttingu. -Gárungar sögðu að það mætti þakka Evrópusambandinu fyrir að ekki fór ver á Faxatorginu en konurnar tvær voru að leggja síðustu hönd á IPA umsókn til Evrópusambandsins, segir Bryndís. Katrín María Andrésdóttir og María Björk Yngvadóttir höfðu verið að vinna, ásamt fleirum, að umsóknargerð til ESB og var skiladagur síðasta föstudag og unnu þær þess vegna fram eftir þessa nótt. -Við lágum auðvitað yfir þessu í smáu og stóru, lítið sofið og margir snúningar teknir, segir Katrín María en upp úr kl. 2 aðfaranótt föstudagsins sátum þær María Björk enn á skrifstofu hennar er þær heyrðu eitthvað þrusk. Héldu þær að einhver óboðinn gestur væri nú kominn í húsið en þegar þær komu fram á ganginn til að kanna hverju þetta sætti stóðu hins vegar eldtungur upp úr vatnsvélinni. -Við náðum sem betur fer að slökkva eldinn, kalla til slökkvilið, aðstoða við reykræstingu og skila umsókninni á réttum tíma. Á hæðinni er ekkert eldvarnar- teppi og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki nógu vel hvað má nota á svona rafmagnselda, segir Katrín María en var viss um að vatn væri ekki málið og niðurstaðan varð því sú að reyna að finna eitthvað til að kæfa eldinn. –Ég fann moppu búnt í ræstikompunni, sem náði að lækka logana aðeins en fór svo úr lopapeysunni sem ég var í og kæfði restina með henni. Þá var hægt að taka úr sambandi og sulla vatni yfir. María kallaði strax til slökkviliðið sem kom svo og reykræsti og aðstoðaði, ásamt Jóni Halli frá Arionbanka og Gunnari Gests frá Skýrr, við að aftengja vatnið inn á vélina og þurrka upp af gólfi og húsgögnum, segir Katrín María en Arionbanki og Skýrr eru í þessu sama húsnæði. -Þegar eldurinn varð laus vorum við að vinna í eyðublaði í umsókninni sem heitir ,,Logical framework“, það hefur nú eðlilega verið endurskírt ,,Logical FLAMEwork“ og við erum á því að við séum með langheitustu umsóknina. /PF Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi Guðbjartur Hannesson leiðir listann Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fékk flest atkvæði í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og mun því verða oddamaður listans. Fléttulistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja samkvæmt reglum flokksvalsins og mun því Hörður Ríkharðsson færast upp um eitt sæti og Hlédís Sveinsdóttir niður um eitt sæti. Á kjörskrá voru 1496 flokksfélagar, alls greiddu 701 atkvæði í póstkosningu sem gerir 46,9% kjörsókn. 1. Guðbjartur Hannesson með 533 atkvæði í 1. sæti 2. Ólína Þorvarðardóttir með 435 atkvæði í 1.-2. sæti 3. Hlédís Sveinsdóttir með 443 atkvæði í 1.-3.sæti 4. Hörður Ríkharðsson með 479 atkvæði í 1.-4. sæti 5. Benedikt Bjarnason með 379 atkvæði í 1.-4. sæti Kosning er bindandi í fjögur efstu sætin. /PF LEIÐARI Grunnstoðir samfélagsins Þegar leitarorðunum „grunnstoðir samfélagsins“ er slegið inn í Google.is fást um það bil 11.600 niðurstöður sem gefur til kynna að þar sé um mikilvægar stoðir að ræða. Þessar grunnstoðir felast að mínu mati í hverju því sem heldur heilbrigðu samfélagi uppi eða a.m.k. saman. Meðal þeirra má nefna aðgengi að góðu heilbrigðis- og menntakerfi, stjórnsýslukerfi sem virkar heiðarlega, þjóðkirkju sem byggir á traustum grunni og nægri atvinnu svo eitthvað sé tínt til. Ekki er minnst á „grunnstoðir samfélagsins“ í alfræðiritinu Wikipediu né heldur á Vísindavefnum og slái maður upp leitarorðinu „grunnstoð“ á veforðabók Snöru fæst engin niðurstaða og ekki finnst hún í Stjórnarskrá. Hugtakið „grunnstoðir samfélagsins“ virðast því eingöngu vera til í hugum fólks og nær yfir vítt svið. Stjórnmálamenn eru oft settir í vanda þegar þeir þurfa að hagræða í ríkisfjármálum sem og fólk sem starfar í sveitarstjórnum og þeir minntir á mikilvægi grunnstoðanna enda mikið í húfi fyrir alla og veitir kannski ekki af nú á kosningavetri. Páll Friðriksson ritstjóri Kirkjugarður Sauðárkróks Krossar ekki settir á leiði Nú er frost á Fróni og fannir í garði segir á heimasíðu Sauðárkrókskirkju og af þeim sökum verða þeir fjölmörgu krossar sem eru í vörslu kirkjugarðsins ekki settir niður, nema sérstaklega verði eftir því leitað. Umræddir krossar eru þó allir í einkaeign og geta eigendur þeirra fengið þá afhenta og séð um að koma þeim fyrir, æski þeir þess. Geymsluhúsnæði kirkjugarðsins er mjög takmarkað og er þess vænst af stjórnendum garðsins að eigendur krossa fjarlægi þá að afloknum jólum og geymi í sínum fórum. Eins og í fyrra verður innheimt 500 kr. rafmagnsgjald fyrir hvern kross og segir á heimasíðunni að garðvörður verði í „efra“ milli kl. 13 og 15 dagana 7., 10. og 11. desember nk. /PF Góðkunningjar lögreglunnar Smábæjaleikar á Blönduósi Árekstur þriggja bíla á Hvammstanga Stálu bifreið Samningur framlengdur Ökumaður slasaðist talsvert Aðfaranótt þriðjudags var bifreið tekin traustataki á Sauðárkróki og henni ekið sem leið lá suður þjóðveg 1. Ekki komust þó ökumaður né farþegi lengra en að Borgarnesi á bílnum þar sem lögreglan þar stöðvaði förina. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var hér um karl og konu að ræða, svokallaða góðkunningja, karlmaðurinn tengist innbroti sem framið var fyrr í vetur m.a. á athafnavæði skotfélagsins Ósmanns. /PF Knattspyrnudeild Hvatar og Arion banki hafa framlengt samstarfssamning til tveggja ára um að Smábæjaleikarnir árin 2013 og 2014 beri nafn bankans og verði áfram Smábæjaleikar Arion banka. Á heimasíðu Hvatar kemur fram að Arion banki verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum mótsins ásamt SAH Afurðum ehf. Samningsaðilar hófu sam- starf sitt til reynslu í eitt ár á síðasta móti en hafa nú ákveðið að halda áframhaldandi sam- starfi til næstu tveggja ára hið minnsta. „Knattspyrnudeild lýsir mikilli ánægju sinni með samninginn enda Smábæja- leikar Arion banka að festa sig í sessi sem eitt af stóru mótunum á landsbyggðinni ár hvert,“ segir á heimasíðunni. /BÞ Þrjár bifreiðar urðu fyrir skemmdum í árekstri sem varð sl. þriðjudag á Hvamm- stanga. Samkvæmt heimildum Mbl.is slasaðist ökumaður einnar bifreiðarinnar talsvert og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Slysið átti sér stað með þeim hætti að bifreið var beygt til vinstri á gatnamótum í veg fyrir aðra sem kom úr gagnstæðri átt. Bifreiðarnar skullu saman og runnu síðan vegna hálku á þriðju bifreiðina sem var kyrrstæð. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.