Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 46/2012 1. sæti Landakirkja í Vestmannaeyjum að hætti Evu Berglindar og Önnu Baldvinu Víðimýrarkirkja 2. sæti Árbæjarkirkja að hætti Grétu Maríu, Önnu Baldvinu og Stefaníu Malenar. 3. sæti Akureyrarkirkja að hætti Gunnars Freys og Valgeirs Guðjóns Landakirkja laglegust Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíðarskóla Nemendur í Varmahlíðarskóla kepptu um hver ætti flottasta piparkökuhúsið sl. þriðjudag en það voru nemendur sem höfðu tekið piparkökuhúsagerð sem valfag sem spreyttu sig á þessari girnilegu listsköpun. Þema piparkökuhúsanna var kirkja og voru gerð alls tíu hús, hvert öðru glæsilegra. Það voru þær Eva Berglind Ómarsdóttir og Anna Baldvina Vagnsdóttir sem báru sigur úr býtum með piparkökuhús sitt sem var Landakirkja í Vestmannaeyjum. Í 2. sæti voru Gréta María Halldórsdóttir, Anna Baldvina Vagnsdóttir og Stefanía Malen Halldórsdóttir með Árbæjarkirkju og í 3. sæti voru þeir Gunnar Freyr Þórarinsson og Valgeir Guðjón Egilsson með Akureyrarkirkju. Það var augljóslega mikill metnaður lagður í piparkökuhúsin en að sögn Bryndísar Bjarnadóttur heimilisfræðikennara lærðu nemendurnir fyrst að gera mót af húsunum, svo voru þau sett saman og skreytt með ýmsu sælgæti og glassúr. /BÞ Víðimýrarkirkja Hallgrímskirkja Verðlaunahafarnir Akureyrarkirkja

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.