Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 11
46/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina fær sæmdarheitið þrautakprinsessan! Tilvitnun vikunnar Eru til í draumi orð á íslenskri tungu sem eru ekki til í íslenskri vöku? - Guðbergur Bergsson Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Lee Harvey Oswald var sakaður um að hafa myrt John F. Kennedy í Dallas, Texas, 22. nóvember 1963. Hann var sjálfur myrtur skömmu síðar. Ótrúlegt en kannski satt þá var náspjaldið sem hengt var á og merkt líki hans selt á uppboði fyrir 6.600 dollara árið 1992. SYLVÍA SIF HALLDÓRSDÓTTIR -Nóttin var svo ágæt ein. INGA EINARSDÓTTIR -Snjókorn falla. VÉSTEINN KARL VÉSTEINSSON -Gleðileg jól með Baggalút. GUNNAR FREYR ÞÓRARINSSON -Rjúpur með Bakkalút. ÓSKAR ARON STEFÁNSSON -Jólasveinn með Baggalút. Fröken Fabjúlöss [ frokenfab@feykir.is ] Vandræðalegur varalitur Góðan daginn Fröken Fabjúlöss. Mér finnst litaðir varalitir mjög fallegir, sérstaklega rauðir, en ég er að lenda í þeim vandræðum að þegar ég er búin að vera með hann á mér í einhvern tíma þá er hann farinn að smitast út fyrir varirnar, eins og hann renni út fyrir. Áttu eitthvað ráð við þessu vandamáli? Fröken Fabjúlöss: Þetta er vandamál sem við allar þurfum að díla við sem elskum litsterka varaliti! Fröken Fabjúlöss á í handraðanum lausn í nokkrum skrefum við þessu leiða vandamáli á þessum tímum litríkra varalita! Forvarnarskrefið: Þar sem varalitur tollir best við sléttar og mjúkar varir er varasalvi eða vaselín eitthvað sem ætti að vera staðalbúnaður á náttborðinu! Langbest að smyrja vel á varirnar fyrir svefninn og vakna svo með silkimjúkar varir. Ef það er ennþá laust skinn á vörunum eins og gerist með varaþurrk, nota þá eyrnapinna með vaselíni til að strjúka það burt. Fyrsta skref: Notaðu varalitablýant til að gera útlínur í kringum varirnar í sama tón og varaliturinn eða tóni dekkri. Fylla svo upp í varirnar með sama blýanti og mýkja svo út með varalitabursta eða eyrnapinna. Þarna er komið flott vaxkennt undirlag fyrir varalitinn sjálfann! Annað skref: Smella varalitnum á með varalitabursta og dúmpa svo með bréfi. Bera litinn aftur yfir, en einbeita sér að miðju varanna. Dúmpa svo aftur með bréfi. Þriðja skref: Til að fá smá extra bússt, leggðu einfalda örk af t.d. klósettpappír á varirnar og dúmpaðu svo púðri á varirnar „í gegnum“ pappírinn. Púðrið hjálpar til við að draga í sig auka olíur sem valda því að varaliturinn rennur til. Gjössovel!!! Varaliturinn er ekki að fara nokkurn skapaðann hlut næstu klukkutímana! Til að drýgja líftíma varalitsins enn betur ráðleggur Fröken Fabjúlöss glamúrpíum samtímans að forðast olíukenndann mat og að drekka með röri og sleppa því að setja gloss ofan á varalitinn. /HV Þrúðmunda Þorgerður smurbrauðsjómfrú þykir vera orðin nokkuð rótæk í seinni tíð en hún vílar ekki fyrir sér að fara ein á gömlu dansana. Slíkt þótti ekki hæfa fínum dömum hér áður fyrr. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Hvert er uppáhalds jólalagið þitt? [spurt í Varmahlíðar- skóla] Krossgáta Jólablaðið2012 29. nóv. 2012 :: 45. tbl :: 3 2. á rg

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.