Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 11 Árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla Fjörugur hópur setur Koppafeiti á svið BLS. 8 Spjallað við Vernharð Guðnason um starf slökkviliðsmannsins Spennandi og gefandi starf Sævar Birgisson skíðakappi er íþróttagarpurinn Á leið á Ólympíuleikana Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 47 TBL 13. desember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Tóta og Tinna Rut með heimsóknarvinina Kolbrá og Kæju. Aldeilis ekki hundleiðin- legt í heimsókn í Iðju Heimsóknarvinir Rauða krossins á Sauðárkróki Tekjur vaxa um 47 milljónir Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til síðari umræðu á fundi Bæjarstjórnar þann 11. des. sl. og spunnust miklar umræður um hana. Samkvæmt bókun forseta bæjar- stjórnar munu tekjur vaxa um rúmar 47 milljónir frá fjárhagsáætlun 2012 en gjöld um 46 milljónir. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um tæpar 39 milljónir sem er svipuð niðurstaða og áætlun 2012 gerir ráð fyrir. „Framlegð frá rekstri er áætluð 12,22% sem sýnir að reksturinn er í ásættanlegu horfi og veltufé frá rekstri verður um 8,5%. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að skuldir samstæðunnar lækki. Stefnt er að sölu einnar íbúðar en sveitarfélagið á 34 íbúðir. Þá eru lagðir fjármunir til viðhalds og kaupa á búnaði í öllum deildum. Fjárfestingar vaxa á milli ára eins og stefnt var að í langtímaáætlun 2013- 2016 en mest fer í framkvæmdir í Félagsheimilinu sem kosta um 10 milljónir króna. Bæjarstjórn vill þakka bæjarráði og starfsmönnum Blöndu- ósbæjar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki fjárhagsáætlunarinnar. Bæjar- stjórn hefur átt gott samstarf við alla aðila við vinnu og þeirri stefnumörkun sem felst í fjárhagsáætlun Blönduós- bæjar fyrir árið 2013,“ segir í bókuninni. /PF Það var glatt á hjalla síðasta mánudag þegar þær Anna Björk Arnardóttir og Ágústa Ingólfsdóttir mættu með hundana sína í heimsókn hjá Iðju hæfingu á Sauðárkróki sem er vinnustaður þar sem fólk með fötlun vinnur að fjölbreyttum verkefnum. Hundarnir Kæja og Kolbrá eru í vinnu hjá Rauða krossinum sem heimsóknarvinir og segir Anna Björk eigandi Kolbrár að þær mæti helst mánaðarlega í Iðjuna og veki þær heimsóknir ávallt mikla gleði viðstaddra. Þess má geta að Kolbrá hefur áður ratað á síður Feykis þar sem hún keppir reglulega á sýningum Hundaræktarfélags Ísland og er bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari. /PF bÆIJb FERSKUR Á NETINU Hér er laust pláss! Feykir er sterkur auglýsingamiðill á Norðurlandi vestra. Hafðu samband Feykir.is Við erum með allt til að prenta út – prentara, blek og pappír Verðum með 20% afslátt af öllum þessum vörum, föstudaginn 14. des. Jólatilboð :: Þarftu ekki að hafa tölvuna í lagi um jólin!? Verðum með jólatilboð á viðgerðum fram að áramótum. Sjáumst! JÓLAKORTIN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.