Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 47/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum BioPol á Skagaströnd fær Hvatningarverðlaun SSNV Dugnaður og fram- sýni hjá BioPol Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra var haldinn þann 5. desember sl. í Kántrýbæ á Skagaströnd en viðburðinum er ætlað að skapa vettvang til kynningar á starfsemi sem fram fer á svæðinu og umræðu um atvinnumál. Árlega eru hvatningarverðlaun veitt til fyrirtækis á starfssvæði samtakanna með það að markmiði að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra. Að þessu sinni voru það fimm fyrirtæki í Austur-Húna- vatnssýslu sem fengu tilnefn- ingar; Menningarfélagið Spá- konuarfur, Blöndubyggð ehf., Ullarþvottastöð Ístex, SAH Afurðir og Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd sem að lokum hreppti verðlaunin vegna þess dugnaðar og framsýni sem stjórnendur hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins. Sjávarlíftæknisetrið BioPol var stofnað árið 2007 af Sveitarfélaginu Skagaströnd og var ætlað að koma á fót þekk- ingarsetri þar sem rannsóknir á lífríki hafsins og hagnýting staðbundinna auð-linda úr Húnaflóa væru í forgrunni. Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nokkra sér-stöðu með rannsóknarverkefn-um, m.a á útbreiðslu grásleppu hér við land, hagnýtingu svif- þörunga til eldsneytisfram- leiðslu, kortlagningu og lífríkis- rannsóknum á ræktunarstöðum fyrir krækling og nýtingu ígulkera til manneldis, svo eitthvað sé nefnt. Verðlaunagripurinn að þessu sinni kemur frá listamanninum Erlendi F. Magnússyni á Blönduósi en hefð er fyrir því að verðlaunagripirnir fyrir þennan viðburð séu unnir af lista- mönnum á starfssvæði sam- takanna. /PF Sparisjóðurinn lætur gott af sér leiða Gjafakort fyrir jólin Á dögunum afhenti Spari- sjóður Skagafjarðar fulltrúa félagsþjónustunnar í Sveitarfélaginu Skagafirði fjárframlag í formi gjafakorta handa þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Slík hefð hefur skapast hjá sjóðnum í desember ár hvert enda leggur hann metnað sinn í að styðja við skagfirskt samfélag. Myndin er tekin við þetta tækifæri og er það Gunnar Sandholt félagsmálastjóri sem tekur við gjafakortunum úr hendi Sigurbjörns Bogasonar útibússtjóra. /PF LEIÐARI Eru jólasveinarnir til? Í Kastljósþætti í vikunni mætti til viðtals heimsspekingur og ræddi um það hvort rétt sé siðferðilega að telja börnum trú um að jólasveinarnir væru til. Því var velt upp hvort börnin ættu heimtingu á því að vita sannleikann eða leyfa þeim að halda áfram að taka þátt í skemmtilegu ævintýri. Hvort er betra að lifa hamingjusamur í lyginni eða óhamingjusamur í sannleikanum, var spurt. Sannkallaðar heimspekilegar umræður en kannski ekki á hárréttum tíma að margra mati. Þar er ég sammála, það væri mun skemmtilegra að ræða þetta í júlí. En hvort jólasveinarnir eru raunverulegir get ég ekki skýrt frá en þeir eru vissulega til, ég hef séð þá með eigin augum og þegið af þeim góðgerðir. Þeir hafa líka gert mér grikk, skellt hurðum, stolið matvælum og kíkt á glugga svo eitthvað sé nefnt og það sem verra er, og það á tímum jöfnuðar, mismunað fólki með gjöfum sínum. Páll Friðriksson ritstjóri Jólaverslun í rafmagnsverkstæðinu Átak „Það vantaði jóla- verslun á Blönduósi“ Jólaverslun opnaði nýverið í rafmagnsverkstæðinu Átaki en eigendur verkstæðisins og jólaverslunarinnar eru hjónin Jónas Þór Sigurgeirsson og Bryndís Sigurðardóttir. Jólaverslunin segir Bryndís hafi verið einskonar skyndihugdetta sem hún fékk í byrjun nóvember og opnaði verslunin 20. nóvember sl. „Mér datt þetta bara í hug. Það eru engar búðir hér á Blönduósi með jólavörur. Ég sé um bókhaldið fyrir rafmagns- verkstæðið og átti lausan tíma frá kl. 14-18 og sló til. Hugsunin var að vera með jólaljós og einhverjar gjafavörur og svo hefur þetta undið upp á sig,“ segir Bryndís. „Nú erum við búin að bæta við okkur allskonar heimilistækjum, perum og ódýr blekhylki en þau fengust ekki á Blönduósi,“ segir hún. Í jóla- versluninni eru þau með umboð fyrir Siemens og Smith og Norland og segir Bryndís að þau séu seld á sama verði og í Reykjavík, án þess að send- Maður ársins á Norðurlandi vestra Auglýst eftir tilnefningum Eins og áður auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tilnefningunni skal koma til Feykis á netfangið feykir@ feykir.is í síðasta lagi sunnudaginn 16. desember. Tilgreina skal nafn og gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt. /PF Halldór G. Ólafsson framkvæmdastjóri Biopol tekur við Hvatningarverðlaununum frá Jóni Óskari Péturssyni framkvæmdastjóra SSNV. Mynd: SSNV Nýr héraðsdýralæknir í Norðvestur umdæmi Björn Stein- björnsson ráðinn Matvælastofnun hefur ráðið Björn Steinbjörnsson dýralækni til að taka við embætti héraðsdýralæknis í Norðvestur umdæmi frá og með næstu áramótum og verður aðsetur hans á umdæmisskrifstofunni á Sauðárkróki. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Matvælastofnun hefur Björn unnið hjá stofn- uninni og fyrirrennurum hennar frá því um 2000 – fyrst sem héraðsdýralæknir á Austurlandsumdæmi nyrðra – síðan sem dýralæknir inn- og útflutningseftirlits og nú síðustu árin sem dýralæknir svínasjúkdóma og einnig sem dýralæknir lyfjamála. Björn Steinbjörnsson er Skagfirðingur, uppalinn á Hafsteinsstöðum í Staðar- hreppi hinum forna. /BÞ ingarkostnaður leggist ofan á. Bryndís segir viðtökurnar hafi verið hreint út sagt ótrúlegar. „Ég hef bara ekkert komist í bókhaldið,“ segir hún og hlær. „Einn daginn tæmdist meira að segja búðin alveg. Ég er ekki með rosalega mikið af hverri vöru, ég reyni frekar að vera með fjölbreytt og eitt af hverju. Þetta er búið að vera rosalega gaman,“ bætir hún við. Bryndís segist ætla að sjá hvernig málin þróast og hvort hún haldið áfram með verslunina en þangað til verður hægt að líta við í jólastemninguna fram að jólum, hlusta á jólalög og fá sér kaffi og smákökur. Verslunin er opin frá kl. 14-18 á virkum dögum en kl. 13-18 á laugardögum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.