Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 47/2012 Snædís Ósk afmælisbarn vikunnar Vísur og ljóð eftir Gissur Jónsson í Valadal Fjallagróður Lífs á hjalla lán ég finn lítt þar hallast óður; því að allur auður minn á sér fjallagróður. Út er komin bókin Fjallagróður með kveðskap Gissurar Jónssonar bónda í Valadal í Skörðum sem var mikill vísnamaður og lét oft fjúka í hendingum. Auk vísna og ljóða er þar einnig að finna ævikynningu auk margra ljósmynda, sem og sögur við vísurnar sem eru af ýmsum gerðum. Má þar nefna hringhendur, ferskeytlur og bændavísur um bændur í Seyluhreppi og Bólstaðarhlíðarhreppi austan Svartár á fimmta áratug tuttugustu aldar. Einnig tvíræðar vísur og beinskeyttar. Eitt sinn sá Gissur tvær námsmeyjar frá húsmæðraskólanum á Löngumýri á gangi á glerhálum vegi í Varma- hlíðarhverfinu, voru þær að hans sögn hálfpartinn gliðsa á svellinu. Hann tók þær upp í bíl sinn og ók þeim að Löngumýri. Margoft hefur mannleg þrá meyna þurft að kanna, getur orðið gliðsa á götu freistinganna. Jón sonur Gissurar skrifar textann og gefur bókina út og segir hann að fjallagróðurinn hafi verið bændum mikilvægur áður fyrr þegar treysta þurfti á vetrarbeit og var það uppástunga föður hans að kæmi til þess að bók yrði einhvern tímann gefin út með kveðskap hans, bæri hún nafnið Fjallagróður. Kristján bróðir Jóns safnaði ljósmyndum í bókina og ritaði texta við þær. Jón segir að hugmynd að bókaútgáfu sé ekki ný til komin og langt síðan hann hóf að safna vísum eftir föður sinn áður en hann lést árið 1999. -Hefði ég byrjað 20 árum fyrr þá hefði ég kannski fengið meira. Hann var nú þannig að hann skrifaði ekki mikið hjá sér sjálfur. Aðrir skrifuðu stundum upp eftir honum. Oft var skrifað á miða og hending réði hvar þeir lentu og svo náttúrulega lærðu menn vísurnar og ég fékk töluvert af vísum úr minni manna, segir Jón. -Ég spurði hann einhvern tímann að því af hverju hann hefði ekki skrifað meira og svarið hjá honum var: „Skrifa? Hvernig átti ég að skrifa þetta? Ég var stundum að gera þetta þar sem ég stóð yfir fénu einhversstaðar uppi í fjalli og búinn að gleyma því þegar ég var kominn heim.“ Bókin mun ekki fara í búðir, verður eingöngu seld hjá Jóni en áhugasamir geta haft samband við hann í síma 453 8151 eða 895 8151 og sent tölvu- skeyti á netfangið jon_gissurarson@simnet.is /PF Ég var að lesa stórmerkilega grein í Feyki um einn þann mesta kraftaverkasmið sem uppi hefur verið frá því um árið 0. Þessi maður getur læknað sjúka og veitt mönnum og dýrum huggun harmi gegn með aðeins naglalakk og skólprör að vopni. Ég mæli eindregið með að Ólína í Samfó bæti honum á listann með „græðurunum“ og ekki væri úr vegi að hann fengi líka listamannalaun fyrir frábæran leik í starfi. Ef við eignumst nokkra svona snill- inga í viðbót getum við sagt upp flestu okkar heilbrigðis- starfsfólki með bros á vör, því varla verður þörf á því til að skipta um hnjáliði eða eitthvað annað lítilræði þegar þessir „listagræðarar“ verða búnir að gera sitt. Ég reikna með því að flestir geri sér grein fyrir því að hér að ofan er ég að gera mitt besta til að sýna kaldhæðni og vona að vel hafi tekist til. Hins vegar verð ég að viðurkenna að það algjörlega gekk fram og aftur af mér þegar ég las viðtalið við Garðar Bergendal í Feyki frá 6. desember síðastliðnum. Þvílíkt og annað eins bull og þvaður hef ég ekki séð áður á síðum blaðsins. Maðurinn heldur því blákalt fram að hann geri við ónýta hjáliði og svo gott sem reisi menn upp frá dauðum. Þetta viðtal hefði eflaust verið bráðfyndið ef það væri Afmælisbarn gærdagsins var hún Snædís Ósk Hjartar- dóttir sem býr í Hafnarfirði en hún hélt upp á 12 ára afmælið sitt í gær. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að daginn bar upp á 12.12.´12. Snædís Ósk er Skagfirðingur að upplagi dóttir Hjördísar Jóns- dóttur úr Brennihlíðinni (Jóns Sigurðssonar og Sigurborgar Guðjónsdóttur) og Hjartar P. Jónssonar framkvæmdastjóra Iðnvéla. Snædís Ósk sagði í viðtali á baksíðu Morgunblaðsins í gær og segist vera nokkuð spennt fyrir afmælinu og sér fyndist dagurinn flottur. Snædís Ósk sagðist ekki hafa mikinn tíma fyrir afmælisstúss því áhuga- málið, fimleikarnir, ganga fyrir. /PF Með naglalakk og skólprör að vopni... 12 ára 12.12.´12 grín, en þar sem svo er ekki þykir mér alvarlegt að slíkum fullyrðingum skuli bara rétt sisona vera skellt á prent eins og þau séu heilagur sannleikur. Ég hef aldrei heyrt af því að þessi maður hafi gert minnstu tilraun til að sanna að þessar aðferðir sem hann notar/selur dýrum dómum geri nokkurt gagn. Þá vil ég benda á að sögusagnir af ætluðum bata manna og dýra eru ekki sannanir, heldur þarf til þess vísindalegar rannsóknir. Það sem mér dettur helst í hug sem samlíking við sölu- mennsku þessa manns er að fylgjast með sjónvarpspredik- urum í Bandaríkjunum, þar sem fólk „trúir“ blint á það sem viðkomandi segir burtséð frá öllum raunveruleika. Næsta snilldarhugmyndin gæti allt eins verið að naglalakka norðurljósin til að losna við að rafhlaðnar agnir frá sólinni sleppi þar í gegn. Það ætti að vera hægt að rukka svert fyrir þá þjónustu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað má og má ekki í viðskiptum, en hitt veit ég þó að viðskiptasiðferðið er undir frostmarki þegar farið er út í að selja fólki ímyndaða hluti sem engar sannanir eru fyrir að geri það sem söluaðili heldur fram. Einhver myndi sennilega kalla það vörusvik. Rafmagnaðar kveðjur. Högni Elfar Gylfason Korná AÐSENT HÖGNI ELFAR SKRIFAR Það er vissulega ekki á hverjum degi sem í boði er að sjá nýja heimildarmynd sem gerð er af Skagfirðingi um þær höfuðdyggðir sem hermt er að sveitungum hans þykir mest til koma, hrossa, lífsgleði og náttúru, það síðasta í ýmsum birtinga- myndum. Árni Gunnarsson frá Flatatungu hefur sýnt það með fyrri myndum sínum að hann hefur óvenju næmt auga fyrir samspili þessara þátta og um leið lag á að túlka það á tilgerðar- lausan hátt. Kvikmyndin „Óbærilegur léttleiki Laufskálaréttar“, sem frumsýnd var um liðna helgi í Bifröst fjallar um hinar lands- frægu stóðrétt, Laufskálarétt í Hjaltadal þar sem síðustu helgina í september ár hvert eru réttuð þau hross bænda úr Viðvíkursveit og Hjaltadal, sem ganga í Kolbeinsdalsafrétt á sumrin. Í upphafi er þess getið að leita eigi svara við þeirri spurningu hvað það sé, Óbærilegur léttleiki Laufskálaréttar sem dragi þúsundir gesta ár eftir ár í réttirnar, ýmist sem þátttakendur eða gesti. Mynd- in er á léttu nótunum þar sem heimamenn fara á kostum í lýsingum sínum á kyngi Kolbeinsdalsins, mannlífinu í réttunum, hrossarækt og smalamennsku. Á engan er hallað þó Birgir á Bakka sé nefndur sérstaklega þar sem hann liggur utan í þúfunni á ásnum fullur af kraumandi kímni og skemmtilegum tilsvörum sem kölluðu fram hlátursrokur í salnum. En myndin er ekki síður áminn- ing um ríkidæmi Íslands og Íslendinga sem „frjálsir í fjallasal“ geta haldið hrossum sínum til beitar, ferðast um óbyggðir og ræktað það samband á milli fólks og firninda sem því miður virðist trosna í annan endann smátt og smátt. Myndskotin úr Kol- beinsdalnum frá öllum árstíðum eru hrífandi með andstæður áhyggjuleysis sumarhaganna eina stundina og vetrarríkisins hina og til samanburðar umgjörð hrossa- halds í Þýskalandi. Tónlistin er að mestu úr grasrótinni með Steinþór í Kýrholti við píanóið í stofunni heima, þó svo undir lokin sé dásamleg samsetning þar sem Bergþór Pálsson lýkur við lagið Sprett með tilþrifum en við tekur stúlka sem ríður út í ljósvakann syngjandi af einlægni Hvað er svo glatt. Enn og aftur hefur Árna tekist að fanga fólkið og fjörðinn okkar, stemmningu stundarinnar. Hvet ég alla unnendur lífs og gleði til að sjá myndina með eigin augum, þess virði er hún sannarlega. Til hamingju Árni. AÐSENT GUNNAR RÖGNVALDSSON SKRIFAR Stóðréttir eru séríslenskt fyrirbrigði. Vinsælasta stóðrétt landsins er Laufskálarétt í Skagafirði en þangað koma árlega á fjórða þúsund gestir til að taka þátt með bændum í hrossasmölun og réttarstörfum. Óbærilegur léttleiki Laufskálaréttar er heimildarmynd um þennan sérstæða menni garviðburð og ekki síður óður til íslenska hestsins í frjálsri og óspilltri náttúru. Myndin er tekin upp árin 2006-2011 og sýnir hrossin og náttúruna í öllum árstíðum. Á efa með fallegri verkum u íslenska hestinn. Ó bæ rilegur léttleiki Laufskálaréttar SKOTTA FILM

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.