Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 5
47/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Fyrstu stig Tindastóls náðust í Ljónagryfjunni Heimaleikur í kvöld Lið Tindastóls í Domino´s deildinni gerði góða ferð í Njarðvík í síðustu viku er þeir mættu liði heimamanna í Domino´s deildinni. Stólarnir þurftu svo sannarlega á stigunum tveimur að halda enda þau fyrstu sem þeir landa í deildinni þessa leiktíðina. Njarðvíkingar hafa þrjá unna leiki í tölfræðinni og sex töp og eru tveimur sætum ofar en Tindastóll sem situr á botninum í tólfta sæti. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að leiða. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 22:28 fyrir Stólana en Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 46:40. Eftir þriðja leikhluta var staðan 66:58 fyrir heimamenn en spennan náði hámarki í fjórða leikhluta þegar Stólarnir náðu að jafna þegar tæp ein og hálf mínúta var til leiksloka 78:78 og unnu svo langþráðan sigur með 86 stigum gegn 80. Landsliðsæfingar í fótbolta Norðvestlendingar kallaðir til George Valentine var stigahæstur Stólanna með 21 stig og tók 7 fráköst, Drew Gibson 18 stig og 6 fráköst auk 11 stoðsendinga. Stigahæstur Íslendinganna voru þeir Þröstur Leó Jóhannsson með 16 stig og 4 fráköst og Helgi Rafn Viggósson með 14 stig og 10 fráköst. Í kvöld taka Stólarnir á móti ÍR en þeir hafa náð þremur sigurleikjum í deildinni og eru í 9. sæti með 6 stig. Búið er að setja á leik Tindastóls og Skallagríms sem þurfti að fresta á dögunum vegna veðurs. Nýr leikdagur er 10. janúar kl. 19:15. /PF Framtíð skólamála í Húnaþingi vestra Mikilvægt að varpa umræð- unni fram í samfélagið Kynningarfundur um framtíð skólamála í Húnaþingi vestra var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 27. nóvember sl. þar sem sérstakur starfshópur kynnti niðurstöður sínar. Megin- markmið hans var að leita leiða til að flytja allt skóla- hald frá Laugarbakka yfir á Hvammstanga. Feykir hafði samband við Eydísi Aðalbjörnsdóttur fræðslu- og félagsmálstjóra í Húnaþingi vestra og spurði hana nánar út í málið. Eydís segir að sem starfsmaður í nýju og viðamiklu starfi sé margt sem þurfi að horfa til og kynna sér. Eitt af því sem hún fór í gegnum voru skýrslur varð-andi skólahald í sveitar- félaginu sem unnar hafa verið síðustu árin. „Í skýrslu sem unnin var árið 2006 voru ýmsir kostir varðandi skóla- hald teknir fyrir, fyrst og fremst út frá fjárhagsstærðum. Í henni var reifuð færsla á skólahaldi frá Laugarbakka til Hvammstanga og talin góð en til þess að af henni yrði þyrfti að stækka grunnskólann og þar inni væri líka tónlistar- skólinn,“ segir Eydís. Hún bætir við að starfshópur hafi unnið að útfærslu á þessari tillögu en ljóst var að þessi leið hefði orðið mjög dýr fyrir sveitarfélagið. „Árið 2010 fékk Mennta- og menningarmála- ráðuneytið Attentus til liðs við sig til að gera úttekt á Grunnskóla Húnaþings vestra. Sú úttekt er fyrst og fremst á innra starfi skólans. Þar kemur líka fram ávinningur að hafa grunnskólann alfarið á Hvammstanga,“ útskýrir Eydís og segir að þessu til viðbótar séu ýmis tækifæri falin í nýrri aðalnámsskrá til samþættingar á skólastigum, sem eru mikils virði í námi nemenda. „Eftir að hafa kynnt lítillega fyrir sveitarstjórn hugmynd um flutning á skólahaldi frá Laugarbakka til Hvammstanga fengum við umboð frá sveitarstjórn í lok júní til að skoða hvort þessi valkostur væri mögulegur,“ segir hún en auk Eydísar skipa starfshópinn Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri Ásgarðs og skólastjóri á Borðeyri, Sigurður Þór Ágústsson skóla- stjóri Grunnskóla Húnaþings vestra og Sigrún Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunn- skóla Húnaþings vestra. Áhugaverð nálgun „Við völdum okkur að svara eingöngu einni spurningu: Hvort að hægt væri að flytja skólahald á Hvammstanga með því að nýta betur grunnskóla- og leikskólahús- næðið á Hvammstanga með öðrum hætti og gera ekki ráð fyrir nýbyggingu. Niðurstaða okkar var að þetta er hægt og fléttast vel við þá kennsluhætti sem nú eru í þróun. Þó svarið við spurningunni væri skýrt er hægt að útfæra tillöguna með ýmsum hætti. Við leggjum áherslu á ákveðið aðlögunar- ferli,“ útskýrir Eydís. Hún segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun hjá starfshópnum að loka ekki öllum leiðum og vera ekki með endanlegt plagg í höndunum til kynningar fyrir íbúa. „Mikilvægt er að taka mið af viðhorfi þeirra, sérstaklega starfsfólki og foreldrum en möguleiki er á því að úfæra þessa leið með ýmsum hætti,“ segir hún. Í kjölfarið voru tveir kynn- ingarfundir haldnir, annars- vegar fyrir starfsfólk og hins- vegar almennur íbúa-fundur og segir Eydís að þar hafi fólk verið með ýmsar vangaveltur og fengið tækifæri til kynna sér tillögurnar frekar á heimasíðu sveitarfélagsins. „Vinnan er rétt að byrja og í desember geta íbúar sett ábendingar sínar í kassa í ráðhúsinu. Eftir áramót munu skólastjórnendur vera með vinnufundi fyrir starfsmenn og foreldra. Í kjölfarið mun sveitarstjórn ákveða hvort unnið verði áfram að þessari hugmynd,“ útskýrir hún. Eydís telur þetta vera áhugaverða nálgun á fram- tíðarskipan á skólamálum í Húnaþingi vestra. „Ég tel það líka mjög til bóta að varpa umræðunni áfram í sam- félagið, í stað þess að hafa fullunnið plagg þar sem íbúar skipta sér í „með eða á móti“ tillögunni. Vissulega munu ekki allir íbúar verða sammála en engu að síður er þetta fínt tækifæri til að koma með gagnlegar ábendingar sem munu vera til gagns fyrir skólastarfið,“ segir hún í lokin. /BÞ HESTAÍÞRÓTTIR FEYKIS > www.feykir.is/hestar Um síðustu helgi var hóað saman á æfingu hjá U-17 kvenna í Reykjavík í fótboltanum en tvær stúlkur af Norðurlandi vestra voru kallaðar til. Það voru þær Hugrún Pálsdóttir í Tindastóli og Hrafnhildur Björnsdóttir í Hvöt. Þetta er þriðja æfing Hugrúnar á þessum vetri en Hrafnhildur var að fara á sína fyrstu æfingu. -Ég hef ekki farið áður á U17 æfingu en ég hef farið í úrtök á Akureyri áður, segir Hrafnhildur sem spilar hægri kant en segist geta spilað allar stöður sé þess óskað. Það voru tvær æfingar á laugardegi og sunnudegi og Hrafnhildur segir að það hafi verið mjög gaman. -Ég lærði mikið af þessu af því að það er mikill munur að spila 7 manna eða 11 manna bolta, segir hún en í framtíðinni langar hana að spila með landsliðinu og fara kannski út á háskólastyrk. Að hennar sögn eru stelpurnar á Blönduósi frekar fáar svo að stundum eru þær með strákunum á æfingu og stundum einar. Foreldrar Hrafnhildar eru þau Dómhildur Ingimarsdóttir snyrtifræðingur á Blönduósi og Björn Ásgeir Guðmundsson kokkur í Reykjavík. Þá hefur Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 valið 29 manna æfingahóp sem kemur saman í Kórnum, Kópavogi næsta laugardag. Tindastóll er með einn fulltrúa í þeim hóp. Sá heitir Konráð Freyr Sigurðsson fæddur 1995 og lék með liði Drangeyjar í sumar og skoraði 3 mörk. /PF Uppskerufögnuður skagfirskra hestamanna Flugumýri II hrossarækt- arbú Skagafjarðar Uppskerufögnuður hestamanna í Skagafirði var haldinn sl. laugardagskvöld í Miðgarði þar sem farið var yfir helstu afrek hrossa og knapa á árinu. Kynntir voru stóðhestar HSS fyrir næsta sumar og boðið upp á tónlistaratriði og léttar veitingar. Að sögn Eyþórs Einarssonar mættu yfir fimmtíu manns og áttu saman notalega kvöldstund. Bjarni Þorkelsson á Þórodds- stöðum var ræðumaður kvöldsins og var gerður góður rómur að hans erindi. Bjarni ræddi um rækt- unartakmarkiðið í hrossarækt og fleira tengt hrossapólitík dagsins og einnig las hann minningar frá föður sínum um skagfirska gæðinga og fór með gamanmál. Viðurkenningar frá Hrossa- ræktarsambandi Skagfirðinga hlutu eftirfarandi aðilar: Hrossaræktarbú Skagafjarðar – Ófeigsbikarinn Flugumýri II Hæstu hross í hverjum flokki 4 v. stóðhestar Hraunar frá Vatnsleysu 5 v. stóðhestar Lord frá Vatnsleysu 6 v. stóðhestar Hrannar frá Flugumýri II Hrannar hlaut einnig Sörlabikarinn sem hæst dæmda kynbótahross ársins í Skagafirði, en hann fékk 8,85 í aðaleinkunn sem var hæsta einkunn ársins. 7 v. og eldri stóðhestar Seiður frá Flugumýri II 4 v. hryssur Stúlka frá Þúfum 5 v. hryssur Storð frá Hólum 6 v. hryssur Ferna frá Hólum 7 v. hryssur Blika frá Enni Kynbótaknapi Skagafjarðar – Kraftsbikarinn Gísli Gíslason Frá Hestaíþróttaráði Skaga- fjarðar hlutu eftir farandi aðilar viðurkenningu sem hestaíþrótta- menn Skagafjarðar: Barnaflokkur Guðmar Freyr Magnússon Unglingaflokkur Þórdís Inga Pálsdóttir Ungmennaflokkur Sigurður Rúnar Pálsson Fullorðinsflokkur Þórarinn Eymundsson /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.