Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 47/2012 Skekur kári skýin grá skellur bára á dröngum. Frjósa tárin fölum á fjólu og smáravöngum. Áfram koma að mati undirritaðs tvær mjög vel gerðar hringhendur. Stendur fast í mínum haus að höfundur þeirra sé Jón Pálmi Jónsson frá Sauðanesi á Ásum. Veit reyndar engin deili á þeim manni og langar að biðja lesendur að leiðrétta mig ef þeir telja sig vita betur. Þó við Grímu grimmdarfeld glugga hrími tjöldin. Samt við skímu af arineld eyði ég tíma á kvöldin. Hvergi sakar hugans mátt hristist þak við gnýinn. Stjörnur vaka á himni hátt huldar bak við skýin. Spyr lesendur eftir fleiri vísum eftir þennan snilling. Freistar að koma enn með hringhendu. Höfundur Sveinbjörn Björnsson sem kenndur var við Narfakot á Vatnsleysu- strönd. Vindar svelja héruð hrjáð hríðar hvelja slögum. Ríður helja lög og láð löngum éljadrögum. Áfram heldur Sveinbjörn í næstu vísu. Yfir himins yglibrá óra vegu langa, #584 éljaflókar úfnir á uglum veðra hanga. Á fallegri vetrarnótt yrkir Sveinbjörn þessa. Nóttin læðist hljóð og hlý himins upp á salinn. Rökkur slæðum reifar í rósum skreytta dalinn. Eins og ástand veðurfars hefur verið hér norðanlands margar síðustu vikur, og sumstaðar komin jarðbönn, er kannski við hæfi að rifja upp þessa kunnu vísu eftir Skagfirðinginn Baldvin Jónsson, sem kallaður var skáldi. Dal í þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum. Það er öngvum of gott líf upp í Gönguskörðum. Næsta vísa held ég að sé einnig skagfirsk. Minnir að höfundur hennar hafi heitið Lilja Gottskálksdóttir, kannski kennd við Þangskála, man ekki hvar sá bær hefur verið. Er reyndar ekki alveg sáttur við eitt vísuorðið, hefði frekar vilja sjá notað orðið dásemd. Færðin bjó mér þunga þraut þrótt úr dró til muna. Hreppti ég snjó í hverri laut hreint í ónefnuna. Í síðasta þætti rifjaði ég upp ágæta vísu eftir Björn Pétursson áður bónda á Sléttu í Fljótum. Rifjast hefur nú upp fyrir mér önnur góð vísa eftir Björn sem mun hafa verið gerð er hann þáði góðar veitingar hjá vin. Þreifa ég nú á því enn, þó ekkert vín ég kaupi, að Guð á marga góða menn sem gefa mér í staupi. Eins og áður hefur komið fram var Adolf J. Petersen um árabil með vísnaþætti í Þjóðviljanum. Held að það hafi verið árið 1976 er hann kvaddi lesendur sína í síðasta þætti ársins með þessum vel gerðu vísum. Langar að gera þau orð hans að mínum til ykkar lesendur góðir. Þegar blundar blær um kvöld, breytist stundar hagur. Rennur undir rökkurtjöld röðull undur fagur. Sofnar fjóla, sefur gráð, særinn gjólu felldi. Húmuð njóla hjúpar láð hnígur sólar veldi. Hverfur nú til aldar ár einn því tíminn réði. Endurminning, örlög sár eða bros og gleði. Verið þar með sæl að sinni. Árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla Fjörugur hópur setur Koppafeiti á svið UMSJÓN berglindth@feykir.is Árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði föstudaginn 14. desember nk. Þá ætla nemendur að sýna leikritið Koppafeiti, öðru nafni Grease, í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Æfingar hafa gengið mjög vel hingað til, eiginlega alveg ótrúlega vel. Stemningin er mjög mikil, seinustu daga hefur verið mikið hlegið og ég held alveg örugglega að allir skemmti sér jafn vel og ég. Hvernig finnur þú þig í þínu hlutverki, áttu eitthvað sameiginlegt með Krissu? Mér finnst fínt að vera í þessu hlutverki, það er ótrúlega krefjandi, ég þarf alltaf að vera neikvæð og helst á móti öllu. Ég má nánast ekkert brosa allt leikritið og þarf að passa mig að halda alltaf andliti (sem er ekki alveg það léttasta sem ég geri). Mér sjálfri finnst ég ekki eiga mikið sameiginlegt með persónunni sem ég leik. Hvað finnst þér skemmtilegast við að leika Krissu? Mér finnst skemmtilegt hvað það er krefjandi og hvað ég þarf alltaf að vera í karakter. Ég elska að syngja og fæ að syngja lag sem mér finnst rosalega gaman að syngja. Hvernig leggst frumsýningin í þig? Frumsýningin er föstudaginn 14. des. og það er eina sýningin. Hún leggst rosalega vel í mig og ég hlakka ótrúlega mikið til. Ég held að þessi sýning verði ótrúlega eftirminnileg í mínum huga og örugglega líka hjá hinum krökkunum. Eva Berglind leikur Krissu/Rizzo Okkur gengur mjög vel með æfingarnar og stemningin er alveg gríðarleg enda erum við að vinna í alveg svakalega fjörugum hóp og eru brandararnir á hverju strái. Hvernig finnur þú þig í þínu hlutverki, áttu eitthvað sameiginlegt með Danna? Ég held ég eigi ósköp lítið sameiginlegt með persónunni minni en ég finn mig samt bara nokkuð vel í hlutverkinu. Hvað finnst þér skemmtilegast við að leika Danna? Ég veit eiginlega ekki hvað er skemmti- legast við persónuna mína, það er í rauninni bara lang skemmtilegast að fara þarna upp á svið og vera eitthvað að fíflast. Hvernig leggst frumsýningin í þig? Sýningin leggst bara vel í mig enda er ég ekki sú persónu- gerð sem er mikið að stressa mig á hlutunum. Hákon Ingi leikur Danna/Danny Við byrjuðum að æfa 3. desember og það er búið að ganga alveg rosa vel! Flest allir eru mjög jákvæðir og vinnusamir. Það er grín og gleði á æfingum, mikið hlegið og haft gaman. Þrátt fyrir það að það voru ekki allir sem vildu Grease í upphafi þá er æðislegt hvað allir taka því vel núna og leggja sig fram í að gera þetta vel. Leikstjórinn er frábær og nær vel til allra. Hvernig finnur þú þig í þínu hlutverki, áttu eitthvað sameiginlegt með Sandí? Ég leik Sandí sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég sjálf og persónan Sandí erum frekar ólíkar sem er bara ennþá skemmtilegra. Sandí er voða saklaus og stillt, ég er þó ekkert voða villt en samt ekki eins saklaus og Sandí á að vera haha. Systur minni finnst ég líkari persónunni Krissu (Rizzo). Það er ekki satt. Hvað finnst þér skemmtilegast við að leika Sandí? Skemmtilegast við það að leika Sandí er þegar hún breytist snöggt úr lítilli, saklausri stúlku í mestu gelluna! Og að fá að syngja Ég vil vera með þér (You're the One That I Want) er æði. Ég syng mikið en dansa lítið. Hvernig leggst frumsýningin í þig? Frumsýn- ingin er 14. desember og ég gæti ekki verið spenntari! Þetta er allt búið að ganga svo vel að það er ekki hægt annað en að hlakka til að sýna verkið. Ég get lofað því að allir geti skemmt sér vel, við munum ekki bregðast ykkur. Jóndís leikur Sandí/Sandy UMSJÓN Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi & 452 7154 Heilir og sælir lesendur góðir. Tökum hressilega á í byrjun þáttar og rifjum upp þessa kunnu vísu Hannesar Hafstein. Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. Langar að birta tvær vísur í viðbót sem mig minnir endilega að séu eftir Hannes. Aumra smámenna yfirráð aldregi máttu þola. Trú þú aldrei á tudda ráð. Taktu í hornið á bola. Þó að hvasst yfir lög og láð leiki sér ísköld gola. Mundu, ætíð er annað ráð en að krjúpa og vola. Listilega vel gerð hringhenda kemur hér næst. Minnir að okkar ágæti Jón Tryggvason í Ártúnum hafi kennt mér hana. Höfundur Jón Jónsson bóndi á Eyvindarstöðum. Vísnaþáttur Guðmundar Við æfingar á Grease. Mynd: Ágúst Ólafsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.