Feykir


Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 12
12 Feykir 48/2012 Þann 7. mars 1890 var almennur safnaðarfundur haldinn í Fagranessókn og var þar eftir allmikil átök samþykkt af fengnu leyfi. Að leggja niður Fagraness- og Sjávarborgarkirkjur en reisa í þeirra stað kirkju á Sauðárkróki fyrir báðar sóknir. Og íbúarnir í þessu örsmáa þéttbýli við vestanverðan Skagafjörðinn höfðu á því fullan hug að koma sér upp guðshúsi, og voru á lofti margar hugmyndir um hvern veg skyldi að því staðið, enda ekki auður í hvers manns ranni. Það var svo þann 29. desember þetta ár, að á silfurbrúð- kaupsdegi sínum, gaf Ludvig Popp 200 krónur til nýrra kirkjubyggingar og með þvílíku framlagi margefldist baráttuhugurinn, og meðal annars af frumkvæði hans var hafin almenn fjársöfnun til framkvæmdanna. Um miðjan júní 1892 var gengið frá grunni nýrrar kirkju á Sauðárkróki og grind að henni komið upp. Unnið var að kirkjubyggingunni allt sumarið, en yfir- smiður var ungur snikkari, Þorsteinn Sigurðsson, járnsmiðs Sigurðssonar á Sauðárkróki, en hann vann allar vinnu- teikningar og hönnun hússins í samráði við Popp. Var allt kapp lagt á að gera kirkjuna messufæra á árinu, og var reisugildi kirkjunnar haldið á Hótel Tindastóli hinn 1. ágúst það ár. Talið var að kirkjan rúmaði 350 manns í sæti, og segir í Skagfirskum annálum: „Uppkomið reyndist kirkju- skipið 16 ál. á lengd og 14 ál. á breidd, kórinn 6 ál. á lengd og 7 á breidd, stöp- ull 5 ál. á hvorn veg. Hæð undir loft í kirkjuskipi var 5 al. en hæð frá gólfi og upp í hvelfingu 10 ál.“ Og þarna stóð þetta veglega guðs- hús, reist af trú, metnaði, og ást á því sem litlu samfélagi var dýrmætast, almættinu. Líklega eru fá dæmi þess, – ef nokkur, – að lítið og fástækt samfélag hafi reist sér svo veglegt guðshús, að það hafi í sæti rúmað hvert mannsbarn í söfn- uðinum og rúmlega það, og ekki þó síðra að þessi helgidómur var miklu mun veglegri en algengt var, og var til þess tekið hversu kirkjan var vel og fagurlega máluð, og lýsing ein sú besta í guðshúsi hérlendis. Hér má skjóta inní að enn þann dag í dag er búnaður kirkjunnar að mestum hluta til sá sami og við vígsluna, að vísu eru ekki lengur kerti í veglegum ljósakrónum og vegg- ljósum, og víst er hljóðfærið annað svo eitthvað sé nefnt. En samfélagið undir Nöfum óx og dafnaði, vissulega ekki í neinum stórum stökkum, en hægt og sígandi, og senn kom að því að kirkjan þótti of lítil, og þannig hefur það gengið í áranna rás. Vissulega hafa komið fram hugmyndir um að full þörf væri á að samfélagið byggði nýja kirkju, og meira að segja mun líklega enn til í gögnum sveitarfélagsins, – áratugagamall frá- tekinn reitur til kirkjubyggingar, en sem betur fer hafa þeir sem réðu ferð í það og það sinnið borið gæfu til að beina athyglinni að okkar gamla, fagra og gagnmerka guðshúsi, – lagt í það metnað sinn að halda því vel við og stækka eftir þörfum. Þannig hefur Sauðárkrókskirkja verið stækkuð þrívegis og hafa þær breytingar allar verið á þann veg, og tekist svo vel að varla gæti nokkrum til hugar komið að kirkjan væri nú, – ekki alveg nákvæmlega eins og Þorsteinn snikkari skildi við hana nokkru fyrir næstsíðustu aldamót. Vildu sjá kirkjuna fallegu Fyrir margt löngu átti ég þess kost að vera með í því að taka á móti þrem bráðhressum, öldruðum vesturíslensk- um konum, ein þeirra var barnabarn Þorsteins snikkara, en hinar tvær frænkur hennar, afkomendur landnem- ans Árna Einars Árnasonar. Þessar glæsilegu öldruðu konur höfðu aldrei til Íslands komið áður, en þær vissu upp á hár hvaða staði á Sauðárkróki þær vildu skoða, og þar var efst á lista kirkjan. En síðan voru á listanum nokkur hús í gamla bænum, sem þær höfðu á skrá um að Þorsteinn hefði byggt eða komið að bygginga- framkvæmdum. Var augljós væntum- þykja þeirra af að sjá hversu kirkjan var falleg og henni vel við haldið, en þó sagði sú sem var afadóttir Þorsteins að þessi kirkja væri miklu mun stærri en þær sem hann hefði byggt í Vesturheimi. En ef rétt er munað sagði hún að Þorsteinn hefði byggt fimm kirkjur eftir sömu teikningu sinni og hér á Sauðár- króki, en þær væru allar mun minni. Væru nú aðeins tvær ennþá í notkun en þrjár hefðu brunnið. Var sérstaklega ánægjulegt að eiga dagstund með þessum heiðurskonum, sem höfðu sótt um langvegu til þess að sjá þann stað þar sem rætur þeirra lágu, og skoða handverk löngu genginna forfeðra sinna. Og nú, 120 árum síðar, stendur kirkjan okkar enn og snýr dyrum mót austri og birtu nýrrar dagrenningar. Hún hefur sannarlega verið sá festaklettur sem í upphafi var ætlað og innan veggja hennar hafa Sauðár- króksbúar, sem og margir fleiri, - lifað bæði gleði og sorgarstundir, þar hefur verið slegið á alla strengi tilfinninga, og er vonandi að svo verði um langa framtíð. Sannast hér hið fornkveðna: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til einskis,“ og þess vegna erum við nú þess fullviss, að almættið var með í ráðum þegar Sauðárkrókskirkja reis af grunni, það leit með velþóknun til þeirrar lofgjörðar sem íbúarnir á mölinni við Sauðárósinn vildu færa Drottni sínum með því að reisa honum eins veglegan helgidóm sem þeim var nokkur kostur. Áður var það nefnt að þegar við vígslu hafi kirkjan verið vel lýst og betur en önnur sambærileg hús. Myndir: HSk og stór mynd Hinir sömu sf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.