Feykir


Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 17

Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 17
48/2012 Feykir 17 Spákonur Spákonuarfs á Skagaströnd hafa rýnt í framtíðina fyrir les- Út með illsku og hatur inn með gleði og frið Völvuspá – Spákonuarfs á Skagaströnd 2013 UMSJÓN Páll Friðriksson / palli@feykir.is endur Feykis undanfarin ár og gera enn. Spáin fyrir árið sem senn er að líða fór skemmtilega nærri raunveruleikanum og margt sem stendur eins og stafur á bók. Nú er komin spá fyrir árið 2013 og má sjá að veðrið á eftir að verða rysjótt og sumarið ekki beint að flýta sér að koma eftir ágætt vor. Þá eru líkur á að septemberhret endurtaki sig frá fyrra ári og getur enginn hlakkað til þess. Miklar sviptingar munu verða hjá stjórnmálaflokkunum, sumir auka fylgi sitt, aðrir tapa og einn flokkurinn sést ekki í neinum spám. Þá sjá spákonurnar að gert verður hlé á viðræðum um Evrópusambandsaðild eftir mikið karp og þref. Veðurfar og náttúruhamfarir Veðrið er okkur Íslendingum alltaf hugleikið, eitthvað sem við getum alltaf talað um. Við leggjum því spilin fyrir veðrið og miðum við veðráttuna hér norðanlands. Í janúar verður fremur rólegt veður, stillur en svalt í veðri eins og við má búast. Febrúar kaldsamur með éljaskaki þó mun koma bloti um miðjan mánuðinn, úrkoma og umhleypingasamt í Góubyrjun. Rysjótt tíð í mars en stillir til síðustu daga mánaðarins. Apríl ljúfur og hyllir undir gott vor. Maí hlýrri en undanfarin ár en skítur í nyt sýna í mánaðarlok og kólnar þá. Áfram kalt í júní fram um Jónsmessu og menn langeygðir eftir sumrinu. Júlí veldur vonbrigðum hjá bændum og búaliði. Lagast nokkuð upp úr hundadögum. Meirihluti ágústmánaðar lofar allgóðu. Minnist septemberhretsins á liðnu ári, því líkur eru á að slíkt endurtaki sig, þó það verði heldur seinna í mánuðinum. Vonandi veldur hvellurinn ekki sömu búsifjum eins og sá er gekk yfir sl. haust. Október verður meinhægur, kólnar um veturnætur. Nokkur snjóþyngsli í nóvember en desember þokkalegur og ágætur um jól og áramót. - - - - Einhver umbrot verða neðanjarðar sem munu brjótast upp á yfirborðið og nú óttumst við gömlu Kötlu. Allar spár hníga að því og þetta gos mun verða að vetri til. Einhver skaði verður, en þó miklu minni en við mætti búast. En sveitir gætu einangrast um tíma. Stjórnmálin- Kosningaár Þá er komið að blessuðum stjórnmálunum og þar er auðvitað mikið að gerast, þar sem kosningar eru í nánd. Við tókum fyrir gengi stjórnmálaflokka í komandi kosningum og ber þar fyrst að nefna Samfylkinguna, hún mun tapa allmiklu fylgi, en Evrópusinnar fylgja þeim þó enn fast. Árni Páll verður formaður flokksins þó skoðanakannanir bendi til hins gagnstæða. Eitthvað mun verða Guðbjarti andstætt undir lokin. Vinstri grænir fá meira uppúr kjörkössunum en við var búist. Ekki getum við betur séð en að Jón Bjarnason muni ekki fara fram fyrir Vinstri græna en eitt er víst að lán fylgir honum inn í framtíðina á öðrum vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur gott gengi í kosningunum. Bjarni Ben situr samt í fari sem hann þarf að komast uppúr en fortíðin fylgir honum. Hanna Birna er framagjörn með ríka réttlætiskennd og tilbúin að færa fórnir í starfi. Hún þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og takast á við breytingar. Hreyfingin sést nú bara ekki í okkar spilum né rúnum og spákúlan varð algjörlega auð er við spurðum eftir þeirra framtíð. Framsókn má vel við una í kosningunum en hjá þeim þarf að taka á einhverjum innanmeinum í flokknum svo um verulega „framsókn“ verði að ræða. Björt framtíð nær á þing, en hópurinn er ósamstæður og þarf að samræma skoðanir sínar ef til framtíðar er lítið, allavega ekki nógu bjart yfir þeim. Ekki sjáum við að önnur framboð nái að verma stóla alþingis. Samfylkingin verður utan stjórnar eftir þessar kosningar og sjáum við ekki betur en að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi nýja ríkisstjórn. Spil okkar gefa til kynna að Vinstri grænir vilji samstarf í einhverri mynd eða verði í einhverjum viðræðum. VÖLVUSPÁIN 2013 VÖLVUSPÁIN 2013 48/2012

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.