Feykir


Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 25

Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 25
48/2012 Feykir 25 „Ég á sokka,“ svaraði Bjössi svo lágt að varla heyrðist. Nú varð þögn. Ekki var laust við, að Gunna væri einnig orðin dálítið vandræðaleg. Hún kennir í brjósti um hann, hugsaði drengurinn og minntist þess hvernig hún hafði ævinlega tekið málstað hans, þegar hann var lítill, og huggað hann, ef hann átti eitthvað bágt. Drengurinn var byrjaður að skapa sér skoðanir, hvernig þetta mundi enda. Hún fer með hann inn í búr til mömmu, hugsaði hann, og þær láta hann setjast á búrkistuna og gefa honum gott kaffi með sætabrauði, hugsaði drengurinn og var sjálfan farið að langa í jólakökusneið með miklum rúsínum. En einmitt rétt í þessu kom Kobbi fyrir fjóshornið og að þessu sinni ærið gustmikill. Jakob hafði lengi verið vinnumaður hjá foreldrum drengsins og tilheyrði raunar heimilinu, þótt nokkuð væri það á annan veg en Gunna. Hann var ákaflega tryggt hjú og annaðist fjárgeymslu vetur og vor, var því einlægt í einhverju ragi, ýmist við fé eða hross, og nú kom hann auðsjáanlega úr þess háttar stússi, var snöggklæddur og sveittur. Ekki var hann lengi að koma auga á Skjónu, sem hafði öslað langt út í hálfsprottið túnið og úðaði í sig. Þvílíkan yfirgang þoldi Jakob Nikulásson auðvitað ekki. Hann óð umsvifalaust að Bjössa og tók þegar að hella yfir hann skömmum: „Þú ert þokkapiltur, eða hitt þó heldur, að sleppa þessari merarbikkju þinni í túnið og farið að nálgast slátt. Það er til einhvers að gera við girðingar, þegar von er á ræflum, sem öllum eru til ills og leiðinda og engu nenna nema liggja afvelta uppi í bæli en flækjast þess í milli á bæi sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Ætli þér væri ekki nær að sitja heima og vinna eitthvað til gagns. Bölvuð druslan og sveitarómaginn!“ Orðið sveitarlimur kom sérstaklega illa við Bjössa, sem var í rauninni sóma- kær og hafði auk þess aldrei þegið af sveit. „Ég er enginn sveitarlimur,“ sagði hann furðanlega ákveðinn og rétti auk heldur úr sér. „Mér er andskotans sama. Þú ert ræfill og aumingi samt,“ orgaði Kobbi sem var ákaflega bráðlyndur og þoldi illa andmæli, vissi þá jafnvel ekkert hvað hann gerði. „Svona, hundskastu og hirtu strax þessa afsláttartruntu þína, annars opna ég túnhliðið og siga hundunum bæði á þig og hana.“ Hann reiddi á loft svipu, sem hann var með, auðsjáanlega til alls búinn. „Það geri ég án allra skipana, en ég er hvorki þinn þræll né annarra,“ sagði Bjössi en hreyfði sig þó hvergi. Það var auðsjáanlega byrjað að síga í hann. „Brúkarðu kjaft við almennilegt fólk?“ urraði Kobbi, og hvít froðan stóð í munnvikunum. Hann var kominn í sinn alversta ham. „Ég veit ekki betur en ég hafi sama rétt til að tala og aðrir, þó ég láti minna,“ ans- aði Bjössi og kvað óvenju fast að orðunum. Nú sleppti Kobbi sér alveg. „Það er mál til komið að kenna svona hundum mannasiði,“ öskraði hann og lét svipuólina ríða um hausinn á Bjössa, sem varð of seinn að bera hendur fyrir andlitið. Næst gerðust atburðir, sem drengnum liðu aldrei úr minni. Gunna brá hart við, og fyrr en nokkurn varði, hafði hún hrifsað svipuna úr hendi Kobba. Hann stóð í fyrstu sem agndofa, svo kom gusan og ekki á lægri nótunum. Drengnum hafði verið bannað að blóta og fara með gróft orðbragð. Því var það ekki fyrr en löngu seinna, að hann þorði að hafa allt eftir orðrétt. Kobbi stökk upp í loftið og barði saman hnefunum. „Ég skal troða hundaskít í helvítis rassgatið ...“ Lengra komst hann ekki, því á sama augnabliki fékk hann svo vel útilátið á snúðinn, að hann riðaði við og blóðið fossaði úr vitunum. Ekki gat hjá því farið að hávaðinn og lætin heyrðust inn í bæ, enda kom nú móðir drengsins til að vita, hvað væri um að vera. „Guð almáttugur hjálpi mér,“ hrópaði konan. „Hvað gengur hér á?“ En við þessari spurningu var þögnin eina svarið. Styrjöld hefur fylgt mannkyninu frá öndverðu. Hún er bara. Ef menn finna ekki upp hugsjónir til að berjast um eða fyrir berjast menn bara hugsjónalaust. Menn berjast til að berjast án þess að nokkur sigri eða sé sigraður, og nóg um það. Því var það, að móðir drengsins leit af einum á annan en síðast Gunnu. Og þá var allt - allt sem þurfti til þess að þær tækju þessa tvo menn við hönd sér. Þannig hélt þessi hersing til bæjar og skildi eftir sig rautt, ófullgert málverk á hlaðhellunum. Karlakórinn Heimir Miði á tónleika hjá Karlakórnum Heimi er góð jólagjöf! Miðana má nota á tónleikaröð Heimis í Reykjavík Akranesi, Egilsstöðum og Miðgarði. Dagsetningar verða auglýstar þegar nær dregur. Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð N Ý PR EN T eh f. Þrettándahátíð www.heimir.is Miðar fást í gjafaumbúðum, tilvalið í jólapakkann! Guðrún Gunnarsd óttir Óskar Pétursson Stefán R. Gíslason í Menningarhúsinu Miðgarði, laugard. 5. jan. 2013 kl. 20:30 Ræðumaður kvöldsins er Einar K. Guðfinnsson Á dagskránni verða sígild karlakóralög og kunnar dægurperlur, m.a. lög sem Ellý Vilhjálms og Edith Piaf gerðu kunn á sínum tíma.  Í lok dagskrárinnar munu Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónsson leika fyrir dansi, ásamt söngvurum kvöldsins VERKFRÆÐISTOFA STEINULL HF. Gáfu raförvunartæki Lionsklúbbur Sauðárkróks með höfðinglega gjöf Á dögunum var Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár- króki formlega afhent frá Lionsklúbbi Sauðár- króks höfðingleg gjöf, raförvunartæki, sem gerir þeim kleift er litla eða enga virkni hafa í fóta- vöðvum að halda þeim samt sem áður í formi. Tækið sem tengt er viðkomandi gefur frá sér rafstraum með þeim afleiðingum að vöðvar herpast saman og rýrna því ekki. Með þessari aðferð eykst einnig blóðflæðið sem m.a. kemur í veg fyrir legu- eða setsár og einstaklingum sem nota tækið virðast líða betur. Magnús Jóhannesson hefur verið að prófa tækið í vetur og segir hann það koma að miklu gagni og m.a. í þjálfun hans við gönguslá. Lionsklúbburinn hefur veitt styrki í hin ýmsu verkefni í samfélaginu en fjármögnunin er m.a. hin árlega perusala og bílastæðamálun. /PF Varað við hrossum á vegum Brýnt fyrir vegfarendum að sýna aðgát Lögreglan í Húnavatnssýslum og Skagafirði hefur fengið margar tilkynningar um laus hross á vegum upp á síðkastið og er brýnt fyrir vegfarendum að sýna aðgát. Þar sem mikill snjór hefur verið hér norðanlands hafa girðingar víða fennt í kaf sem auðveldar skepnunum að sleppa. Sýna þarf sérstaka aðgát í svartasta skammdeginu en hættulegt getur verið að keyra á þessar stóru skepnur. Samkvæmt lögreglunni á Blönduósi var ein ákeyrsla í Húnavatnssýslum, þ.e. á Skagastrandarvegi sl. fimmtudag, og drapst hrossið. Undanfarið hefur lögreglan þurft að bregðast við fjölmörgum tilkynn- ingum vegna lausra hrossa á vegum en tilkynning- unum hefur verið að fækka þar sem bændur hafa verið ná hrossunum heim. Lögreglunni í Skagafirði hefur einnig borist margar tilkynningar um hross á vegum. Skv. upplýsingum frá lögreglunni hafa bændur verið að gera það sem þeir geta við að halda hrossunum innan girðingar en þó hefur það komið fyrir að eitt og eitt sleppi út. Keyrt var á tvö hross sem sluppu utan girðingar í Blöndu- hlíðinni sl. laugardag og drápust bæði hrossin. Um var að ræða tvo topp reiðhesta frá Hjaltastöðum en annar þeirra hafði keppt á þremur Landsmótum og því mikil eftirsjá af þeim gæðingi. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.