Feykir


Feykir - 18.04.2013, Síða 8

Feykir - 18.04.2013, Síða 8
8 Feykir 15/2013 BJÖRT FRAMTÍÐ ÁRNI MÚLI JÓNASSON SKRIFAR Framtíðin getur verið björt um land allt Samráð eða hagsmunastríð? Finnst þér gömlu stjórnmála- flokkarnir vera á réttri leið með íslenskt samfélag? Finnst þér umræða um landsins gagn og nauðsynjar einkennast allt of mikið af flokkspólitísku þvargi og of lítið af tilraunum til að ná sátt um góðar lausnir? Finnst þér að gömlu flokkunum gangi illa að ræða uppbyggilega um framtíðina því þeir eru svo uppteknir af því að firra sig ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í fortíðinni? Hefurðu fengið meira en nóg af hug- dettum, reddingum, hagfræði- legum tilraunum og skyndi- lausnum? Treystir þú illa loforðum um skjótar og ein- faldar lausnir og óttast að þau reynist lítils virði eftir kosningar? Ég hvet þig til að hugleiða þessar spurningar. Ég hvet þig líka til að velta því fyrir þér hvort ekki sé orðið mjög nauðsynlegt og tímabært að breyta verklagi, samræðum og ákvörðunum í íslenskri pólitík. Ef þú ert sammála mér um það ættirðu að kynna þér vel hvað við í Bjartri framtíð höfum fram að færa. Björt framtíð snýst nefnilega um að leita lausna og bestu leiða að framtíð í þessu landi sem byggist á stöðugleika, minni sóun, ábyrgri nýtingu auðlinda, einfaldari stjórnsýslu, jöfnum tækifærum og síðast en ekki síst samráði og virðingu fyrir mismunandi skoðunum og hagsmunum. Við erum líka sannfærð um að stjórnmál sem helst hafa það að markmiði að vinna sigra í sífelldri keppni um að hafa rétt fyrir sér eru gagnslaus fyrir okkur og oft beinlínis skaðleg. Og við vitum að okkur líður öllum miklu betur og okkur vegnar líka miklu betur ef við leggjum mesta áherslu á það sem sameinar okkur en ekki það sem sundrar. Grunnþjónusta, byggða- stefna og fjölbreytni Við erum viss um að til að hafa hér á landi vitlega og sanngjarna byggðastefnu til langs tíma þurfum við að byrja á því að skýra vel hvað við eigum við með grunnþjónustu. Svo verðum við að ná sátt um hvernig við tryggjum okkur öllum þá þjónustu á jafnræðis- grundvelli; sömu þjónustu fyrir sama gjald. Þar þurfum við að ræða um orku, fjarskipti og gagnaflutninga, samgöngur, grunnmenntun, heilsugæslu, félagsþjónustu, löggæslu og sjálfsagt eitthvað fleira. Og okkur finnst það vera mjög mikið réttlætismál að fólk sem býr þar sem auðlindirnar, eins og fiskistofnarnir hafa mest verið veiddir og verkaðir á liðnum áratugum og öldum og hefur tileinkað sér þá verk- kunnáttu fái hér notið auð- lindagjaldsins. Það gjald verði nýtt til að tryggja því sömu grunnþjónustu og þeir fá sem annars staðar búa og tækifæri til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu í byggðarlögum sínum. DÖGUN GUÐRÚN DADDA ÁSMUNDARDÓTTIR SKRIFAR Eflum Norðurland vestra Dögun sér tækifæri og skynsemi í því að byggja og nýta allt landið. Blómlegar dafnandi byggðir eru hluti af sjálfsmynd Íslendinga og eflingu þjóðarhags. Á Norðurlandi vestra hafa búsetuskilyrði batnað á mörg- um sviðum. Ferðatími til höfuðborgar hefur styst og almenningssamgöngur eflst. Víða er heitt vatn að finna og hitaveitur teygja sig til sífellt fleiri notenda. Á Norðurlandi vestra eru fjölbreyttar mennta- stofnanir. Þar eru Háskólinn að Hólum, Fjölbrautaskóli Norð- urlands vestra og Farskólinn sem þjóna nemendum einnig í fjarnámi. Ekki þarf að fjölyrða um þá möguleika sem netið hefur fært okkur á síðustu árum og hægt er að nýta m.a. til markaðs- og kynningarstarfs. Dögun leggur ríka áherslu á að snúið verði af þeirri óheillabraut að stjórnvöld skeri meira niður í rekstri stofnana hins opinbera út á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Er nú svo komið að rekstur heil- brigðisstofnana t.d. á Sauðár- króki er í stöðugri óvissu. Mikilvægt er að efla sjálfstæði heilbrigðisstofnanna og skipa þeim sjálfstæðar stjórnir sem leitar leiða til tryggja hag þeirra og leita leiða til aukinnar sérhæfinga t.d. á sviði endur- hæfingar. Dögun vill efla verðmæta- sköpun og endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið með það að markmiði að auka veiðar stærri sem smærri báta og sömuleiðis veita frelsi til fiskveiða. Sníða þarf augljósa galla af kerfinu sem hvetja til sóunar og brottkasts. Frjálsar handfæraveiðar myndu hleypa nýju lífi í hafnirnar á Hofsósi, Skagaströnd og Hvammstanga og gera lífið þar fjölbreytilegra og skemmtilegra. Dögun berst af alefli fyrir afnámi verðtryggingarinnar og fyrir lægri vöxtum. Lægri fjármagnskostnaður auðveldar atvinnuuppbyggingu m.a. í ferðaþjónustu og sömuleiðis kynslóðaskipti á bújörðum. Séríslenska verðtryggingin, sem átti að tryggja stöðugleika hefur snúist upp í andhverfu sína og hana verður að leggja af. Í umræðu um byggðamál verður að ná þeim sannindum skýrt fram að ríkið innheimtir mun hærri upphæðir í gegnum skattakerfið í hinum dreifðu byggðum heldur en ríkið ver til uppbyggingar og þjónustu á landsbyggðinni. Í því ljósi ber að skoða og ræða fjárframlög til niðurgreiðslu húshitunar, land- búnaðar, heilbrigðisstofnana menningarstarfsemi o.fl. í dreifbýlinu. Ríkissjóður hefur einfald- lega mikinn fjárhagslegan hag af því að byggðirnar blómstri. Ef mér hlotnast sá heiður að vera kjörin til að taka sæti á Alþingi Íslendinga, þá lofa ég því að vinna að trúmennsku og samviskusemi fyrir íbúa Norð- urlands vestra að framfaramál- um svæðisins og þjóðarhag. Guðrún Dadda Ásmundardóttir skipar 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi Húnaþing vestra Nýtt aðalskipulag Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfél- agið. Lýsing verkefnis og matslýsing tekur til Aðalskipu- lags Húnaþing vestra fyrir tímabilið 2014-2026. Um er að ræða aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Húnaþings vestra og Bæjar- hrepps. Lýsing verkefnis var samþykkt til kynningar í sveitarstjórn 26. mars 2013 og er í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lög um umhverfismat áætlana 105/2006. Kynning matslýsingarinnar fer fram með þeim hætti að hún liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá 10. apríl 2013 og til 30. apríl 2013 og verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Ennfremur verður kynningarfundur fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila, staðsetning og tími kynningar- fundar verður auglýstur síðar. /BÞ Aukin fjölbreytni í atvinnulífi er bráðnauðsynleg á Íslandi almennt og alveg sérstaklega í sveitum, þorpum og bæjum þar sem eggin eru allt of oft næstum öll í sömu körfunni og stundum allt of fá í henni líka. Auðlindagjald, þannig nýtt, er ekki neinn „landsbyggðar- skattur“, heldur afl til að styrkja byggðirnar og bæta lífskjör fólksins þar. Einhæft atvinnulíf gerir fólk berskjaldað fyrir sveiflum og áföllum og leiðir til samþjöppunar valds. Það er vont, óréttlátt og óheilbrigt. Ef þú ert sammála mörgu því sem hér er sagt hvet ég þig eindregið til að kynna þér starf og stefnu Bjartrar framtíðar (bjortframtid.is) og leggja okkur lið við að breyta íslenskum stjórnmálum og samfélagi til hins betra. Það getur þú gert með því að setja X við A á kjörseðlinum. Árni Múli Jónasson Höfundur er í 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi. Guðrún Dadda Ásmundardóttir oddviti Dögunar Árni Múli Jónasson oddviti Bjartrar framtíðar

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.