Feykir


Feykir - 18.04.2013, Síða 11

Feykir - 18.04.2013, Síða 11
15/2013 Feykir 11 Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við alþingiskosningar sem fram fara laugardaginn 27. apríl n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00- Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði, þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps - kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni til kl. 14:00 á kjördag, 27. apríl 2013. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn PÍRATAR HILDUR SIF THORARENSEN SKRIFAR Enginn veit sína ævi fyrr en öll er Það er kominn tími til að einhver bendi á hvernig komið er fram við eldri borgara og öryrkja í þjóðfélaginu í dag. Þetta er hópur sem verður fyrir útskúfun af hálfu þjóðfélags- ins og einangrast meira ár frá ári. Þetta neikvæða viðhorf hefur smitast inn í stjórn- sýsluna og nú líða aldraðir og öryrkjar jafnframt skort og lifa margir hverjir við sára fátækt. Ósanngirnin er alger og svo virðist vera sem stjórnmálamenn, bæði vinstri og hægri, hafi ekkert gert til að uppræta hana. Ekki er nóg með að bæturnar og lífeyririnn hafi verið skertur heldur var sett á svo ósvífin tekjutenging að eldri borgarar og öryrkjar geta enga björg sér veitt. Það er ekki nóg með að tekjutengingin brjóti á fjár- hagslegum réttindum þeirra heldur veldur hún einnig einangrun og elur á neikvæðu viðhorfi í garð þessa hóps. Það er löngu orðið tímabært að afnema tekjutengingu örorku- bóta og lífeyrisgreiðslna enda ekki hægt að ætla annað en aukinn tekjuskattur í ríkis- kassann sé af hinu góða. Með þessari litlu breytingu komast þeir sem vilja vinna part úr degi aftur inn í þjóðfélagið og verða virkir þátttakendur í því. Tengingin milli þeirra og yngra fólks mun um leið styrkjast þar sem nú eru hóparnir farnir að umgangast meira og við það eykst umburðarlyndi og skilningur. Með auknum tekjum ríkisins er hægt að hækka greiðslur til þessa hóps en einnig er vert að nefna að einangrun og fátækt valda andlegum og loks líkamlegum heilbrigðisvanda- málum sem eru kostnaðarsöm og mjög óhagstæð fyrir þjóðfélagið í heild. Það eru ekki allir sem geta unnið en margir vilja geta nýtt sér þau úrræði sem heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið býður upp á. Nú rekum við okkur aftur á vegg því eldri borgari kemst ekki inn á hjúkrunarheimili nema hafa farið í gegnum svokallað punktakerfi og sannað þannig að hann þurfi á því að halda. Það er því ætlast til þess að fólkið sem lagði grunninn að þjóðfélaginu okkar með erfiðisvinnu og dugnaði beri sig aumlega við ókunnan aðila og sanni þannig þörf sína fyrir úrræðið. Vitanlega harkar það af sér, ber sig vel og á smám saman erfiðara með að athafna sig því ekki fær það viðunandi aðstoð. Kerfið vinnur á móti sjálfu sér, það skapar heilbrigðis- vandamál, það einangrar og útilokar mikilvæga þjóðfélags- hópa og það er með öllu ósanngjarnt í eðli sínu. Það sem mér svíður sárast er hversu augljósar lausnir eru á þessu máli og að enginn skuli leggja sig eftir því að leysa það í eitt skipti fyrir öll. Ég get ekki hugsað mér þjóðfélag þar sem fólk verður fyrir útskúfun ef það veikist eða lendir í slysi. Ég get ekki hugsað mér þjóðfélag þar sem fólk einangrast þegar það verður gamalt og litið er á það sem úrelt. Ég get ekki hugsað mér þetta þjóðfélag sem við búum við í dag því það elur á óréttlæti og leysir ekki augljós og hræðileg vandamál. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram á þing í dag því ég vil breyta þjóðfélaginu og leysa þessi mál. Hildur Sif Thorarensen Höfundur skipar fyrsta sæti fyrir Pírata á Norðurlandi vestra Sauðárkrókur Ný upplýsingamiðstöð Gallerí Lafleur opnar nýja upplýsingafræðslu- og menningarmiðstöð á Aðalgötu 20 á Sauðárkróki í upphafi Sæluviku sunnudaginn, 28. apríl nk. Í galleríinu verður boðið upp á aðgang að internet kaffi og fræðslumyndbönd munu rúlla allan daginn og einnig verður kynning á ferðaþjón- ustustarfsemi, sem og menn- ingartengt starf verður í há- vegum haft í nýju upplýsingamiðstöðinni sem og tengslin ræktuð við þjónustu- aðila í héraðinu. Laugardaginn 27. apríl kl. 15:00 verður stutt kynning á starfseminni og boðið upp á vöfflukaffi. Opið verður í Sæluviku frá 29. apríl til 5. maí alla virka daga kl. 12:00 – 20:00, sem og á kvöldin og um helgar en ýmsir viðburðir verða á dagskrá sæluvikudagana. /PF Hildur Sif Thorarensen oddviti Pírata

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.