Feykir - 18.04.2013, Side 22
22 Feykir 15/2013
dagskráin sett inn á allra næstu
dögum.
Fjöldi viðburða
alla daga
Aðspurður um hvort það
séu einhverjir viðburðir sem
standa uppúr í ár svaraði
Sigfús að erfitt sé að nefna
eitthvað eitt. „En á Forsælunni,
vikunni á undan Sæluviku,
ber líklega hæst stórtónleika
í Menningarhúsinu Miðgarði
þar sem fjöldi skagfirskra
listamanna kemur fram, auk
sérstaks gests sem er Eyþór
Ingi Eurovision-stjarna. Á
Forsælunni verða einnig
tónleikar kvennakórsins
Sóldísar á síðasta vetrardag og
Skagfirska kammerkórsins á
sumardaginn fyrsta, auk þess
sem stórsýning hestamanna,
Tekið til kostanna, verður í
Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Fleiri viðburði má nefna sem of
langt mál er að telja upp hér,“
sagði hann.
„Í Sæluvikunni sjálfri er af
nógu að taka og má þar nefna
Sæluvikustykki Leikfélags
Sauðárkróks en það sýnir að
þessu sinni verkið „Tifar tímans
hjól“ í leikgerð og leikstjórn
Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar
sem er jafnframt höfundur
sögu ásamt Árna Gunnarssyni.
Öll tónlist í verkinu er
eftir Geirmund Valtýsson
sveiflukóng Skagfirðinga.
Þá verða Sæluvikutónleikar
Karlakórsins Heimis, Rökkur-
kórsins og skólakórs Árskóla í
Menningarhúsinu Miðgarði en
gestir þar verður Sellóhljóm-
sveit St. Pétursborgar frá
Rússlandi. Að tónleikum
loknum verður dansleikur
þar sem Hvanndalsbræður
leika fyrir dansi,“ sagði Sigfús
og hélt áfram: „Einnig má
nefna myndlistarsýningu
Myndlistarfélagsins Sólons í
Gúttó, kvikmyndasýningar í
Sauðárkróksbíó, kirkjukvöld
í Sauðárkrókskirkju þar sem
kór kirkjunnar og Sverrir
Bergmann Magnússon syngja
en ræðumaður kvöldsins er
Jón Kristjánsson fyrrverandi
ráðherra. Sýning á ljósmyndum
Kristjáns C. Magnússonar
verslunarmanns verður opnuð í
Safnahúsinu en þar er að finna
ljósmyndir sem teknar voru á
Króknum á árunum 1930-1965
og veita einstaka sýn í samfél-
agið á þeim tíma. Viðamikil
menningardagskrá verður
einnig í Sauðárkróksbakarí,
jafnt á Forsælu sem í Sæluviku.
Fjöldi annarra viðburða verður
alla dagana og ljóst að engum
þarf að leiðast. Frekar má
búast við að valkvíði muni hrjá
einhverja þessa daga,“ bætti
hann við.
Ýmsar nýjungar á
dagskránni í ár
Þá sagði Sigfús af ýmsu að taka af
viðburðum sem hafa ekki verið
á Sæluvikudagskránni áður og
vert er að kynna sér nánar. Má
þar nefna sjónvarpsmyndina
„Sjómannslíf “ eftir Árna
Gunnarsson sem verður frum-
sýnd í Litla-Skógi, Aðalgötu 26,
seinni helgina í Sæluviku en
þar verður auk þess viðamikil
dagskrá með lifandi tónlist
og sýningu á stuttmyndum
kvikmyndagerðarnema við
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra. „Benedikt Lafleur
verður einnig með fjölda
viðburða í Gallerí Lafleur á
Aðalgötunni og Hús frítímans
stendur fyrir ljóða- og
smásögu- og ljósmyndakeppni.
Annars er langbest að vísa í
Sæluvikudagskrána því annars
er hætt við að eitthvað gleymist
sem er ófyrirgefanlegt að nefna
ekki,“ sagði hann.
Sigfús sagði Sæluviku Skag-
firðinga vera eina samfellda
hátíð sem setur svip á héraðið
ár hvert og auðgar líf okkar svo
um munar. „Hátíð sem þessi
er ekki hrist fram úr erminni
á einni kvöldstund eða svo
heldur er það gríðarlegur
fjöldi fólks sem hefur lagt
á sig ómælda vinnu við
undirbúning þeirra fjölmörgu
viðburða sem verða í boði.
Fyrir það ber að þakka um leið
og Skagfirðingum og öðrum
gestum á Sæluviku er óskað
ánægjulegrar skemmtunar,“
sagði Sigfús í lokin.
Sæluvikan, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, verður formlega sett
sunnudaginn 28. apríl nk. og stendur yfir til 5. maí. Að sögn Sigfúsar Inga
Sigfússonar, verkefnisstjóra hjá Svf. Skagafirði, hefur það gengið nokkuð
vel að setja saman dagskrá Sæluvikunnar, enda segir hann það vera
gamla sögu og nýja að maður sé manns gaman í Skagafirði.
„Þótt vorverkin séu farin að
herja á bændur og búalið
í þéttbýli sem dreifbýli þá
gefa menn sér samt tíma til
að skemmta sér og öðrum.
Sæluvikan byggir á sterkum
grunni sem ein elsta lista- og
menningarhátíð landsins og
menn horfa gjarnan til þessa
árstíma þegar viðburðir eru
undirbúnir þótt listviðburðir
eða skemmtanir séu reyndar
haldin árið um kring hér í
Skagafirði og af svo miklum
þrótti að sumum þykir jafnvel
nóg um,“ sagði Sigfús.
Þegar Feykir ræddi við
hann (þann 12. apríl) var
verið að leggja lokahönd á
Sæluvikudagskrána og búa
hana til prentunar. Næst á
dagskrá var að dreifa henni á öll
heimili í Skagafirði í aðdraganda
hátíðarinnar þannig að ekkert
á að fara fram hjá íbúum
héraðsins. En fyrir þá sem geta
ekki beðið eftir að fá dagskrána
heim til sín er einnig rétt að geta
þess að Sæluvika Skagfirðinga
er á Facebook og þar verður
Spjallað við Sigfús Inga um Sæluviku Skagfirðinga
Samfelld hátíð sem
setur svip á héraðið
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
Sigfús Ingi Sigfússon er spenntur fyrir Sæluvikunni sem hefst formlega 28. apríl.
Meistaradeild Norðurlands – KS deildin
Bjarni Jónasar tók töltið
með glæsibrag
Í síðustu viku var keppt í
tölti í KS-deildinni á
Sauðárkróki. Bjarni
Jónasson sigraði með
nokkrum yfirburðum á
Randalín frá Efri-Rauðalæk
með einkunnina 8,22 en á
hæla hans kom Mette
Mannseth og Trymbill frá
Stóra-Ási með einkunnina
7,61.
Stemningin var gríðarlega
góð í Svaðastaðahöllinni
þetta kvöld og fengu
áhorfendur mikið fyrir pen-
inginn eins og svo oft áður.
Að mati Stefáns Reynissonar
hjá Meistaradeildinni var hér
líklega á ferðinni sterkasta
töltmót sem farið hefur fram
í höllinni til þessa.
A-úrslit
Bjarni Jónasson 8,22
Mette Mannseth 7,61
Ísólfur Líndal Þórisson 7,61
Teitur Árnason 7,56
Hekla Katarína Kristinsd. 7,50
Ísólfur Líndal Þórisson
leiðir sem fyrr keppnina með
27,5 stig en Bjarni Jónasson
veitir honum harða keppni
með 22 stig.
Þann 24. apríl, síðasta
vetrardag, verður síðasta
keppni vetrarins þegar slak-
taumatölt og skeið fer fram.
Nánari upplýsinga er hægt að
leita á hestaumfjöllun Feyki.
is. /PF