Feykir


Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 2

Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 46/2013 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ferlar, varpanir og mengi Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum PISA könnunarinnar sem 15 ára unglingar í 65 löndum um allan heim þreyttu kemur fram að þeim íslensku hafi hrakað í stærðfræðilæsi á þessum áratug og samkvæmt vef menntamálaráðuneytisins gildir það einnig um frammistöðu í lesskilningi og náttúrufræði. Nú keppist fólk við að finna haldbærar skýringar á þessum ósköpum og hefur Herra Hundfúll (á Feyki.is), sem fylgdist með umræðunni í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, komist að því við erum með góða skóla, frábæra kennara, slappa nemendur og ömurlega foreldra. Kannski er þetta rétt því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Lesskilningur er slæmur samkvæmt könnuninni og vera má að ástæðan sé sú að minna er lesið af bókmenntum en áður. Og hvers vegna skildi það vera? Jú, kannski eru þær ekki nógu áhugaverðar og krakkarnir eyða meiri tíma í tölvunni. Var nokkuð spurt um tölvulæsi í könnuninni? Ég veit það ekki. Náttúrufræðin kom heldur ekki vel út og þá spyr ég foreldra: Hversu oft ræðið þið við börnin ykkar um náttúrufræði? Þið kannski eruð ekkert vel að ykkur í þeirri grein? Það gerir heldur ekkert til því þið getið alltaf gúgglað það sem þið þurfið að vita. En stærðfræði? Hvernig gengur ykkur að hjálpa börnunum við heimanámið í stærðfræðinni? Er gaman að reikna út hallatölu striks eða eyða sviga? Stærðfræðin hefur reynst mörgum erfið í gegnum heimssöguna og verður það áfram allt fram að heimsendi hvernig svo sem kennarar, skóli eða foreldrar munu standa sig. Líklega þarf að koma þessum fræðum meira inn í tölvuleikina, þar eru krakkarnir á heimavelli og vinna stóra sigra en þá þarf þetta allt saman að vera spennandi og áhugavert svo árangur náist. Páll Friðriksson Fjölbreytnin kom á óvart Þann 29. nóvember fór hópur nemenda FNV í vísindaferð þar sem verkfræðistofan Stoð var heimsótt. Ferðin hófst á því að Eyjólfur Þórarinsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum verkfræðistofunnar sá um leiðsögn í ferð um Sauðárkrók og gerði grein fyrir verkefnum sem verk- fræðistofan hefur unnið að undanfarin ár. Að því loknu var haldið á verkfræðistofuna sjálfa þar sem starfsmenn kynntu sig og störf sín og buðu upp á léttar veitingar. Að sögn Kristjáns B. Halldórssonar fengu nemendur að kíkja á verkin á teikni- borðunum og í tölvunum og óhætt að segja að fjölbreytnin Vísindaferð á verkfræðistofu Tveir bæir fengu viðurkenningu Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í þriðja sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Í flokknum Framúrskar- andi ferðaþjónustubær 2013 fengu Þórólfur og Guðný á Sveitasetrinu Hofsstöðum í Skagafirði viðurkenningu fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Auk þeirra Þórólfs og Guðnýjar fengu Ólafur og Kristín á Grímsborgum, og Vilborg á Ytra Laugalandi í Eyjafjarðar- sveit viðurkenningu fyrir sömu frammistöðu. Í flokknum Hvatningar- verðlaun Ferðaþjónustu bænda 2013 fékk Arinbjörn á Brekku- læk í Miðfirði viðurkenningu fyrir einstaka og vel útfærða hug- mynd og frumkvæði að upp- byggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og inni- haldsríkri upplifun fyrir gesti. Aðrir viðurkenningahafar í þessum flokki voru þau Harald og Bergþóra á Hótel Rauðuskriðu í Aðaldal og Björn Ingi í Gistihúsinu Kríunesi við Elliðavatn. /PF Ferðaþjónustubændur á Norðurlandi vestra Hlaut jafnlaunavottun VR Í síðustu viku var Byggða- stofnun afhent staðfesting á því að hún hafi hlotið jafn- launavottun VR og því önnur í röð íslenskra ríkisstofnana til að ná þeim áfanga. Þar með er staðfest að búið sé að kerfisbinda launa- ákvarðanir, koma upp jafn- launakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að nú verði kerfisbundið fylgst með því hjá stofnuninni að starfs- fólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sam- bærileg laun óháð kynferði. Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, burtséð frá stéttarfélagsaðild starfsmanna. Það var Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR, sem afhenti Aðalsteini Þorsteins- syni, forstjóra Byggðastofn- unar, vottunina og sagðist við það tækifæri fagna því að Byggðastofnun Skagaströnd Vinnuslys á höfninni Vinnuslys varð við löndun í Skagastrandarhöfn sl. þriðjudag er ungur maður varð fyrir fiskikari sem var verið að hífa úr lest báts. Svo illa vildi til að krókur, sem karið hékk í, gaf sig með þeim afleiðingum að karið féll á manninn sem brotnaði við það á báðum höndum. Var hann fluttur með sjúkra- bíl á sjúkrahúsið á Akureyri. /PF Kennari og fyrrum nemendur FNV Eyjólfur Þórarinsson framkvæmdastjóri, Þórður Karl Gun- narsson, tæknifræðingur og Atli Gunnar Arnórsson, verkfræðingur. Mynd: Guðný Sif hafi komið þeim á óvart og lýstu þau yfir ánægju með vísinda- ferðina. -Á verkfræðistofunni starfa m.a. fyrrum nemendur og kennarar FNV og hver veit nema einhver nemandinn hafi fengið í vísindaferðinni hug- mynd um háskólanám í tækni- grein eða arkitektúr að loknu námi í FNV, segir Kristján. /PF Byggðastofnun hafi ákveðið að taka þetta mikilvæga skref og sækjast eftir Jafnlauna- vottun VR. -Þessi faglega úttekt er í góðu samræmi við þá vinnu sem unnin hefur verið í launa- og mannauðsmálum innan stofnunarinnar á undanförn- um árum og staðfestir það sem við höfum talið okkur vita, að sömu laun eru greidd hér fyrir jafnverðmæt störf, sagði Aðalsteinn við þetta tækifæri og telur áfangann mjög merkilegan í starfi stofnunarinnar. /PF Vilja opna gistihús og krá Gæðingur brugghús hefur fest kaup á húseigninni á Aðalgötu 19 á Sauðárkróki sem þekktast er fyrir að hafa hýst apótek bæjarins til margra ára. Áætlað er að starfrækja krá í syðri helmingi hússins en hostel eða farfuglaheimili í þeim norðari. Árni Hafstað eigandi Gæð- ings segir að allt sé á byrjunar- stigi ennþá og raunar allt of snemmt að tjá sig nokkuð um áformin þar sem ekki sé búið að sækja um leyfi ennþá. Skrifað var undir húskaupin á dög- unum og var Árni ekki kominn með lykil að húsinu þegar Feykir náði tali af honum. /PF Gæðingur á Aðalgötuna Tæplega 50% fjölgun nemenda Skráningu í dreifnám fyrir vorönn lauk um síðustu helgi og mun nemendum dreifnáms í Austur-Húnavatnssýslu fjölga um sex um áramót og hefja því 19 nemendur nám að loknu jólaleyfi. Nýnemarnir eru ólíkir inn- byrðis, þeir hafa ýmist verið í öðrum skólum nú á haustönn og eru að flytja heim eða eru að byrja nám eftir langt hlé. Einnig eru dæmi um að nemendur hafi búið á heimavist FNV og nýti nú tækifærið og haldi áfram námi í heimabyggð, segir Ásdís Ýr Arnardóttir, umsjónamaður dreifnámsins. Hún segir þessi tíðindi vera sérlega gleðileg og sýna svo ekki verður um villst að dreifnám í A-Hún sé að festa sig í sessi og sanna gildi sitt fyrir heimamönnum./PF Dreifnám í A-Hún FERSKUR Á NETINU Feykir.is Þú finnur þínar fréttir á...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.