Feykir


Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 5

Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 5
46/2013 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Powerade-bikar karla : Tindastóll - Reynir Sandgerði 130-62 Helgadagur í Síkinu Það var spilað í Powerade-bikarkeppni KKÍ á Króknum sl. sunnudag en í karlaflokki komu Sandgerðingar í heimsókn. Því miður var fátt um fína drætti í liði gestanna og leikurinn algjörlega óspennandi frá nánast fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Í liði heimamanna voru Helgarnir Viggós og Margeirs ómótstæðilegir og virtust skemmta sér hið besta þær mínútur sem þeir fengu að leika sér í 130-62 stórsigri. Leikmenn Reynis héldu í við Stólana fyrstu þrjár mínúturnar en í stöðunni 12-9 skildu leiðir og heimamenn pressuðu ráðþrota gestina í kaf. Helgi Margeirs fann sparifjölina sína og skaut Sandgerðina í kaf en það var oftar en ekki sem Reynismönnum mistókst að koma boltanum yfir miðjuna og ódýrar körfur Stólanna fylgdu í kjölfarið. Gestirnir voru ekki í nokkru formi til að eiga við spræka Stóla en það er ekki oft sem maður hefur séð Bárð rúlla öllum mannskapnum í fyrsta leikhluta líkt og í þessum leik – fyrir utan Flake sem var hafður á bekknum nánast upp á punt og kom ekki við sögu í leiknum. Staðan var 32-14 að loknum fyrsta leikhluta og ekki tók betra við hjá gestunum í öðrum leikhluta en hann endaði 45-12 og staðan því 77- 26 í hálfleik. Heldur hægðu heimamenn ferðina í síðari hálfleik, nema kannski Helgi Viggós sem hreinlega valtaði yfir allt og alla en kappinn gerði 37 stig í leiknum, hirti 16 fráköst, þ.m.t. 7 í sókninni og þá stal hann 7 boltum líkt og Pétur Birgis. Stólarnir tóku 63 fráköst gegn 46 gestanna og áttu 51 3ja stiga skot en settu 15 niður en þar var Helgi Margeirs vaskastur með 6 í 10 til- raunum. Finnbogi Bjarna setti niður 3 þrista í 7 tilraunum en boltinn gekk vel í sókninni og leikmenn Tindastóls í endalausum opnum færum allan leikinn. Þriðji leikhluti vannst 26-13 en í fjórða leikhluta opnaðist aðeins fyrir Reggie Dupree en hann hefur örugglega átt skemmtilegri stundir en í Síkinu í dag. Lokatölur 130-62. Tindastólsmenn eru því komnir í 8 liða úrslit í Powerade-bikarnum og vonandi verða lukku- dísirnar á okkar bandi þegar dregið verður í næstu umferð. Næstkomandi föstudag spila strákarnir við Vængi Júpiters í Rimaskóla í 1. deildinni og annan föstudag verður toppslagur í Síkinu þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn en bæði liðin hafa hingað til sigrað alla leiki sína. /ÓAB Stig Tindastóls: Helgi Viggós 37, Helgi Margeirs 22, Viðar Ágústs 12, Finnbogi 11, Pétur Birgis 11, Proctor 10, Friðrik Stefáns 8, Sigurður Stefáns 7, Páll Bárðar 5, Ingvi Ingvars 5 og Ingimar Jóns 2. Eitthvað ævintýralegt á bakvið fjöllin Út er kominn nýr diskur með þeim Fúsa Ben og Vordísinni sem inniheldur níu frum- samin lög og texta eftir þau sjálf og eru lögin að þeirra sögn mjög fjölbreytt. Diskurinn sem ber heitið Tímamót - Behind the mountains, er tekinn upp og unninn af Fúsa í Stúdíó B e n m e n . H l j ó ð f æ r a - skipan er allt frá því að vera kassagítar og svo trommur, bassi gítar, píanó og fleiri hljóðfæri auk söngs. -Blanda af ýmsum tónlistarstefnum. Acoustic stíll yfir flestum lögunum og ein- lægni, segir Silla sem semur alla textana á disknum. Hún segir að sennilega séu þrjú ár síðan þau byrjuðu að semja fyrsta lagið á plötuna og hafa svo komið eitt og eitt en síðasta lagið sömdu þau í sömu vikunni og platan fór í framleiðslu. Samvinna þeirra Sillu og Fúsa gengur greinilega vel en hún segir að stundum komi hún með laglínu sem Fúsi vinnur úr en stundum semur Fúsi lög sem hún semur svo laglínu við. Nafnið á plötunni, Tíma- mót - Behind the mountains, á sér smá sögu en Silla varð 30 ára fyrir tveimur árum og ákvað hún að koma út plötu í stað þess að halda upp á afmælið. Var hún strax ákveðin í því að platan myndi hafa bæði íslenskt og enskt nafn. Þarna urðu viss tímamót í hennar lífi og fannst hún þurfa að gera e i t t h v a ð , Behind the m o u n t a i n s kemur svo út frá því að það er eitthvað ævintýralegt á bakvið fjöllin. Þau skötu- hjú stefna á að halda útgáfutónleika í janúar eða febrúar á nýju ári en til þess að það gangi eftir þarf að æfa upp hljómsveit sem spilar með þeim þar sem Fúsi lék á öll hljóðfærin inn á diskinn en eins og nærri má geta á erfitt með að spila á þau öll í einu. Diskinn er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð, KS Varma- hlíð, KS Hofsós, Hlíðarkaup og fer að þeirra sögn væntan- lega fljótlega í sölu á Akureyri og í Reykjavík. Einnig er hægt að hafa sam-band við þau á Facebook undir Fúsi Ben & Vordísin eða senda tölvupóst á sigfusben@gmail.com. /PF Tímamót hjá Fúsa Ben og Vordísinni Fúsi Ben og Vordísin. Mynd: Hjalti Árnason Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013 Jóhann Björn og Þóranna Ósk best Jóhann Björn, Þóranna Ósk, Haukur Ingvi og Fríða Ísabel. Mynd: Tindastóll.is Óskað eftir ábendingum Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2013. Óskað er eftir ábendingum um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnis- grein árið 2013. Ábendingarn- ar skulu berast stjórn USVH fyrir 11. desember nk. Hægt er að skila inn ábendingum ásamt greinagerð yfir árangur ársins á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, eða með tölvupósti á netfangið usvh@ usvh.is. /PF Íþróttamaður ársins hjá USVH Uppskeruhátíð frjálsíþrótta- fólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember sl. í hátíðarsal Fjölbrauta- skólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jóhann Björn Sigurbjörns- son og Þóranna Ósk Sigurjóns- dóttir voru útnefnd „Frjáls- íþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum. Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls voru fjölmargar aðrar viðurkenningar veittar fyrir góð afrek og ástundun. /PF Powerade bikar konur : Tindastóll - Snæfell 46-94 Tap gegn sterku liði Snæfells Tindastólsstúlkur mættu ofjörlum sínum er léku gegn liði Snæfells í Powerade bikarnum sl. sunnudag. Þrátt fyrir mikinn getumun var þar um fínustu skemmtun að ræða samkv. heimasíðu Tindastóls og sást það strax í upphafi leiks að Hólmarar voru ekki komnir norður í land til að slaka eitthvað á. -Gaman var að sjá ungt lið Tindastóls eiga við stelpurnar úr Hólminum og geta þær borið höfuðið hátt eftir að berjast hetjulega allan leikinn og fengið dýrmæta reynslu að spila við eitt af bestu liðum landsins. Þrátt fyrir yfirburði Snæfells héldu stelpurnar ótrauðar áfram og börðust allt til enda og eiga þær hrós skilið fyrir það, allar stúlkurnar komu við sögu í leiknum og er það bara flott fyrir þær að fá svona stóran leik í reynslubankann, segir á Tindastóll.is. Lokatölur urðu 46-94 fyrir Snæfell. Næsti leikur hjá stelpunum er við topplið Breiðabliks 8. des. í Síkinu og má búast við hörkuleik þar. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.