Feykir


Feykir - 05.12.2013, Qupperneq 7

Feykir - 05.12.2013, Qupperneq 7
46/2013 Feykir 7 Penny’s diner í Kaliforníu. Agnes og Íris í New Orleans. Agnes og Íris slaka á aftur í í húsbílnum. Anna og Stefanía bíða spenntar eftir matnum í New Orleans. Stelpurnar eyddu Halloween í Bandaríkjunum, frá vinstri Anna, Stefanía, Íris og Agnes. Baldvin Jónsson frá Molastöðum minnist æskuáranna Drengurinn – Myndbrot frá bernsku Drengurinn frá Molastöðum með nýútgefna bókina. Út er kominn ritlingurinn Drengurinn þar sem Baldvin Jónsson frá Molastöðum hefur dregið upp í texta nokkur myndbrot úr æsku sinni, allt frá fyrstu minningu til fermingar. „Sá veruleiki sem hann ólst upp við á fyrri hluta síðustu aldar er víðsfjarri því umhverfi sem fólk býr við í dag. Þrátt fyrir það er hugarheimur barnsins líkur og áður þótt aðstæður séu gjörbreyttar,“ segir á baki ritsins. Höfundurinn sem nú býr á Sauðárkróki fæddist árið 1934 í Móskógum á Bökkum í Vestur- Fljótum. Árið 1940 fluttist fjöl- skyldan að Molastöðum í Austur-Fljótum og þar ólst Baldvin upp í stórum systkina- hópi, áttundi í röð þrettán systkina. Hann segir að kveikjan að því að skrifa þessi sögubrot hafi komið til út frá því hversu margt er ólíkt því sem núna er. -Sá tími sem ég ólst upp á er alveg gjörólíkur nútímanum og ekki lengri tími liðinn. Þetta hefur breyst svo ört. Unglingar nútímans þekkja þetta ekki og hvernig aðstæður þetta voru þá. Það var aðallega það sem vakti fyrir mér með þessu, segir Baldvin. Þar sem ritið er ekki stór bók vill Baldvin kalla það ritling líkt og jepplingur er ekki fullkominn jeppi. Hægt er að nálgast ritið í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup og KS Varmahlíð en einnig er hægt að hafa samband við höfund. Baldvin vill koma því á framfæri að vegna mistaka misritaðist á bókabaki nafn frænku hans sem skreytti bókina með teikningum hún heitir Sjöfn Guðmundsdóttir. Feykir fékk leyfi til að birta Jól Þegar vetraði kom það í verkahring þeirra bræðra að bera heim eldiviðinn. Hann hafði verið settur í hlaða, tyrft yfir og búið þannig um að ekki kæmist bleyta í móinn. Eldiviðar- hlaðinn var spölkorn frá bænum og gat verið kaldsamt í skafrenningi og frosti að brjóta upp hlaðann og plokka eldiviðarflögurnar í pokann og draga þetta síðan heim á skíðasleða. Betra hefði verið að hafa eldiviðarskúr heima við bæinn og flytja móinn heim á haustin, en viðkvæðið var: „Þetta herðir ykkur“, og hefur eflaust gert það. Jólin áttu, og eiga, alltaf stóran sess í hugum barnanna. Svo var það einnig hjá börnunum á þessum bæ. Það var mikil tilhlökkun þegar jólin nálguðust, ekki vegna þess að þau ættu von á svo mörgum gjöfum, því þeim var ekki til að dreifa. Kannski ný plögg, ný flík eða kertapakki og spil en það fengu þau frá einu heimili í sveitinni. Það var bannað að spila á spil á aðfangadagskvöld, því ef það var gert var talin hætta á að Ljótikallinn kæmi í spilið og gerði eitthvað af sér. Er jólin nálguðust fannst Drengnum að þau væru í loftinu allt í kring, átti bara eftir að ná þeim og koma niður á jörðina. Þegar epla- og hangikjötslyktin var komin í húsið, voru jólin eiginlega alveg að koma. Í nógu að snúast hjá húsmóðurinni þessa daga fyrir jólin, líklega eitthvað meira en aðra daga, þó alltaf væri reyndar nóg að gera á barn- mörgu heimili. Á aðfangadag voru allir kropparnir settir í bað. Þá var kveiktur eldur í hlóðum og hitað vatn í slátur- pottinum góða, sem síðan var hellt í þvottabalann og í honum var svo baðað. Þetta var heilmikill buslugangur. Þegar baðið var búið fóru allir í hrein föt og þá var bara að bíða eftir jólunum, sem komu á slaginu klukkan sex. Það var ekkert jólatré, en kertin voru sett hingað og þangað um bæinn svo að birtan yrði meiri en venjulega. Í huga Drengsins, seinna meir, voru þessi jól í torfbænum, þau bestu jól sem hann hafði upplifað. Þá fannst honum jólin vera í honum sjálfum. efni úr bókinni og þar sem aðventan er hafin er tilhlýðilegt að skoða hvernig jólin gengu fyrir sig hjá Drengnum. /PF

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.