Feykir


Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 11
46/2013 Feykir 11 Finnbogi og Sigrún á Skagaströnd kokka Sjúklega góðir þorskhnakkar FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að setja skóinn út í glugga strax í kvöld. Tilvitnun vikunnar Líkt og kletturinn lætur vindinn ekki á sig fá, lætur greint fólk hrós og skammir ekki á sig fá. - Buddha Sudoku ÓTRÚLEGT EN KANNSKI SATT Skák og mát Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen varð í síðustu viku heimsmeistari í skák eftir öruggan sigur á Indverjanum Viswanathan Anand með sex og hálfum vinningi gegn þremur og hálfum. Þegar annar hvor kóngurinn er felldur er leiknum lokið með máti. Ótrúlegt en kannski satt kemur orðasambandið „skák og mát“ úr persnesku, "Shah Mat", og þýðir "konungur er dauður." Á afmæli J. Hall. Það var þungt í Jónasi mínum þegar við sátum kvöld eitt yfir öli og hann rifjaði upp nóttina forðum við Galtará. Sú nótt var honum algjör ferðalok. Brostinni röddu mælti hann fram þessar línur: Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali, ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur Það eru þau Finnbogi Guðmundsson og Sigrún Líndal Þrastardóttir á Skagaströnd sem eru matgæðingar Feykis þessa vikuna og ætla þau að bjóða uppá svo góða þorskhnakka að það er varla heilbrigt og heitan eplarétt með ís. Þau Finnbogi og Sigrún skora á Jónas Fanndal Þor- valdsson og Maríu Ösp Ómars- dóttur að koma með eitthvað ljúffengt. AÐALRÉTTUR Sjúklega góðir þorskhnakkar að hætti pabba 4 þorskhnakkar 8 hvítlauksrif (fínsaxað) ½ rauð paprika (strimlar) ½ gul paprika (strimlar) 1 rauðlaukur saxaður ½ púrrulaukur (graslaukur) 1 fiskiteningur 1 kjúklingateningur ½ lítri vatn 2 tsk karrý 1 tsk cummen matreiðslurjómi með matreiðslurjóma. Borið fram með sætum kartöflum með rósmarín og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Heitur eplaréttur með ís 3 græn epli 125 gr sykur 125 gr smjör 125 gr hveiti Salthnetur Súkkulaði rúsínur Aðferð: Eplin eru afhýdd og skorin í litla bita. Hveiti, sykur og smjör er sett í skál og blandað saman með hönd- unum. Eplin eru sett í botninn á eldföstu móti og hveiti- blandan sett yfir, salthnetum stráð yfir. Sett inn í ofn á 180°C í 40 mín. eða þar til rétturinn hefur fengið gullinbrúnan lit. Rétturinn tekin út og súkku- laðirúsínum stráð yfir. Borið fram heitt með vanilluís. Verði ykkur að góðu! ÞORSTEINN INGI KÁRASON -Hurðaskellir af því að hann skellir hurðum. Feykir spyr... [SPURT Á KIRKJUTORGI Á SAUÐÁRKRÓKI] Hver er uppáhalds jólasveinn- inn þinn? MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Aðferð: Léttsteikja lauk í smjöri, bæta hvítlauk út í og svo papriku. Þegar búið er að svissa þetta er volgu vatni hellt yfir og teningarnir og kryddin sett út í og soðið. Steikja þorskhnakkana sem hafa verið velt upp úr hveiti og kryddaðir aðeins með salti og pipar, setja þá í eldfast mót og hella síðan helmingnum af grænmetis- blöndunni yfir. Sett inn í ofn og eldað í u.þ.b 20 mín. á 200°C. Hinn helmingurinn af græn- metisblöndunni er settur í pott og notaður í sósu og þykkt REBEKKA ELÍNA RÓBERTSDÓTTIR -Stúfur af því að hann er lítill. ANTON ÞORRI AXELSSON -Stekkjastaur af því að hann stelur kindum. UNA KAREN GUÐMUNDSDÓTTIR -Stúfur af því að hann er lítill eins og ég.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.