Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Í dag er útlit fyrir vestan 8 til 13 metra á sekúndu og skúrir eða slydduél. Norðlægari austanlands með rigningu á láglendi, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Svalt í veðri, hiti 2 til 7 stig. sjá síðu 14 Smáverktaki á minigröfu Rúmlega fimmtugur smáverktaki í Laugarási, sem vann skemmdir á eigin húsi með minigröfu og velti jeppa eftir eltingaleik við lögreglu var ekki þekktur fyrir spellvirki af íbúum á svæðinu. Kona mannsins og börn voru inni í húsinu er hann réðst til atlögu. Þau leituðu skjóls hjá nágrönnum. Maðurinn er í öðru sæti lista Nýs afls í kosningum til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Framboðið fundaði um málið í gærkvöld. Fréttablaðið/SteFán stjórnsýsla „Ég er í stjórn sund- deildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugar- dal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir til- löguna fela í sér að láta skoða loft- gæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þríf- ist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðk- endur finni fyrir. „Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfir- borðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir inni- laugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laug- ardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svo- kölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM- gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði bað- vatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan. mikael@frettabladid.is Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. Herdís anna Þorvaldsdóttir segir sundfólk finna fyrir óþægindum í innilaug laugardalslaugar og vill láta kanna loftgæðin. Fréttablaðið/andri Allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . 21. maí í 7 nætur GRIKKLAND Tolo & Loutraki í beinu flugi til Aþenu Stökktu Loutraki í Grikklandi kr. 69.995 á mann m/morgunmat Stökktu Tolo í Grikklandi kr. 79.995 á mann m/hálfu fæði 595 1000 . heimsferdir.is skipulagsmál Félagsstofnun stúd- enta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félags- menn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Ritað var undir samninga þessa efnis í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að skipulagssamkeppni hafi verið haldin um skipulag í Skerjafirði og verið sé að vinna að deiliskipu- lagstillögu á grundvelli hennar. Um er að ræða landsvæði sem opnaðist sem byggingarland þegar litlu flug- brautinni var lokað. Bjarg, sem er íbúðafélag verka- lýðshreyfingarinnar, hefur fengið vilyrði fyrir lóð þar sem leyft verður að byggja 100 íbúðir, en samkvæmt samkomulagi við Félagsstofnun stúdenta verða byggðar 160 íbúðir. – jhh Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Efnahagsmál Rúmlega 80 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR töldu stöðu efnahagsins vera nokkuð eða mjög góða, en það eru 15 prósentustigum fleiri en ári áður. Einungis fjögur prósent svarenda kváðu stöðuna mjög slæma, sex prósentustigum færri en á sama tíma í fyrra. Eldri svarendur voru líklegri held- ur en þeir yngri til að telja stöðuna góða. Bjartsýni á stöðu efnahagsins jókst einnig með auknu menntunar- stigi og auknum heimilistekjum. Könnunin var gerð dagana 13. til 19. apríl 2018 og var heildarfjöldi svarenda 910 manns, 18 ára og eldri. – jhh Fleiri ánægðir með efnahaginn Dómsmál 2,3 milljarða skaðabóta- kröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arn- arssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Félagið Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. og var í eigu Kristins Björnssonar heitins, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og systkina hans. Félagið er nú í eigu Björns Thorsteinssonar en hann er systursonur Kristins. Sólveigu var stefnt í málinu þar sem hún situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn. Krafa Lyfjablóms var tilkomin vegna viðskipta sem tengjast fjár- festingafélaginu Gnúpi. Taldi félagið að stefndu, auk Kristins, „hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekk- ingum“ vegna fjárfestinga í félaginu. Dómari málsins taldi málatil- búnað Lyfjablóms hins vegar svo óskýran að ekki væri annað hægt en að vísa málinu frá dómi. – jóe Milljarða bótakröfu vísað frá héraðsdómi 1 5 . m a í 2 0 1 8 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -9 0 6 0 1 F C 4 -8 F 2 4 1 F C 4 -8 D E 8 1 F C 4 -8 C A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.