Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 6
Framboðslistar í Hafnarfirði Framsókn og Óháðir 1. Ágúst Bjarni Garðarsson 2. Valdimar Víðisson 3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir 4. Margrét Vala Marteinsdóttir Viðreisn 1. Jón Ingi Hákonarson 2. Vaka Ágústsdóttir 3. Þröstur Emilsson 4. Sunna Magnúsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn 1. Rósa Guðbjartsdóttir 2. Kristinn Andersen 3. Ólafur Ingi Tómasson 4. Helga Ingólfsdóttir Bæjarlistinn Hafnarfirði 1. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 2. Birgir Örn Guðjónsson 3. Helga Björg Arnardóttir 4. Sigurður Pétur Sigmundsson Miðflokkurinn 1. Sigurður Þ. Ragnarsson 2. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir 3. Jónas Henning 4. Gísli Sveinbergsson Píratar 1. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir 2. Kári Valur Sigurðsson 3. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir 4. Hallur Guðmundsson Samfylkingin 1. Adda María Jóhannsdóttir 2. Friðþjófur Helgi Karlsson 3. Sigrún Sverrisdóttir 4. Stefán Már Gunnlaugsson Vinstrihreyfingin grænt framboð 1. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 2. Fjölnir Sæmundsson 3. Kristrún Birgisdóttir 4. Júlíus Andri Þórðarson SveitarStjórnarkoSningar Hafnarfjörður2018 Íbúar í Hafnarfirði 1. janúar 2014 27.357 1. janúar 2018 29.412 Skuldir á hvern íbúa 1.683.239 kr. Skuldahlutfall nú* 153% Skuldahlutfall árið 2014 177% *Samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi Úrslit sveitarstjórnar- kosninga 2014 Framsókn 0 fulltrúar 6,6% Sjálfstæðisflokkurinn 5 fulltrúar 35,8% 20,2% 11,7% 6,7% 19% Samfylkingin 3 fulltrúar Vinstri græn 1 fulltrúi Píratar 0 fulltrúar Björt framtíð 2 fulltrúar Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar launagreiðenda og viðkomandi stéarfélaga eiga ré til fundarsetu með málfrelsi og tillöguréi og eru þeir hvair til að mæta. Reykjavík, 25. apríl 2018 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur 2018 Yfirlit yfir aomu ársins 2017 Breyting á hreinni eign í m.kr. 2017 2016 Iðgjöld 2.566 2.527 Lífeyrir -4.446 -4.138 Hreinar †árfestingatekjur 4.671 2.606 Rekstrarkostnaður -190 -159 _________ _________ Breyting á hreinni eign 2.601 836 Hrein eign frá fyrra ári 74.061 73.226 _________ _________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 76.662 74.062 _________ _________ Efnahagsreikningur í m.kr. Eignarhlutir í félögum og sjóðum 8.902 9.670 Skuldabréf 67.492 64.218 Bundnar bankainnistæður 60 172 Kröfur 217 237 Handbært fé 533 60 Ýmsar skuldir -542 -295 _________ _________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 76.662 74.062 _________ _________ Kennitölur Nafnávöxtun 6,1% 3,4% Raunávöxtun 4,3% 1,3% Raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,0% 3,8% Raunávöxtun 10 ára meðaltal 3,5% 3,9% Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 20,7% 22,9% Virkir sjóðfélagar 392 446 Fjöldi lífeyrisþega 3.151 2.915 Sjóðfélagar í árslok 17.506 17.672 Starfsemin var með hefðbundnum hæi á árinu 2017. Á árinu greiddu að meðaltali 392 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins og námu heildariðgjöld ársins 2.566 m.kr. með aukaframlagi launagreiðenda. Að meðaltali fengu 3.151 einstaklingar greiddan lífeyrir frá sjóðnum og nam hann 4.446 m.kr. Rekstrarkostnaður nam 190 m.kr. Raunávöxtun sjóðsins var 4,3% og námu hreinar †árfestingatekjur ársins 4.671 m.kr. Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði um 2.601 m.kr. á árinu og nam 76.662 m.kr. í árslok. Tryggingafræðileg úekt sjóðsins sýnir að heildareignir sjóðsins umfram heildarskuldbindingar eru um 21.347 m.kr. Enginn starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum, en Brú lífeyrissjóður hefur annast rekstur sjóðsins frá 1998. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 12:00 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. Í stjórn sjóðsins sitja: Heiða Björg Hilmisdóir, formaður stjórnar, Ása Clausen, Halldór Halldórsson, Heiðar Ingi Svansson og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri: Gerður Guðjónsdóir Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Kynning á breytingum á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Átta framboð bjóða fram krafta sína í Hafnarfirði í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Viðreisn bjóða nú fram í fyrsta sinn auk Pírata og fjór- flokkanna svokölluðu. Björt framtíð og Sjálfstæðis- flokkur hafa farið með meirihluta í Hafnarfirði síðustu fjögur ár. Fyrr- nefnda framboðið hlaut þá góða kosningu og komst í oddaaðstöðu við myndun meirihluta síðast. Skuldir sveitarfélagsins, líkt og langflestra sveitarfélaga landsins, hafa lækkað á kjörtímabilinu og fólki hefur fjölgað í bæjarfélaginu. Hins vegar finnst oddvitum flestra framboða ekki nægilega mikið gert í þeim efnum og skortur á húsnæði nokkur. Samtök iðnaðarins til að mynda segja aðeins um 150 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði á meðan þær eru um 500-1.700 í nágrannasveitar- félögunum. Oddviti Viðreisnar og Bæjarlist- ans eru sammála um að mikilvægt sé að ráða ópólitískan bæjarstjóra yfir sveitarfélagið. Viðreisn setur það sem ófrávíkjanlega reglu við myndun meirihluta, komist fram- boðið í þá aðstöðu. „Bæjarlistinn Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð með fókusinn á Hafnarfirði. Bæjarlistinn vill að bæjarstjóri verði áfram ráðinn á fag- legum grunni og að áfram verði lögð megináhersla á ábyrga fjármála- stjórn,“ segir Guðlaug Kristjáns- dóttir, oddviti hins nýja bæjarlista. „Við leggjum áherslu á að halda áfram á sömu braut ábyrgrar fjár- málastjórnunar. Það sem hefur haft mikil áhrif á bættan fjárhag er að undanfarin tvö ár hefur einungis verið framkvæmt fyrir eigið fé sveitar- félagsins,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Vegna mun betri rekstrar hafa skapast skil- yrði til að efla og bæta þjónustuna og lækka álögur og gjöld.“ Framsókn og óháðir vilja frían mat í skólum bæjarins. „Málefni barnafjölskyldna eru okkur hugleik- in. Við viljum skoða þann mögu- leika að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og að frístundakort fyrir eldri borgara verði um 70 þús- und krónur á næsta kjörtímabili. Einnig skiptir máli að Hafnarfjörður verði aftur samkeppnishæfur og að auka húsnæðisframboð,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra. „Hafnarfjörður er engan veginn að standa sig í að fjölga íbúðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, odd- viti Miðflokksins. „Við þurfum að fjölga íbúðum og verktakar hér í bæ eru farnir að leita í önnur bæjar- félög eftir verkefnum sem hefur ekki tíðkast í um þrjá áratugi.“ Jón Ingi Hákonarson í Viðreisn segir markmiðið að auka sam- vinnu í bæjarfélaginu. „Við þurfum að bæta samvinnu í bæjarstjórn milli minni- og meirihluta, sem og að auka samvinnu sveitarfélaga á höfuð borgarsvæðinu. Af því sem við leggjum áherslu á er að Reykjanes- braut fari í stokk frá Fjarðarkaupum til N1 á Lækjargötu og að við setjum sálfræðing í alla grunnskóla bæjar- ins,“ segir Jón Ingi. Elín Ýr Hafdísardóttir, oddviti Pírata, segir það eitt mikilvægasta málið á næsta kjörtímabili að fjölga íbúðum í byggingu. „Við þurfum að auka framboð á húsnæði fyrir fjölbreyttari hópa og flýta bygg- ingartíma. Einnig leggjum við mikla áherslu á gegnsæi og ábyrga stjórn- sýslu sveitarfélagsins.“ Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir nefnir auk húsnæðismálanna mikil- vægt að bærinn kaupi fleiri íbúðir og auki framboð á félagslegu hús- næði. „Hér í bæ eru 196 umsóknir í brýnni þörf og þar erum við með um 90 börn. Fátækt barna skiptir sveitarfélagið máli. Einnig þurfum við að brúa bilið milli fæðingar- orlofs og dagvistunarúrræða með því að setja á laggirnar ungbarna- leikskóla.“ Adda María Jóhannsdóttir, odd- viti Samfylkingar, segir mikilvægt að fjölga íbúðum í byggingu svo bærinn standist öðrum sveitarfélög- um snúning á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru of fáar íbúðir í byggingu. Einnig leggjum við upp úr því að fjölga aftur leikskólaplássum sem var fækkað á þessu kjörtímabili.“ Íbúðum verði fjölgað Átta framboð bjóða fram krafta sína í Hafnarfirði. Minnihlutinn sammála um að lítið sé gert í að auka framboð á húsnæði í bænum. Meirihlutinn vill halda áfram þeirri ábyrgu fjármálastjórnun sem hann segir að hafi einkennt bæinn. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 1 5 . m a Í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t a B L a Ð I Ð 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -B 7 E 0 1 F C 4 -B 6 A 4 1 F C 4 -B 5 6 8 1 F C 4 -B 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.