Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 9
Álið verður aftur nýtt 2018 | Ársfundur Samáls Dagskrá: 8:00 Morgunverður 8:30 Ársfundur Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls Staða og framtíð íslensks áliðnaðar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra Ávarp Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU Horfur í áliðnaði á heimsvísu Líf Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni Tækifæri í endurvinnslu- málum á Íslandi Nytjahlutir verða til úr áli í sprittkertum Studio Portland Kerti verður til Nemendahópur úr Verzlunarskóla Íslands Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls Ál og fi skur 10:00 KaŒ spjall að loknum fundi Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 16. maí undir yfi rskriftinni Álið verður aftur nýtt. Fjallað verður um stöðu og horfur í áliðnaði á Íslandi og á heimsvísu. Rýnt er í tækifæri til að gera betur í söfnun, fl okkun og endurvinnslu áls. Sýningin #Endurvinnumálið verður sett upp og fulltrúar hönnunarteyma segja frá gerð nytjahluta úr áli í tilefni af endurvinnslu- átaki áls í sprittkertum. Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verður kaŒ og veitingar. Fundarstjóri er Bjarni Már Gylfason. Skráning fer fram á vefsvæði Samáls: www.samal.is. Íslenskt samfélag hefur breyst geysilega á seinustu áratugum. Það er mun fjölbreyttara en það hefur nokkurn tímann verið, þökk sé töluverðum fjölda innflytjenda frá ýmsum löndum. Mikill meiri hluti þessara íbúa tekur þátt í sam- félaginu og leggur sitt af mörkum til hagkerfisins. Þetta fólk er að gera góða hluti. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá útlendinga, það er nóg að líta í kringum okkur – versl- anir, veitingastaðir, bensínstöðvar, nýbyggingar – það sést hvernig þeir þjóna samfélaginu og stunda oft mjög kröfuharða og erfiða vinnu eins og í byggingageiranum. Á sama tíma eru örfáir nýbúar í stjórnmálum á Íslandi. Það er ekki lengur fyndið að hafa þennan „eina“ útlending á Alþingi eða í bæjarstjórn. Þetta er líka merki þess að aðlögun nýbúa hér gengur ekki nógu vel. Það er ekki nægur stuðningur í tungumálakennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og alls staðar reka nýbúar sig á þennan ósýnilega íslenskuvegg. Atvinnuauglýsingar eru á ensku ef það er verið að auglýsa eftir starfsfólki í þrif, annars nær undan- tekningarlaust á íslensku. Og það gefur óbein skilaboð; þeir sem ekki tala góða íslensku eru annars flokks. Eins og fram hefur komið í tengslum við #Metoo byltinguna er þessi hópur mjög viðkvæmur fyrir hvers konar misnotkun. Það er líka hætta á að hér myndist stór hópur innflytjenda sem vinnur láglauna- störf og hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín, fastur í fátæktar- gildru. Þátttaka mín í stjórnmálum á Íslandi Ég hef búið í meira en 20 ár á Íslandi og samt er íslenskan mín langt frá því að vera fullkomin. Ég hef samt ekki látið það aftra mér frá því að taka þátt í stjórnmálum hér og hef verið í Vinstri grænum í meira en 10 ár. Ég vil að allir fái tækifæri til menntunar og fyrir nýbúa þá tel ég að stuðningur í tungumálakennslu sé þar lykilatriði. Ég vil einnig að nýbúar taki virkan þátt og verði sýnilegri í stjórnmálum á Íslandi, alveg óháð tungumálakunnáttu sinni, litarhætti og uppruna. Og ég vil hvetja þá til að taka þátt í bæjar- stjórnarkosningunum og styðja VG. Stefna VG í málum útlendinga er sanngjörn, hvetur til meiri mennt- unar og velferðar, ásamt stórbættu upplýsingastreymi og leggur mikla áherslu á menntun fyrir börn nýbúa. Saman getum við mótað samfélag sem styður við fólk hvaðan sem það kemur. Samfélag sem fagnar fjöl- breytileikanum. Hvar áttu heima? Hvaðan kemur þú? Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og með- ferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í vel- ferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðv- um, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og for- dómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá gras- rótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúk- dómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og sam- ferðafólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleið- ingarnar eru miklar og áþreifan- legar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjöl- skyldu sem glímir við þennan sjúk- dóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúk- dómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa alla með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkra- húsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að ein- staklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíkn- sjúkdómi sinnir öllum störfum þjóð- félagsins, það er í móður- og föður- hlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá sam- band. Það eru allir velkomnir til SÁÁ. Er fólk með fíknsjúkdóm afgangsstærð? Amid Derayat skipar 2. sæti Vinstri grænna í Kópavogi Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Von- brigði og leiði, reiði og ásak- anir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmda- stjóri lækninga SÁÁ S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9Þ R i ð J u D A G u R 1 5 . m A í 2 0 1 8 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 4 -A 4 2 0 1 F C 4 -A 2 E 4 1 F C 4 -A 1 A 8 1 F C 4 -A 0 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.