Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 12
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Gísli Böðvarsson Mánabraut 10, Þorlákshöfn, lést laugardaginn 7. apríl sl. Úförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi fyrir hlýhug og umönnun í veikindum hans. Guðrún Oddsdóttir Jónína Böðvarsdóttir Hans Hilaríusson Guðbjörg Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Böðvar Gíslason María Sigurðardóttir Rafn Gíslason Sigurlaug B. Gröndal Jón Ellert Gíslason Kolbrún Viggósdóttir Gísli Rúnar Gíslason Sylvía Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Gísli S. Gíslason brúarsmiður, Miðgrund, Skagafirði, lést miðvikudaginn 9. maí á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju föstudaginn 18. maí klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ingibjörg Jóhannesdóttir Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason Systir mín og frænka okkar, Þórhildur Þorsteinsdóttir (Dúdda) lést þann 12. maí á heimili sínu í Fuengirola á Spáni. Útför verður auglýst síðar. Þorsteinn Þorsteinsson Gauti Kristmannsson Leifur Ragnar Jónsson Þorsteinn Kristmannsson Kristín Ragna Jónsdóttir Kristmann Egill Kristmannsson Jón Ragnar Jónsson Eiður Páll Sveinn Kristmannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Árnason Strikinu 4, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 17. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, www.nyra.is, 0334-26-001558, kt. 670387-1279. Auður Gunnarsdóttir Margrét Haraldsdóttir Ingunn Edda Haraldsdóttir Errol Bourne Gunnar Haraldsson Jóna Margrét Kristinsdóttir afabörn og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Steinunn Valtýsdóttir er látin. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni þann 16. maí kl. 13. Kristín Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Michael Dal Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásgeir Haraldsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldvin Einarsson Fróðengi 1 (lengst af Bláskógum 6), lést á Landspítalanum 8. maí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 11.00. Sigurveig Haraldsdóttir Einar Baldvinsson Aðalheiður Jónsdóttir Jón Heiðar Baldvinsson Jóhanna Sturlaugsdóttir Gunnar Baldvinsson Björg Sigurðardóttir Eyrún Baldvinsdóttir Stefán Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, Guðjóna Eygló Friðriksdóttir frá Eyrarlandi, Þykkvabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. maí. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Þykkvabæjarkirkju njóta þess. Jón Viðar Magnússon Hrafnhildur Bernharðsdóttir Friðrik Magnússon Hrafnhildur Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vist­ ina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisv­ ar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guð­ mundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í ann­ arri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráð­ herra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert ein­ hliða af stjórninni án samráðs við hags­ munaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyld­ urnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga ára­ tugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þing­ sköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræð­ unnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur. joli@frettabladid.is Lengsta þingræðan tvítug „Rothögg“ félagslega húsnæðiskerfisins var Jóhönnu Sigurðardóttur svo hugleikið að hún ræddi um það í tíu klukkustundir á Alþingi. Er það lengsta ræða þingsögunnar. Breytt þingsköp þýða að metið mun standa óhaggað. Afmæli ræðunnar var fagnað þann 1. maí. Salur þingsins var nær tómur allan þann tíma sem ræða Jóhönnu stóð yfir. Sérstöku borði var komið fyrir við hlið ræðupúltsins til að gera flutningsmanni ræðunnar dvölina sem besta. Tvisvar var gert hlé á ræðunni á meðan hún var flutt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi. 1 5 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R12 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð tímamót 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -9 A 4 0 1 F C 4 -9 9 0 4 1 F C 4 -9 7 C 8 1 F C 4 -9 6 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.