Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 17

Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 17
 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 5 . m a í 2 0 1 8 Kynningar: Spánarheimili, Fjörður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Von Mathús Hafnarfjörður Starfsfólk fasteignarmiðlunarinnar Spánarheimila (f.v.): Bjarni Sigurðsson, Bjarni Haukur Magnússon, Guðbjörg Hannesdóttir, Hrafnhildur Ósk Eiriksdóttir, Baldur Heimisson og Reynir Logi Ólafsson. Á myndina vantar Susana Garcia Vega. Annað heimili í sólinni Sífellt fleiri íslendingar kaupa fasteignir á Spáni enda býður landið upp á hagstætt verðlag og stöðuga veðurblíðu. Spánarheimili, sem er staðsett í Firðinum í Hafnarfirði, hefur þá sérstöðu að vera eina fasteignamiðlunin sem hefur bæði skrifstofu og starfsmenn á íslandi og á Spáni. Mikill vöxtur hefur verið í sölu fasteigna á Spáni undanfarið ár eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin í mars á síðasta ári. Íslendingar hafa alltaf haft sterkar taugar til Spánar enda býður landið upp á hagstætt verðlag, stöðuga veðurblíðu, fal- legar strandir og góða golfvelli svo fátt eitt sé talið. Sú fasteignamiðlun sem er í fararbroddi þegar kemur að sölu fasteigna á Spáni hér á landi heitir Spánarheimili og er staðsett í Hafnarfirði. Spánarheimili er tíu ára gamalt fyrirtæki og hefur m.a. þá sérstöðu að vera eina fasteigna- miðlunin sem hefur bæði skrif- stofu og starfsmenn á Íslandi og á Spáni. Starfsmenn Spánarheimila, sem eru sjö talsins, búa allir eða hafa búið á Spáni og er því óhætt að segja að þeir þekki aðstæður mjög vel segir Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Spánarheim- ila. „Við búum yfir öflugum og reynslumiklum hópi starfsmanna sem m.a. telur tvo íslenska og einn spænskan lögfræðing ásamt íslenskum fyrrverandi útibússtjóra spænsks banka. Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af sölu og fjármögnun fasteigna á Spáni og þekkir því vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu. Costa Blanca er á Suðaustur-Spáni en það er markaðssvæðið sem við einbeitum okkur að enda stærsta orlofshúsabyggð í Evrópu auk þess sem það er beint flug til og frá Íslandi á svæðið. Einnig seljum við eignir á Tenerife á Kanaríeyjum. Verð fasteigna á þessum slóðum er mjög hagstætt og segja má að hægt sé að selja sumarbústað á Íslandi og kaupa góða eign í sólinni fyrir peninginn í staðinn.“ Framhald á síðu 2 ➛ Kynningarblað 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 4 -C 1 C 0 1 F C 4 -C 0 8 4 1 F C 4 -B F 4 8 1 F C 4 -B E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.