Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 18

Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 18
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Sigurgeir Hreggviðsson sigurgeir@frettabladid.is s, 512 5658 Notaleg sundlaugin, pálmatrén og stöðugt verðurfar gerir dvölina á Spáni ógleymanlega.Við opnun nýju skrifstofunnar sem er til húsa í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Eignir í öllum verðflokkum Þær eignir sem Spánarheimili selja eru í öllum verð- og stærðar- flokkum að sögn Bjarna, frá minni blokkaríbúðum yfir í stór einbýlishús. Hann segir starfs- menn leggja mikinn metnað í að þjónusta viðskiptavini sína vel, allt frá fyrsta fundi í Hafnarfirði og í einhvern tíma eftir kaupin svo tryggt sé að búið sé að ganga frá öllum lausum endum og kaup- endur komnir vel inn í spænskt samfélag. „Ferlið byrjar á einka- viðtali á skrifstofu okkar í Hafnar- firði þar sem farið er í gegnum allt ferlið. Við sýnum viðskiptavinum aðstæður á myndrænu formi, förum vel yfir úrval fasteigna og þessi helstu atriði. Þegar við- skiptavinur er búinn að þrengja valkostina er næsta skref að fara í skoðunarferð til Spánar. Hægt er að velja um 3, 5 eða 7 daga skoð- unarferð á 29.999-49.999 kr. þar sem flug og gisting er innifalin en þá er gist í sambærilegu húsnæði og verið er að skoða. Ef kaupin ganga í gegn fæst þessi kostnaður endurgreiddur.“ Frábær þjónusta Þegar væntanlegir kaupendur mæta til Spánar tekur íslenskur starfsmaður á móti þeim og keyrir þau að gististaðnum. Hann segir kaupferli fasteigna á Spáni mjög frábrugðið því sem þekk- ist á Íslandi og því sé ómetan- legt að hafa starfsmenn þeirra sér til aðstoðar. „Daginn eftir er svo farið í skoðunarferð yfir svæðið, fasteignir skoðaðar sem falla undir óskir þeirra, bankar heimsóttir þar sem m.a. er farið yfir fjármögnun, bankaviðskipti á Spáni og hvernig hægt er að sækja um spænska kennitölu. Ef ákvörðun er tekin um kaup er gerður samningur og við aðstoð- um að sjálfsögðu við allt ferlið, t.d. er snýr að lögfræðiþjónustu, fjármögnun, tilboðum í lán og hugsanlega leiguumsjón. Utan þess aðstoðum við líka við þætti eins og kaup á húsgögnum ef þess þarf, þjónustu iðnaðarmanna ef þess þarf, komum á netsambandi og fleiri praktískum þáttum. Þegar kaupendur hafa fengið eignina afhenta aðstoðum við líka við þætti eins og húsfélagsfundi, hita og rafmagn, aðstoðum við ýmis samskipti við bæjarfélagið og bara almennt við að koma kaupendum hratt og örugglega inn í spænskt samfélag þar sem þeir munu eiga sitt annað heimili um ókomin ár.“ Nánari upplýsingar má finna á www.spanarheimili.is. Framhald af forsíðu ➛ Fasteignirnar í Lomas de Cabo Roig eru einstaklega glæsilegar. Fasteignirnar eru glæsilegar í La Zenia en svæðið er eitt það vinsælasta í þessum hluta Spánar. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . m A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RHAFNARFjöRÐuR 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -B C D 0 1 F C 4 -B B 9 4 1 F C 4 -B A 5 8 1 F C 4 -B 9 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.