Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 20
Hugmyndasam- keppni verður um framtíðarskipulag og niðurstöður ættu að liggja fyrir á 100 ára afmæli bæjarins 1. júní. Bókakaffi á Norðurbakkanum setur skemmtilegan svip á bæjarumhverfið. Það er afslappaður og notalegur sjarmi yfir miðbæ Hafnarfjarðar. Brikk, kaffihús og bakarí við Norðurbakkann hefur verið mjög vinsæll áningarstaður hjá Hafnfirðingum og nærsveitamönnum. Nokkur ár eru liðin frá því að hin ástsæla hljómsveit Papar söng um Hafnar- fjörð og hversu erfitt það væri að yfirgefa bæinn. Miðað við bæjar- braginn þessi dægrin er ljóst að þær textasmíðar eiga jafnvel betur við í dag en þá og fullyrða má að íbúar sveitarfélagsins séu í miklum meirihluta ánægðir með þær breytingar sem orðið hafa á mið- bænum. Þá ánægju mátti meðal annars lesa út úr árlegri þjón- ustukönnun sem Gallup gerir en samkvæmt nýlegum niðurstöðum hennar eru 91% íbúa Hafnar- fjarðar ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. „Miðbær Hafnarfjarðar hýsir marga bestu og jafnframt skemmtilegustu veitingastaði og kaffihús,“ segir Rósa Guðbjarts- dóttir, formaður bæjarráðs, og bætir við að hún vilji helst gera orð Einars Bárðasonar, sam- skiptastjóra Hafnarfjarðar, að sínum en í færslu á samfélags- miðlinum Facebook nýverið líkti hann Hafnarfirði við Notting Hill hverfið í London. Nefndi Einar að í bænum mætti finna lítil kaffihús og litlar búðir sem rekin væru af heimamönnum en færri útibú stærri fyrirtækja. Og allt um kring mætti merkja þennan sérstaka bæjarbrag. Rósa segir að miðbær Hafnar- fjarðar hafi ávallt verið nokkuð líflegur en engu að síður hafi á undanförnum misserum orðið mikil breyting. „Ég má til með að nefna að tvö ný og sérlega metnað- arfull veitingahús, VON mathús og Krydd, bættust við blómlega flóru og tel ég að þau séu svolítið að færa matarmenninguna í bænum upp á nýjan stall. Við sjáum einnig að það eru ekki eingöngu Hafn- firðingar sem eru að sækja þessi veitingahús heldur kemur fólk alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu í Fjörðinn til að gera vel við sig í mat og drykk.“ Þá nefnir Rósa að eftir endur- lífgun Bæjarbíós, sem er við Strandgötu, í hjarta bæjarins, sé tónleikahald í bænum komið í fastar skorður og svo gott sem vikulega fái íbúar Hafnarfjarðar, og nærsveitamenn, tækifæri til að berja augum vinsælustu hljóm- sveitir landsins. „Bæjarbíó er að toppa sig í tónleikahaldi nánast í hverri viku og til merkis um það má nefna að Mammút spilar á fimmtudag og Prins Póló stígur á svið á föstudaginn. Í næstu viku eru það svo Dúndurfréttir sem sjá um skemmtanahald. Þetta setur svip sinn á bæinn og auðvitað eru það lífsgæði að þurfa ekki að fara út fyrir bæjarmörkin til að sjá flott- ustu listamennina,“ segir Rósa. Verslunin blómstrar Kaffihúsamenningin í Hafnarfirði hefur einnig breyst með tilkomu fleiri staða. „Súfistinn er auð- vitað eitt elsta og skemmtilegasta kaffihús landsins og samgróið Hafnfirðingum en það fær verðuga samkeppni frá viðbótum á borð við hið litríka Pallett, bókakaffið Norðurbakka og Brikk en segja má að það síðastnefnda hafi hreinlega slegið í gegn. Og öll þessi dásam- legu kaffihús eru á einhverjum þriggja mínútna radíus. Og enn eru að bætast við staðir.“ Meðfram öllum þessum breytingum segir Rósa að verslun blómstri í miðbæ Hafnarfjarðar sem aldrei fyrr. Þar sé meðal annars hægt að finna fallega hönnunar- og gjafavöru. „Hér eru verð töluvert skaplegri en í mið- borg Reykjavíkur, næg bílastæði, almenningssamgöngur góðar og sérlega vel skipulagðir hjólastígar. Hafnarfjörður er því tilvalinn áfangastaður fyrir alla sem vilja njóta en ekki þjóta.“ Hvað uppbyggingu til framtíðar varðar segir Rósa margt í deigl- unni, meðal annars í tengslum við hafnarsvæðið í grennd við miðbæinn. Þar er gert ráð fyrir að byggja upp þétta og blandaða byggð með verslun og þjónustu. Haldin var hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulagið og mun niðurstaða dómnefndar liggja fyrir eigi síðar en á 100 ára kaupstað- arafmæli bæjarins, þann 1. júní næstkomandi. „Það er margt spennandi fram undan í miðbæ Hafnarfjarðar og óhætt að segja að borgarstemning sé að myndast í bænum.“ Miðbær Hafnarfjarðar er að breytast í Notting Hill Fjöldi nýrra veitingastaða og kaffihúsa í miðbæ Hafnarfjarðar hefur gjörbreytt landslaginu og íbúar nærliggjandi sveitarfélaga kjósa orðið Fjörðinn fram yfir ferðalag í höfuðstaðinn. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RHAfNARfjöRÐuR 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -A 9 1 0 1 F C 4 -A 7 D 4 1 F C 4 -A 6 9 8 1 F C 4 -A 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.