Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 21
Í nýju Hraunahverfi, Hraun-Vestur, mun á næstu árum verða til líflegt umhverfi fyrir alls konar fólk. Hverfið fékk á hönnunarstiginu viðurnefnið „Fimm mínútna hverfið“ en sú hugmynd gengur út á að íbúar hverfisins geti fengið flesta þá þjónustu sem nauðsynleg er í ekki meira en fimm mínútna fjarlægð frá miðju hverfisins. Í nýju Hraunahverfi, Hraun-Vest-ur, mun á næstu árum verða til líflegt umhverfi fyrir alls konar fólk. Hverfið verður aðlaðandi fyrir barnafjölskyldur, einstaklinga og eldri borgara, fólk sem kýs að sækja grunnþjónustu innan hverfisins og lágmarka notkun einkabílsins. Við uppbygginguna verður það sett að markmiði að ná fram fjölbreyttu borgarumhverfi þar sem hægt er að ganga með börnin í skóla eða leikskóla, nota almenningssamgöngur til vinnu og koma við í búðinni að loknum vinnudegi og áður en börnin eru sótt á frístundaheimilið. Hverfið hefur verið í hönnun og undirbúningi undanfarin ár og ættu framkvæmdir að geta hafist upp úr næstu áramótum. Hverfið fékk á hönnunarstiginu viður- nefnið „Fimm mínútna hverfið“ en sú hugmynd gengur út á að íbúar hverfisins geti fengið flesta þá þjónustu sem nauðsynleg er í ekki meira en fimm mínútna fjarlægð frá miðju hverfisins. Þar er því sleginn nýr tónn í skipulags- málum. Áhersla verður lögð á góða blöndun íbúðabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. „Sífellt er kallað eftir fleiri og nýjum möguleikum í húsnæði og er ungt fólk sem er að stofna fjöl- skyldur margt með aðrar áherslur í þeim efnum en þeir sem eldri eru. Einnig þeir sem eru að minnka við sig húsnæði. Í dag gera sífellt fleiri auknar kröfur um betri nýtingu fermetra húsnæðis og lóðar. Eftir- sóknarvert þykir orðið að búa í hverfi þar sem stutt er í þjónustu, almenningssamgöngur og græn svæði,“ segja Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, og Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, í nýlegri grein um Hraun-Vestur. Glæsilegt andlit Hafnarfjarðar Unnið hefur verið að hugmyndum um Hraun-Vestur allt þetta kjörtímabil og er það í samræmi við ára- langar umræður um nýja sýn á svo- kallaðri framhlið Hafnarfjarðar. „Hraun-Vestur er ekki bara ný glæsileg framtíðarsýn heldur verður hverfið nýtt glæsilegt andlit Hafnarfjarðar sem mun gera okkur öll stolt Byggt verður upp fimm mínútna hverfi af því að bjóða gesti og nýja íbúa velkomna,“ segir jafnframt í ofan- greindri grein. Eins og áður segir er stefnt að því að Hraun-Vestur verði „fimm mínútna hverfi“ en engu að síður verða stað- setningar helstu grunnþjónustu, eins og skóla, leikskóla, bíla- stæðahúsa, bíla- stæðakjallara og helstu tenginga við almennings- samgöngur með einnar mínútna millibili. Breið- götur munu liggja báðum megin við hverfið, Fjarðarhraun og Reykjavíkurvegur, og fyrirhuguð Borgarlína fer líklega um Reykja- víkurveg og tengir því hverfið vel höfuðborgarsvæðinu. Borgargötur mynda helstu þvertengingar í gegnum hverfið og við þær er gert ráð fyrir líflegri verslun. Þá munu almenningssamgöngur fara um borgargöturnar og hjólreiðastígar liggja við þær. Bílastæði verða í bílastæðahúsum, bílakjöllurum og göturýmum en útfærslur á götu- mynd verða að norrænni fyrir- mynd. „Gildi umhverfisverndar og vitund um gæði og betri nýtingu fellur vel að lífsstíl fólks á öllum aldri. Það er áskorun en um leið frábært tækifæri að geta mætt þeim gildum með nýju hverfi og um leið nýju andliti Hafnarfjarðar. Við teljum að Hraun-Vestur sé einmitt sú borgarmynd sem fólk aðhyllist í auknum mæli og upp- fyllir óskir um nærumhverfið. Þannig getur Hafnarfjarðarbær bæði státað af því að bjóða frá- bæra möguleika fyrir þá sem vilja hefðbundið hverfafyrirkomulag fyrir íbúðarhús, parhús, raðhús og fjölbýli þar sem áherslan er á nátt- úrufegurð og kyrrð en líka þéttari byggð í hverfi sem er nokkurs konar „smáborg í borg“.“ Uppbygging Hraun-Vestur verður í áföngum og er gert ráð fyrir að hverfið í heild byggist á um tíu til tuttugu árum. Hraun-Vestur verður glæsilegt hverfi og andlit Hafnarfjarðar með áherslu á náttúrufegurð og kyrrð en einnig þéttari byggð með íbúðum, vinnu- stöðum, stofnunum, verslunum og þjónustu. Rósa Guðbjartsdóttir. Mynd/ GuðMunduR Fylkisson xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxkynninGARBlAð 5 Þ R i ðJ u dAG u R 1 5 . m a í 2 0 1 8 HAFnARFJöRðuR 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -A 9 1 0 1 F C 4 -A 7 D 4 1 F C 4 -A 6 9 8 1 F C 4 -A 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.