Fréttablaðið - 15.05.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 15.05.2018, Síða 22
Við létum drauminn rætast og opnuðum í desember 2015. Það hefur gengið ótrúlega vel. Þessi ár höfum við stigið okkar fyrstu skref í eigin rekstri og það er einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli,“ segir Kristjana um draum þeirra Einars sem hefur blómstr- að og dafnað allar götur síðan. Saman eiga þau fjögurra ára dóttur og því geta dagarnir verið heilmikið púsluspil, eins og gengur. „Vinnudagarnir geta verið langir og strangir en við njótum þess láns að fá ómetanlegan stuðning frá fjölskyldu og vinum. Án þeirra gætum við ekki unnið jafn vel að VON. Það er krefjandi og gefandi á sama tíma, alls ekki fyrir alla, en blóð, sviti og tár er lífsstíll,“ segir Kristjana hlátur- mild. Kokteilar, stemning og íslensk matargerð Kvöldseðill VONAR saman- stendur af minni og stærri réttum; dýrindis kjöt-, fisk-, grænmetis- og veganréttum og gómsætum eftir- réttum. „Við bjóðum upp á eitthvað fyrir alla og leggjum mikið upp úr árstíðabundinni íslenskri matar- gerð, hvort sem það er grænmeti eða sjávarafurðir. Fiskinn fáum við glænýjan beint úr næsta húsi, eða frá Hafinu sem stendur við höfnina,“ útskýrir Kristjana. VON býður einnig úrval léttra rétta sem er tilvalið að deila og þriggja rétta samsettan matseðil. Á VON er indælt að tylla sér inn og eiga notalega kvöldstund yfir mat og drykk. „VON á alltaf vel við; í góðum félagsskap, með ástinni, fyrir tónleika eða leikhús. Á barnum er freistandi úrval kokteila og hægt að panta okkar vinsæla hús- kokteil beint af krana sem vakið hefur mikla lukku. Við lögum líka okkar eigið dásamlega súrsæta límonaði, bökum okkar eigið brauð á hverjum morgni og mat- reiðum allan mat frá grunni af mikilli ástríðu,“ segir Kristjana. Í hádeginu á þriðjudögum til föstudags er „happy hour“ af völdum drykkjum á VON þar sem framreiddir eru réttir dagsins á sanngjörnu verði, og á laugar- dögum er fjölskyldubrönsinn vinsæli og einnig er hægt að gæða sér á fiski dagsins, vöfflum, límonaði og mímósu, svo fátt sé upptalið. Lokað er á sunnudögum og mánudögum, en í júní, júlí og ágúst verður opið á sunnudags- kvöldum. „Okkur er kært að byggja upp heilbrigt og jákvætt vinnu- umhverfi til lengdar, bæði fyrir okkur sjálf og starfsfólkið. Við erum fjölskyldurekinn staður og því er mikilvægt að allir fái hvíld inn á milli til að sinna fjölskyld- unni og öðrum áhugamálum,“ segir Kristjana. Gott að lifa og starfa í Hafnarfirði Kristjana er uppalinn Hafn- firðingur og segist aldrei hafa upplifað Hafnarfjörð eins og nú. „Bærinn hefur breyst mikið undanfarin ár og það er yndislegt að fylgjast með iðandi mannlífi og lifandi starfi hér alla daga. Ný kaffi- og veitingahús gæða bæinn miklu lífi og Bæjar- bíó heldur sannarlega áfram að toppa sig. Hafnfirðingar og gestir þeirra kunna svo sannarlega að meta fjölbreytni í þjónustu og verslun í þessum fagra bæ. Svo er náttúrlega alkunna að Hafn- firðingar eru hresst og skemmti- legt fólk heim að sækja,“ segir Kristjana og hlær. Kristjana og Einar eru virk á samfélagsmiðlum og hægt að fylgjast með daglegu amstri á bak við tjöldin á vonmathus á Instagram og Facebook. VON mathús og bar er á Strand- götu 75. Sjá vonmathus.is. Sími 583 6000. Netfang: info@vonmathus.is. Það er VON í Hafnarfirði Veitingaparið Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason reka veitingahúsið VON mathús og bar við höfnina í Hafnarfirði. Þar er eldað af mikilli ástríðu og veittur húskokteill af krana. Veitingaparið Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason á VON mathúsi og bar. VON er rómað fyrir ljúffengan mat úr fersku hráefni og matarupplifanir sem gleðja alla sem unna góðum mat. VON mathús og bar er glæsilega innréttað og hægt að láta fara einkar vel um sig yfir gómsætri, íslenskri matargerð, dýrindis kokteilum og góðri þjónustu. Fyrsta víkingahátíðin í Hafnar-firði var haldin á Víðistaða-túni árið 1995 og þetta er fjórða hátíðin sem verður haldin þar,“ segir Hafsteinn sem hefur veitt Rimmugýgi forstöðu frá upphafi. „Þetta er eiginlega svona endurvakning á fyrstu hátíðinni,“ bætir Haukur við en hann er svo- kallaður búðastjóri. „Jóhannes á Fjörukránni hefur staðið að hátíðinni undanfarin ár en hefur ákveðið að draga sig út úr þessu hátíðahaldi og þar sem Rimmu- gýgur hefur verið þátttakandi í Víkingahátíð í Hafnarfirði frá upphafi fannst okkur viðeigandi að snúa aftur til upphafsins.“ Þeir segja að þessi hátíð verði í grunninn eins og hátíðin við Fjörukrána. „Það verða veitingar til sölu og bardagasýningar, hand- verk, markaður og víkingaskóli barnanna eins og verið hefur,“ segir Hafsteinn,“ en við rukkum ekki aðgangseyri, sem er kannski ein helsta breytingin.“ Haukur segir enn fremur að það sé að mörgu leyti betra að vera á grasi. „Á túninu erum við miklu nær náttúrunni og þeim heimi sem við viljum búa til. En gallinn er sá að við erum ekki jafn miðsvæðis og þegar við erum í hjarta Hafnar- fjarðar. Við efumst samt ekkert um að fólk muni finna okkur því Víðistaðakirkja er mjög auðvelt kennileiti,“ segir Haukur. Stofnfélagar í Rimmugýgi voru sjö en í félagi eru nú um 200 félagar, þar af hundrað og fimmtíu sem eru virkir í starfinu. „Við erum héðan og þaðan,“ segir Hafsteinn. „Mest af höfuðborgarsvæðinu þó að þó nokkrir félagar búi úti á landi eða erlendis. Á sumrin förum við milli hátíða, bæði hér á landi og erlendis með tjaldbúðirnar okkar og búnaðinn en á veturna æfum við bardaga og bogfimi og sinnum handverki.“ Haukur bætir við að félagið geri ákveðnar kröfur um að búnaður og fatnaður fylgi settum reglum. „Félagar þurfa helst að sauma sinn eigin búning og við höfum mjög flinkar sauma- konur og saumamenn sem eru mjög dugleg að hjálpa öðrum að búa til sinn eigin útbúnað, hvort sem er fatnað, tjöld, skó, hanska og svo ýmsa muni sem við þurfum eins og eldunaráhöld og þess háttar.“ Rimmugýgur er með félags- heimili og lögheimili í Hafnarfirði. „Hafnarfjarðarbær hefur staðið þétt við bakið á okkur undanfarin ár,“ segir Hafsteinn og Haukur bætir við: „Við finnum mikla velvild meðal bæjarbúa sem hafa verið duglegir að sækja hátíðina og vonumst til að sjá sem flesta á Víðistaðatúni í júní.“ Víkingahátíðin stendur frá 14.-17. júní og er opin frá 13-19 alla dagana. Hún er haldin við Víði- staðakirkju þar sem eru bílastæði en einnig stoppar vagn númer eitt skammt frá. Aðgangur er ókeypis. Víkingahátíð á Víðistaðatúni Víkingahátíð hefur verið haldin í Hafnarfirði í hartnær tvo áratugi, oftast kringum 17. júní. Víkingafélagið Rimmugýgur hefur tekið við hátíðinni sem í ár verður haldin á Víðistaðatúni.  Hafsteinn Pétursson og Haukur Hallsteinsson eru félagar í Rimmugýgi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Tjöld og allur búnaður félagsmanna í Rimmugýgi er handgerður af félags­ mönnum en hægt verður að kynna sér handverk víkinga nánar á Víði­ staðatúni 14.­ 17. júní. MYND/ÞORsTEiNN R. iNGólfssON Á Víkinga­ hátíð má reyna sig í ýmsum íþróttum, meðal annars eggjakasti. MYND/ ÞORsTEiNN R. iNGólfssON Bogfimi er eitt af því fjölmarga sem verður í boði á hátíðinni. Hér má sjá Elínu Reynis­ dóttur spenna bogann. MYND/ ÞORsTEiNN R. iNGólfssON 6 KYNNiNGARBlAÐ 1 5 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RHAfNARfjöRÐuR 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 4 -A E 0 0 1 F C 4 -A C C 4 1 F C 4 -A B 8 8 1 F C 4 -A A 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.