Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 33

Fréttablaðið - 15.05.2018, Page 33
Deadpool 2 dettur í Nexus- forsýningu í kvöld. Jógvan og félagar taka nokkur gömul og góð í Búðardal í dag. Hvað? Ég er kominn heim – Tón- leikar Hvenær? 20.00 Hvar? Búðardalur Tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson munu dagana 13. -22. maí halda tónleika víðsvegar um landið vestan- og norðanvert undir heitinu „Ég er kominn heim“. Á dagskránni eru lög og textar Jóns í bankanum (Jón Sigurðsson, 1925- 1992) sem skildi eftir sig mikinn fjársjóð í íslenskri dægurlaga- flóru, og má segja að hvert einasta mannsbarn á landinu þekki til verka Jóns. Meðal laga sem þeir félagar flytja eru Kvöldsigling, Loksins ég fann þig, Ég er kominn heim, Senn fer vorið, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, Ég vil fara upp í sveit o.fl. o.fl. Tónleikarnir verða í félagsheimilinu í Búðardal. Miðar verða seldir við innganginn og kosta 3.500 kr. Hvað? Vortónleikar Vox Felix Hvenær? 20.00 Hvar? Neskirkja Eins og síðastliðin ár lofum við auðvitað stuði og stemningu og er lagalistinn með fjölbreyttu sniði. Þar er að finna efni bæði frá íslenskum, erlendum, gömlum og nýjum tónlistarmönnum eins og t.d. Ásgeiri Trausta, Stebba og Eyfa, David Bowie og Queen. Viðburðir Hvað? Samstaða með Palestínu Hvenær? 17.00 Hvar? Austurvöllur Samstöðuhreyfingin með Pal- estínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi. Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson. Hvað? Örgöngur í Kópavogi Hvenær? 19.00 Hvar? Álfhólsskóli, Kópavogi Í dag verður gengið frá bíla- stæðinu við Álfhólsskóla við Álf- hólsveg. Gengið að Álfhól og álfa- sögur rifjaðar upp. Síðan haldið að bæjarstæði gamla Digranesbæjar- ins og sagt frá búsetu manna þar. Gangan endar svo í álfabyggðinni í Einbúa þar sem skoðaðar eru leifar frá atvinnubótaverkum kreppunnar. Hvað? Pallborðsfundur um sam- göngur með frambjóðendum í Reykjavík Hvenær? 20.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Pallborð með frambjóðendum í Reykjavík fer fram á Kex hosteli. Fyrir fundinn stendur Hjólafærni fyrir rólegum hjóla-/göngutúr um miðbæinn. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 18.00 og hringnum verður lokað á við Kex hostel kl. 19.00 þannig að svangir gestir geta fengið sér góðan bita á fyrir fund. 15% afsláttur verður af mat og drykk fyrir og á meðan á fundi stendur. Hvað? Peppfundur og opið hús Hvenær? 19.00 Hvar? Hjálpræðisherinn í Reykja- vík, Álfabakka Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru fyrir alla sem búa við eða hafa búið við fátækt eða félagslega einangrun og vilja vinna saman á jákvæðan hátt að því að stuðla að lausnamiðuðum breytingum og berjast gegn fátækt í okkar litla samfélagi. Húsið opnað kl. sjö og við byrjum á að kynnast aðeins, elda og borða saman. Klukkan átta höldum við stuttan fund þar sem við kynnum samtökin og segjum frá því sem er á döfinni og mörkum okkur stefnu og dagskrá – hverju myndum við vilja breyta og hvað viljum við? Hvað? Nexusforsýning: Deadpool 2 (2D) Hvenær? 22.40 Hvar? Smárabíó Skráning á landspitali.is LANDSPÍTALI Í VÖRN OG SÓKN DAGSKRÁ Ávarp Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Ávarp Páll Matthíasson, forstjóri Ársreikningur Landspítala María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samskiptasáttmáli Landspítala Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Heiðursvísindamaður Landspítala Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningasviði Heiðranir starfsfólks Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Uppbygging Landspítalaþorpsins við Hringbraut Viðtöl, myndskeið, myndir og teikningar Fundarstjóri Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar Ársfundur 2018 / Harpa, Silfurberg / 16. maí, kl. 14:00 „Landspítali í vörn og sókn“ er yfirskrift ársfundar Landspítala 2018, sem haldinn verður miðvikudaginn 16. maí kl. 14:00 til 16:00 í ráðstefnusalnum Silfurbergi í Hörpu. Fundurinn er öllum opinn. Að hefðbundnum ársfundarstörfum loknum verður niðurlag fundarins helgað uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Verkefnið verður meðal annars kynnt með viðtölum við fjölmargt starfsfólk um framtíðarsýn hvað snertir einstaka þætti starfseminnar í nýbyggingum spítalans. Sýnd verða myndskeið, teikningar, þrívíddarlíkön, loftmyndir og tölfræði. Bein útsending frá fundinum verður á Facebook-síðu Landspítala (www.facebook.com/landspitali). m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J U D A g U R 1 5 . m A í 2 0 1 8 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 4 -B 2 F 0 1 F C 4 -B 1 B 4 1 F C 4 -B 0 7 8 1 F C 4 -A F 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.