Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 12
www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. Nicotinell reyklaus 5x10 apotekarinn copy.pdf 1 30/04/2018 10:43 FH - ÍBV 28-25 FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 10, Ísak Rafns- son 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Einar Rafn Eiðsson 4/1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Jóhann Karl Reynisson 1. ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 6/2, Sigur- bergur Sveinsson 5, Róbert Aron Hostert 4, Agnar Smári Jónsson 3, Grétar Þór Eyþórs- son 2, Dagur Arnarsson 1, Daníel Örn Griffin 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1. Staðan í einvíginu er 1-1. Liðin mætast næst í Eyjum annað kvöld. Nýjast Olís-deild karla, úrslit HK/Víkingur - Breiðablik 1-3 0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (33.), 0-2 Fjolla Shala (37.), 1-2 Kristina Maureen Maksuti (67.), 1-3 Agla María Albertsdóttir, víti (90+3.). KR - FH 1-2 0-1 Marjani Hing-Glover (42.), 1-1 Tijana Krstic (59.), 1-2 Hugrún Lilja Ólafsdóttir, sjálfsmark (66.). Stjarnan - Selfoss 1-0 1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (22.). Grindavík - Valur 0-3 0-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir (7.), 0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir (14.), 0-3 Elín Metta Jensen, víti (67.). Efri Breiðablik 9 Þór/KA 9 Valur 6 Stjarnan 6 ÍBV 3 Neðri KR 3 FH 3 HK/Víkingur 3 Selfoss 0 Grindavík 0 Pepsi-deild kvenna Allt jafnt í úrslitaeinvíginu Öflugur Ísak FH vann þriggja marka sigur á ÍBV, 28-25, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í gær. Með sigrinum jafnaði FH metin í 1-1. Liðin mætast í þriðja sinn í Eyjum annað kvöld. FH-ingar voru heilt yfir sterkari í leiknum í gær og lönduðu góðum sigri, þrátt fyrir að fyrirliði liðsins, Ásbjörn Friðriksson, væri ekki með vegna meiðsla. Ísak Rafnsson fékk tækifæri í sókn og nýtti það vel. FRéttaBlaðið/ERNiR Frjálsar íþróttir Stjórn Frjáls- íþróttasambands Íslands, FRÍ, sam- þykkti á fundi sínum í upphafi vik- unnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri FRÍ, segir að aukin- heldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrk- veitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsam- banda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðn- ingsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guð- mundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistara- mótið sem fram fer í Berlín í Þýska- landi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreks- fólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjáls- íþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varð- andi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeist- aramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþrótta- fólki. hjorvaro@frettabladid.is Þakklát fyrir mikla búbót Tæplega níu milljónum króna hefur verið úthlutað úr afrekssjóði Frjálsíþróttasambands Íslands. Framlag ríkisins hefur aukist og þá hefur gengið vel að fjölga styrktaraðilum. Framkvæmdastjóri FRÍ er ánægður. Guðjón áfram á Hlíðarenda Fótbolti Guðjón Pétur Lýðsson verður áfram í herbúðum Vals. Vals- menn sendu frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöldi. Félagaskipta- glugginn lokaði á miðnætti. Guðjón hefur byrjað á bekknum í tveimur af þremur leikjum Vals í Pepsi-deildinni og í fyrradag óskaði hann eftir að fá að fara frá félaginu. Ekkert varð hins vegar úr því og Guðjón verður áfram hjá Val, alla- vega til 15. júlí þegar félagaskipta- glugginn opnar á ný. Guðjón var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Hann skoraði þá átta mörk í 22 deildarleikjum. – iþs 1 6 . m a í 2 0 1 8 m i Ð V i K U D a G U r12 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 8 -0 0 7 C 1 F C 7 -F F 4 0 1 F C 7 -F E 0 4 1 F C 7 -F C C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.