Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 13
www.heimavellir.is Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtíma- leigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Til leigu fyrir 55 ára og eldri VANDAÐAR ÍBÚÐIR Glæsilega hannaðar íbúðir með áherslu á birtu og rými, 79-148 m2 að stærð. Vandaðar innréttingar, góð tæki, parket á gólfum en f lísar á baðherbergjum ogþvottahúsi. Í eldhúsi fylgja uppþvottavél og ísskápur. Svalir eru á hverri íbúð en íbúðir á jarðhæð hafa aðgang að útipalli. Fullfrágengin sameign og lóð með hita í stéttum. EINFALDAÐU LÍFIÐ Heimavellir bjóða nýjan valkost á húsnæðismarkaði – örugga langtímaleigu fyrir 55 ára og eldri. Þú einfaldar lífið með því að greiða fasta leigufjárhæð mánaðarlega og losnar við allt umstang t.d. við húsfélag, þrif á sameign og viðhald á húsi. NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRUNA Boðaþing er staðsett í fallegu um- hverfi þar sem stutt er að fara til að njóta náttúrunnar við Elliðavatn og í Heiðmörk. Þá er Boðinn þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í nágrenni íbúðanna. Þar er hægt að sækja fjölbreytta þjónustu þegar fram líða stundir. 60 nýjar íbúðir til langtímaleigu í Boðaþingi í Kópavogi Opið hús Boðaþingi 18-20 mið. 16. maí kl. 16-18. Sextán úr Olís-deildinni handbolti Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari íslenska karlalands- liðsins í handbolta, hefur valið 30 manna æfingahóp fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Sextán af 30 leikmönnum í íslenska hópnum leika í Olís-deild- inni. Valur og Selfoss eiga flesta full- trúa í hópnum, eða þrjá hvort félag. Einar Sverrisson, sem lék frábærlega með Selfyssingum í úrslitakeppn- inni, og Arnar Birkir Hálfdánsson eru þeir einu í hópnum sem hafa ekki leikið A-landsleik. Æfingar með hluta hópsins hefj- ast 23. maí næstkomandi. Fyrri leikurinn gegn Litháen fer fram í Vilníus 8. júní og sá seinni í Laugar- dalshöllinni 13. júní. – iþs Einar Sverrisson frá Selfossi er í landsliðinu. Fréttablaðið/Eyþór fótbolti Stuðningsmenn Víkings R. fengu heldur betur góðar fréttir í gær þegar greint var frá því að lands- liðsmaðurinn Kári Árnason væri á leið aftur í Fossvoginn. Kári skrifaði undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Hann byrjar að spila með Víkingum eftir heimsmeistaramótið í Rúss- landi í sumar. Tvö íslensk félög munu því eiga fulltrúa á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Víkingar eiga Kára og Valsmenn Birki Má Sævarsson. Enginn leikmaður í EM-hópnum fyrir tveimur árum lék hér á landi. Kári, sem er uppalinn hjá Víkingi, lék síðast með liðinu sumarið 2004. Hann kom víða við á löngum ferli í atvinnumennsku og lék í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi og á Kýpur. Í vetur lék Kári, sem er 35 ára, með Aberdeen í skosku úrvals- deildinni. Hann kom við sögu í 21 deildarleik og skoraði þrjú mörk. Hjá Víkingi hittir Kári fyrir sinn gamla félaga, Sölva Geir Ottesen, sem gekk í raðir Víkings í vetur. Þeir félagar munu væntanlega mynda ógnarsterkt par í miðri vörn Foss- vogsliðsins sem hefur farið vel af stað á tímabilinu. Víkingur situr í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Víkingar eru eitt þriggja liða í Pepsi- deildinni sem hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu. – iþs Byrjar að spila með Víkingi eftir HM  Kári hefur verið í lykilhlutverki í vörn Íslands síðustu ár. NordicphotoS/GEtty fótbolti Aston Villa er komið í úrslit umspils um sæti í ensku úrvalsdeild- inni. Birkir Bjarnason og félagar gerðu markalaust jafntefli við Middles- brough á heimavelli í gær og það dugði til því Villa vann fyrri leikinn 0-1. Birkir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í leiknum í gær. Villa mætir Fulham í úrslitaleik á Wembley 26. maí næstkomandi. Sigurvegarinn fylgir Wolves og Car- diff City upp í ensku úrvalsdeildina. Villa féll niður í ensku B-deildina vorið 2016. Á síðasta tímabili gekk illa hjá Villa en gengið var mun betra í vetur. Birkir og félagar end- uðu í 4. sæti deildarinnar og eru nú aðeins einum sigri frá því að vinna sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik. – iþs Einum sigri frá úrvalsdeildinni Kári Árnason lék síðast með Víkingi í 3-0 tapi fyrir ÍBV á Hásteinsvelli í efstu deild 29. ágúst 2004. birkir bjarnason kom inn á undir lokin. NordicphotoS/GEtty S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 13M i ð V i K U d a G U r 1 6 . M a í 2 0 1 8 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -0 A 5 C 1 F C 8 -0 9 2 0 1 F C 8 -0 7 E 4 1 F C 8 -0 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.