Fréttablaðið - 16.05.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 16.05.2018, Síða 16
silkiprent.is Sími 5442025 silkiprent@silkiprent.is SETTU MERKIÐ HÁTT OG VERTU SJÁANLEGUR FYRSTIR OG FREMSTIR Í FÁNUM Í 46 ÁR Veljum íslenska framleiðslu Afgreiðum fána samdægurs markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur aflað 7,5 milljóna dollara, sem samsvarar 770 milljón- um króna, í nýtt hlutafé. Áður höfðu alþjóðlegir fjárfestar lagt félaginu til 1,6 milljónir dollara, jafnvirði 164 milljóna. Frá stofnun fyrir- tækisins í júlí í fyrra hafa fjárfestar því lagt Teatime til tæpan milljarð í hlutafé. Teatime hyggst þróa fyrsta rauntíma-samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki. Stefnt er á að fyrsta vara félagsins komi á markað í haust. Þorsteinn B. Friðriksson, for- stjóri Teatime, segir í samtali við Markaðinn að nýsköpunarsjóðirnir sem gengu í hluthafahópinn nú séu á meðal þeirra stærstu í Evrópu og séu einnig umsvifamiklir í Banda- ríkjunum. „Meirihluti Teatime er enn í eigu Íslendinga,“ segir hann og bætir við að félagið hafi einungis tvisvar fengið fjármagn frá fjár- festum. Fjárfestar erlendis vilji ekki taka of stóra sneið fyrst um sinn því það dragi úr hvata frumkvöðlanna til að efla félagið. Aðalfjárfestirinn í hlutafjár- aukningunni er Index Ventures, fjárfestingarsjóður sem hefur fjár- fest í leikjafyrirtækjum á borð við King, Roblox og Supercell. Fjár- festingarsjóðurinn Atomico, sem hefur meðal annars fjárfest í leikja- fyrirtækjunum Supercell, Rovio og Bossa Studios, tekur einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Í kjölfarið settust Guzman Diaz frá Index Vent- ures, Mattias Ljungman frá Atomico og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, í stjórn Teatime. Þorsteinn segir að þeir hafi verið í þeim sporum að geta valið og hafnað hverjir tækju þátt í hluta- fjáraukningunni. „Við fengum ótrú- legan meðbyr frá þeim sem starfa í bransanum, ég hef ekki fundið fyrir öðru eins.“ Hann telur að það helgist af því hve góð hugmyndin sé og að þeir hafi sýnt fram á í störfum sínum fyrir Plain Vanilla að teymið geti framleitt vöru. Stofnendur Teatime eru Þor- steinn, Ýmir Örn Finnbogason, Jóhann Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinn. Þeir voru stofnendur eða lykilstarfsmenn hjá Plain Van- illa, sem þróaði QuizUp spurninga- leikinn sem náði til yfir 100 millj- óna notenda. Glu Mobile keypti Plain Vanilla árið 2016 eftir að hætt var við fyrirhugaðan þátt á banda- rísku sjónvarpsstöðinni NBC sem átti að byggja á QuizUp og ekki tókst að finna leiðir til að afla tekna til að knýja áframhaldandi vöxt. Öllum starfsmönnum félagsins var í kjölfarið sagt upp. „Við erum ein- staklega spenntir fyrir verkefninu. Þetta er saga frumkvöðla: að halda alltaf áfram,“ segir Þorsteinn, Teatime hyggst nota fjármagnið frá nýju fjárfestunum til að fjölga starfsfólki sínu hér á landi, sérstak- lega forriturum, og þróa samskipta- tækni sína enn frekar. Til að mynda til að bjóða upp á samþættingu hennar við aðra leikjaframleiðend- ur. Þorsteinn segir að starfsmenn- irnir séu nú 13 og að hann vilji ekki að þeir verði mikið fleiri en 20, eins og sakir standa. „Eitt af því sem erfitt var að takast á við hjá Plain Vanilla var hve hratt félagið stækkaði,“ segir hann. Þorsteinn segir að TeaTime sé að þróa tækni sem geri fólki kleift að vera „í persónulegri samskiptum þegar það er að spila leiki“. Hug- myndin sé að þegar fólk spili tölvu- leiki á farsíma sé það einkum eitt að spila eða á móti öðrum en aldrei í alvöru samskiptum við manneskju. Lausn TeaTime geri það að verkum að hægt sé að vera í beinum sam- skiptum við aðra á meðan keppt er í tölvuleik. „Aðalverkefnið verður að búa til þessa tækni. En við sjáum fram á að gera bæði okkar eigin leiki og vinna með öðrum leikjaframleið- endum,“ segir hann. helgivifill@frettabladid.is Fjárfestar leggja 770 milljónir í TeaTime TeaTime, sem stofnað var í fyrrasumar af fyrrverandi starfsmönnum Plain Van- illa, hefur safnað tæplega milljarði króna frá alþjóðlegum fjárfestum.  Meirihluti fyrirtækisins er enn í eigu Íslendinga. Stefnt er á að fyrsta varan komi í haust. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri TeaTime, segir að fjármagnið verði nýtt til að fjölga starfsfólki hér á landi úr 13 í um það bil 20, eins og sakir standa. Hann vill ekki að félagið vaxi jafn hratt og Plain Vanilla. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur hleypt af stokkunum nýrri vísitölu fyrir íslenska hluta- bréfamarkaðinn. Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallarinnar, segir í sam- tali við Markaðinn að þetta sé í fyrsta skipti sem erlend fyrirtæki ýti úr vör vísitölu fyrir íslenska markaðinn. Ef fram fer sem horfi muni FTSE einnig kynna til leiks vísitölu fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. „Þetta eru söguleg tíðindi að því leyti. Við að koma inn í mengi þessara fyrir- tækja,“ segir hann. „Þetta er merki um aukna eftir- spurn eftir því að fjárfesta á Íslandi og MSCI er að bregðast við henni. Í framhaldinu ætti þetta að auka frek- ar eftirspurn eftir hlutabréfum hér- lendis,“ segir Páll og nefnir að losun gjaldeyrishafta leiki stórt hlutverk í auknum áhuga erlendra vísitölu- fyrirtækja. Íslenska MSCI-vísitalan ber nafnið MSCI Iceland Investable Market Index og samanstendur af ellefu fyrirtækjum. Hún fellur undir hatt landa sem eru skör neðar en nýmarkaðsríki, þar á meðal eru Arg- entína, Líbanon og Kúveit. „Eftir því sem tíminn líður kom- umst við í hærri flokk. Þetta er eins og með lánshæfismat, það batnar með því að sýna góðan árangur,“ segir Páll. „Við teljum að við séum komin inn fyrir þröskuldinn hjá MSCI og að næsta skref sé að komast í fleiri vísitölur.“ helgivifill@frettabladid.is Íslenski markaðurinn í erlenda vísitölu Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnús- ar Ármanns í gegnum eignarhalds- félagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heim- ildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evr- ópska drykkjarvöruframleiðand- anum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hlut- hafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í árs- byrjun að vilji væri til hjá stærstu hlut- höfum. Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hlut- h a f a h ó p u r i n n samanstendur að mestu af einka- fjárfestum. Arion banki og Lands- bankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólík- legt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Iða Brá Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Gunnar Sturluson, hæstaréttarlögmaður hjá Logos, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félag- inu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 pró- senta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magn- úsar samanstendur hluthafa- hópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrr- verandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku versl- unarkeðjunnar Ice- land Foods, Örvari Kjærnested, fjár- festi og stjórnar- manni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veit- i n g a r i s a n s Foodco. – hae Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Jón Sigurðs- son, stjórnar- formaður Stoða. 18 milljarðar er eigið fé fjár- festingarfélagsins Stoða. 1 6 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 8 -2 3 0 C 1 F C 8 -2 1 D 0 1 F C 8 -2 0 9 4 1 F C 8 -1 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.