Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 30
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS FRAMTÍÐARLAUSN Í BÓKHALDINU FJÁRHAGUR VIÐSKIPTAVINIR LÁ NA DR OT TN AR VERKBÓKHALD BIRGÐIR LA UN AB ÓK HA LD ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Eignarhlutur Sjóvár í Ölgerð-inni Agli Skallagrímssyni var færður niður um 120 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir að gert var nýtt verðmat á hlutnum en tryggingafélagið keypti 500 milljóna króna hlut í drykkjarfram- leiðandanum í fyrra. Niðurfærslan skýrir 3,7 prósenta neikvæða ávöxtun Sjóvár af óskráð- um hlutabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins en til samanburð- ar var ávöxtun á eignasafni félagsins jákvæð um tvö prósent. Sjóvá tók þátt í kaupum fjárfesta á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni í apríl á síðasta ári. Framtakssjóð- irnir Akur fjárfestingar, í stýringu Íslandssjóða, og Horn III, í stýringu Landsbréfa,  fóru fyrir kaupenda- hópnum  en kaupverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda og handbærs fjár Ölgerðarinnar. Októ Einarsson, stjórnarformað- ur Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guð- mundsson, forstjóri félagsins, eiga saman 31 prósents hlut í félaginu í gegnum OA eignarhaldsfélag ehf. Enn sem fyrr var 5,7 milljarða króna eign Sjóvár í skuldabréfa- flokknum LAND 05, útgefnum af Landsvirkjun, stærsta einstaka fjárfestingareign tryggingafélags- ins í lok fyrsta ársfjórðungs. 2,7 milljarða króna hlutur trygginga- félagsins í Marel er næststærsta eign þess. – kij Hlutur Sjóvár í Ölgerðinni færður niður um 120 milljónir á fyrsta ársfjórðungi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikn-ing Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venju- bundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðli- legur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir „samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orku- veitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðal- laun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrk- ingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Egg- ertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjáls- lega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum. Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríf- lega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjár- munirnir fóru. Varla er það grunn- þjónustan. Ekki eru það samgöngu- lausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hrein- lætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sex- tíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar. Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg inn- heimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgar- búa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skulda- söfnun borgarsjóðs – það gefa upp- blásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgar- búa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbygg- ingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármála- stjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frek- ari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svig- rúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnk- um báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa. Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Núverandi borgar- stjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekju- aukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbíla- leigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guð- bjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrir- tækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. S a m k v æ m t á r s r e i k n i n g i félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Frétta- blaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Banda- ríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs. – hae, kij Kúkú Campers í formlegt söluferli Steinarr Lár Steinarsson. 1 6 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R8 markaðuriNN 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -3 6 C C 1 F C 8 -3 5 9 0 1 F C 8 -3 4 5 4 1 F C 8 -3 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.