Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 34
Markaðurinn Miðvikudagur 16. maí 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 09.05.2018 Ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta. Líf Magneudóttir, borgar­ fulltrúi Vinstri grænna Skráning í kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. youth_051518_ad_iceland Leyfðu þér að dreyma stórt Við hjálpum unga fólkinu að koma auga á þá hæfileika sem það býr yfir og yfirstíga það sem heldur aftur af því. Við hvetjum þátttakendur á námskeiðinu til að taka stærri skref, setja sér skýr markmið, virkja sköpunarkraftinn og nýta áhrif sín. Við hjálpum þeim að styrkja þau sambönd sem skipta mestu máli og aukum færni þeirra í samskiptum til að geta áunnið sér traust og skapað tækifæri til framtíðar. Sumarnámskeið Maí-Júní Aldur Hefst Fyrirkomulag Tími 10-12 ára 11. júní 8 virkir dagar í röð 9:00-12:30 13-15 ára 5. júní Tvisvar í viku 17:30-21:00 13-15 ára 25. júní 8 virka daga í röð (Reykjanes) 13:00-16:30 16-19 ára 29. maí Tvisvar í viku 18:00-22:00 20-25 ára 28. maí Tvisvar í viku 18:00-22:00 Ágúst Aldur Hefst Fyrirkomulag Tími 10-12 ára 8. ágúst 8 virkir dagar í röð 9:00-12:30 13-15 ára 8. ágúst 8 virkir dagar í röð 14:00-17:30 16-19 ára 8. ágúst Tvisvar í viku 18:00-22:00 20-25 ára 7. ágúst Tvisvar í viku 18:00-22:00 Næsti kynningartími er 22. maí Merkilegt hefur verið að fylgjast með þróun fjölmiðla og afþreyingarmark- aðar undanfarin ár. Hér áður fyrr þurftu innlendir fjölmiðlar einungis að hafa áhyggjur af íslenskum keppi- nautum. Enda var hér gefinn út fjöldinn allur af dagblöðum, sem komu bæði út að morgni og síðdegis, og ofgnótt af tímaritum. Sama gilti um sjónvarps- og útvarpsrásir. Sam- keppnin var einungis þeirra á milli innbyrðis. Stöð 2 gegn Skjánum, og einkastöðvarnar gegn ríkisbákninu RÚV. Nú er öldin að sjálfsögðu önnur. Netið breytti öllu. Ekki bara fór hver sem er að geta stofnað fjölmiðil með litlum tilkostnaði, heldur fóru innlendir aðilar í auknum mæli að keppa við erlenda risa. Ekki er lengur flett upp í erlendum fréttum í Morgunblaðinu, heldur er einfaldlega hægt að fara beint á alþjóðlegu risamiðlana. BBC, Times og Washington Post urðu allt í einu keppinautar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Síðan komu Facebook, YouTube og Google. Íslensku fjölmiðlarnir sátu ekki lengur einir að innlendum aug- lýsingatekjum. Samkeppnin var ekki bara um lesendur, heldur auglýsendur líka. Sama gildir um sjónvarpsstöðv- arnar. Keppinautar Stöðvar 2 eru ekki síst Netflix og iTunes, að ógleymdri sjóræningjastarfsemi á netinu. Á tímum sem þessum verður það raunveruleg spurning hvort æskilegt sé að gera eitthvað til að vernda inn- lenda fjölmiðla. Margir eru á því enda eru þeir merkilegur samtímavitnis- burður um íslenska örsamfélagið auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við varðveislu tungumálsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar á tyllidögum virðist yfirvöldum fyrirmunað að gera eitthvað í málinu. Endalaust er hlaðið undir RÚV þannig að einkamiðlarnir eiga undir högg að sækja. Erlendum efnisveitum er veittur afsláttur af kröfum um textun og talsetningu sem innlendu stöðvarnar greiða fyrir dýrum dómum. Samkeppnisyfirvöld beita skýringum á samkeppnis- umhverfinu sem eiga ekkert skylt við raunveruleikann. Ljóst er að eitthvað þarf að breytast ef íslenskir miðlar eiga að lifa áfram með bærilegri reisn. Fyrsta skrefið væri að yfirvöld sýndu málinu raun- verulegan áhuga. Í þeim efnum væri tilvalið að taka ágætar tillögur síðustu fjölmiðlanefndar upp úr skúffunni og til framkvæmdar. Eða hefur mennta- málaráðherra kannski tekist að svæfa málið í enn einni nefndinni? algert aðgerðaleysi Ekki er hægt að tala um að alvöru sam- keppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. Þetta segir Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls og stjórnar- formaður Samáls, Samtaka álframleiðenda, en hann mun fjalla um stöðu raforkumála á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Við erum komin að ákveðnum vegamót- um í raforkumálum. Raforkumarkaðurinn hefur náð ákveðnum þroska og nú er kom- inn tími til að ákveða hvernig forgangsraða eigi til framtíðar.“ Nú sé tækifæri til að taka höndum saman til að auka samkeppni og lækka óþarfa kostnað. Hann bendir á að atvinnulífið kalli eftir meiri raforkunotkun en á sama tíma hafi Landsvirkjun og Orka náttúrunnar lýst því yfir að ekki sé stefnt að nýjum virkjunum í náinni framtíð. Engir virkjanakostir séu í boði á næstunni fyrir ný fyrirtæki og nánast allir vatnsaflskostir verði í sama fyrirtækinu. Spurningin sé hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við. – kij Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls. 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -1 E 1 C 1 F C 8 -1 C E 0 1 F C 8 -1 B A 4 1 F C 8 -1 A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.