Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 7 . M a Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Sigurður Hannesson skrifar um fjárfestingu í líf- og heilbrigðistækni 16 sport Bjarki Már Elísson og Berlínarrefirnir hafa í nógu að snúast þessa dagana. 22 lÍFið Don Johnson vildi of margar milljónir fyrir að koma. 40 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 heia norge! tilboðsdagar 14 – 27 maí allt að 75% afsláttur saMFélag Nokkur tilvik ofbeldis- hótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undan- förnum vikum. Í síðustu viku tók lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagn- vart nemendum grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Frétta- blaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síð- ustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rann- sókn lögreglu hafi verið unnin í sam- starfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórn- endur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- fræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði  sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn  séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endi- lega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermi- áhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfs- fólks skóla. – aá Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum Nokkrar hótanir grunnskólabarna um ofbeldi í garð samnemenda sinna hafa komið upp á nokkrum vikum. Lögregla verst allra frétta til að forðast hermi- áhrif. Full ástæða til að taka hótanir alvarlega segir prófessor í félagsfræði. Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega. Helgi Gunnlaugsson, sérfræðingur í afbrotafræðum heilbrigðisMál Tuttugu þúsund manns höfðu skráð sig á vefinn arf- gerd.is um klukkan fimm í gær og óskað eftir upplýsingum um það hvort þeir eru með svokallað BRCA2 gen og 999del5 erfðabreytu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, sagði við Fréttablaðið í gærkvöldi að hún byggist við því að sú tala myndi hækka með kvöldinu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telja að sú niðurstaða starfshóps heilbrigðis- ráðherra að það væri lögbrot að hafa samband við arfbera BrCA2 sé furðu- leg túlkun og nýstárleg. „Þegar manneskja er í bráðri lífshættu vörum við hana við ef við getum og reynum að forða henni frá hættunni án tillits til laga,“ segir Kári. – jhh / sjá síðu 18 Tuttugu þúsund hafa skráð sig Kári Stefáns- son, for- stjóri ÍE. Stríð, sem er nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í gær. Uppsetningin er samstarfsverkefni Þjóð- leikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Ragnar og Kjartan vinna sviðsverk í sameiningu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C D -3 5 9 C 1 F C D -3 4 6 0 1 F C D -3 3 2 4 1 F C D -3 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.