Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 2

Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 2
Veður Vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13- 18 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Heldur hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. sjá síðu 26  Kynntu áform um samgöngumál og fleira Það verður ekki annað sagt en að þeir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hafi verið einbeittir þegar þeir kynntu í gær áform um samgöngumál, fjármögnunarmöguleika og aðkomu ríkisins að þeim. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið 10x10 DBL Kubbur SÁÁ – til betra lífs samfélag Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að snið­ ganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega snið­ göngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu. Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þann­ ig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörð­ unina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar. Þegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskorun­ inni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagn­ vart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hers­ ins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dag­ skrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarp­ héðinn Guðmundsson, dagskrár­ stjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarps­ stöðvarnar áður en ákvörðun verð­ ur tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undir­ skriftasöfnunum í nágrannaríkj­ unum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. adalheidur@frettabladid.is Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. Hin ísraelska Netta fagnar úrslitum í Eurovision um helgina. FrEttablaðið/EPa Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntan lega í samráði við RÚV. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra Dómsmál Héraðsdómur Reykja­ víkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um  endurheimt lögmannsréttinda hans. Þetta stað­ festir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, en embætti ríkis saksóknara varðist kröfu Atla fyrir héraðsdómi. Helgi segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðs­ dóms verði kærð til Landsréttar. Atli var dæmdur í sextán ára fang­ elsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsrétt­ indum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í kjöl­ farið lagði Atli fram kröfu til Héraðs­ dóms Reykjavíkur um endurheimt lögmannsréttinda sinna en féll frá þeirri kröfu eftir að Lögmanna­ félagið lagðist gegn henni í formlegri umsögn til héraðsdóms. Í ársgömlum dómi Hæstaréttar í máli Róberts Downey Hreiðarssonar um endurheimt lögmannsréttinda hans, var því slegið föstu að í þeim tilvikum sem Lögmannafélagið komi ekki að sviptingu réttinda, sé óþarft að leita umsagnar félags­ ins um endurheimt þeirra. Í kjölfar dómsins lagði Atli sína kröfu fram að nýju og mun álits Lögmannafélags­ ins ekki hafa verið aflað um kröfuna, sem samþykkt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. – ósk Atli Helga fær réttindi á ný atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn birgisson. Fréttablaðið/HEiða lögreglumál Starfsmenn í Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar kölluðu til lögreglu síðla gærdags þegar taska var skilin eftir í suðurbyggingu, á svæði þar sem ferðamenn á leið til Bretlands og Bandaríkjanna fara. Taskan var tekin í snefilathugun og niðurstaðan var rauð. Það bendir til að það kunni að vera sprengjusnefil­ agnir í töskunni. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þá hafi lögregla verið kölluð til og bað hún um aðra snefilathugun. „Hún er gerð og kemur út græn, sem þýðir að ekki séu vísbendingar um sprengjuagnir. Fólk var beðið um að færa sig frá töskunni en það fór enginn af svæðinu og atburður­ inn hafði engin áhrif á flugferðir,“ segir Guðjón. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að flugstöðin hafi verið rýmd en Guðjón segir það vera rangt. – jhh Taska í Leifsstöð olli áhyggjum 1 7 . m a í 2 0 1 8 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -3 A 8 C 1 F C D -3 9 5 0 1 F C D -3 8 1 4 1 F C D -3 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.