Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 4
Ný ljóðabók frá Kára Tulinius Einnig fáanleg sem rafbók! Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Kjaramál Laun Ármanns Kr. Ólafs- sonar, bæjastjóra Kópavogs, hækk- uðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríf- lega 612 þúsund krónum á mánuði. Ármann fékk alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjóra- starfið, setu í bæjarstjórn, nefndum og bílastyrk. Laun fulltrúa í bæjar- stjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar hækkuðu sömuleiðis um 30 prósent, og námu alls tæpum 74 milljónum króna í fyrra samanborið við 56,7 milljónir árið 2016. Fréttablaðið óskaði eftir sundur- liðun á launakostnaði stjórnenda Kópavogsbæjar en Geir Þorsteins- son, oddviti Miðflokksins í bænum, gagnrýndi hækkanir og ógagnsæi í framsetningu launaliðar ársreikn- ings bæjarins í grein í Morgunblað- inu á dögunum. Þegar kjararáð hækkaði laun þing- manna hraustlega í afar umdeildri ákvörðun 1. nóvember 2016 hafði það áhrif á sveitarstjórnarstigið, þar sem víðast hvar fengu bæjarfulltrúar greitt hlutfall af þingfararkaupi fyrir setu í bæjarstjórnum. Í Kópavogi, líkt og víðar, var tekin ákvörðun um að frysta laun bæjar- fulltrúa meðan endurskoðað væri hvernig laun þeirra skyldu reiknuð. Niðurstaða í þeirri vinnu fékkst í febrúar 2017 og var ákveðið að laun bæjarfulltrúa tækju mið af þróun launavísitölu, grundvallað á uppreiknaðri upphæð frá 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Kópa- vogsbæ eru laun bæjarstjórans nú einnig tengd þróun launavísitölu. Bæjarstjórnendur í Kópavogi fengu því ekki jafnmikla hækkun og ef við ákvörðun kjararáðs um 44 prósent hefði verið unað, en tals- verða þó og afturvirka frá 1.  mars 2017 aftur til nóvember 2016. Það gerði það að verkum að afturvirkar greiðslur fyrir þessa tvo mánuði árið 2016 voru bókfærðar 2017 í ársreikn- ingi og gáfu heildarupplýsingar um greiðslur til kjörinna fulltrúa því ekki rétta mynd. Í útreikningum á þeim upplýsingum sem Fréttablaðið ósk- aði eftir um launagreiðslur bæjar- stjórnenda hefur verið leiðrétt fyrir þessari skekkju. Í svari Kópavogsbæjar kemur fram að árslaun bæjarstjóra árið 2016, að launatengdum gjöldum undan- skildum og að viðbættum afturvirku greiðslunum, hafi numið 22,4 millj- ónum, eða sem nemur 1.867 þúsund krónum á mánuði. Árið 2017 námu árslaun bæjar- stjóra, að launatengdum gjöldum undanskildum og frádregnum aftur- virku greiðslunum, 29,7 milljónum króna, eða sem nemur 2.479 þúsund krónum á mánuði. Inni í þessum upphæðum eru sem fyrr segir laun Ármanns sem bæjarstjóri og bæjar- fulltrúi auk launa fyrir nefndarsetu og bílastyrks frá bænum. Laun bæjarfulltrúa og bæjarráðs- fulltrúa árið 2016, að launatengdum gjöldum undanskildum, námu 56,6 milljónum króna árið 2016 en voru 73,9 milljónir 2017. Er það um 30 pró- senta hækkun. mikael@frettabladid.is Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mán- uði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. Svona hækkuðu launin Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri 2016: Árslaun: 22.411.897 kr. Mánaðarlaun: 1.867.658 kr. 2017: Árslaun: 29.756.501 kr. Mánaðarlaun: 2.479.708 kr. Hækkun: 32,7% Bæjarstjórn/bæjarráð 2016: 56.673.056 kr. 2017: 73.944.424 kr. Hækkun: 30% persónuvernd Ábendingahnappur á heimasíðu Tryggingastofnunar rík- isins sem hægt er að nota til að senda inn nafnlausar ábendingar um meint brot einstaklinga samrýmist lögum um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar í máli kæranda sem taldi óviðunandi að unnt sé að senda inn slíkar nafnlausar ábendingar. „Þann ábendingahnapp sem hér um ræðir tilgreinir vefsíða TR ekki sem gátt fyrir viðkvæmar per- sónuupplýsingar,“ segir Persónu- vernd.  Stjórnvöldum geti borist viðkvæmar upplýsingar um ein- staklinga óumbeðið eftir hvaða leið fyrir skrifleg samskipti sem er, meðal annars um ábendingahnappa á vef- síðum eða í tölvupósti. – gar Klöguhnappur TR er löglegur Kjörnir fulltrúar í Kópavogsbæ fengu hraustlega launahækkun á síðasta ári þrátt fyrir að hafa valið aðra leið en að þiggja enn hærri hækkun kjararáðs. Bæjarstórinn er með tæpar 2,5 milljónir á mánuði eftir hækkun. FréttaBlaðið/Eyþór danmÖrK Borgaryfirvöld í Kaup- mannahöfn og Árósum ráðleggja ungum konum sem óttast að verða þvingaðar í hjónaband erlendis að fela mynt í nærfötunum. Með málmleitartæki á flugvöllum verði þannig hægt að koma í veg fyrir ferð þeirra úr landi. Sífellt fleiri leita sér hjálpar í Danmörku vegna deilna sem tengjast svokölluðum fjöl- skylduheiðri. Árið 2015 bárust 242 erindi vegna nauðungarhjónabanda auk annars, að því er segir í svari félagsmálaráðu- neytisins til danska þingsins. Árið 2017 voru erindin 307. Á sama tíma fjölgaði dvalargestum hjá Red-Savehouses úr 108 í 151. Um er að ræða athvarf fyrir ungt fólk sem vill komast úr nauðungarhjónabönd- um og flýja ofbeldi tengt fjölskyldu- heiðri. – ibs  Konur bjargi sér með mynt í nærfötunum Með málmleitartæki er hægt að stöðva för kvenna. dómsmál Karlmaður var í Héraðs- dómi Austurlands í liðinni viku sýknaður af ákæru um líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín en var sýknaður þar sem brotin töldust fyrnd. Í mars 2015 kærði konan mann- inn fyrir ítrekaðar líkamsárásir og kynferðisbrot. Maðurinn var búsettur á Höfn í Hornafirði og fór lögreglan á Suðurlandi (LRSu) með rannsókn málsins. Í skýrslutökum hjá lögreglu tjáði brotaþoli sig lítið en maðurinn neitaði sök. Héraðssaksóknari felldi niður mál er vörðuðu hluta kynferðis- brota sem áttu að hafa átt sér stað árið 2014 en fyrirskipaði frekari rannsókn á meintu broti frá í mars 2015. Sá hluti málsins var síðan felldur niður í september 2017. Eftir stóðu líkamsárásirnar en málið var flutt fyrir Héraðsdómi Austurlands þar sem Höfn er innan umdæmamarka hans. Umdæmi LRSu teygir sig hins vegar inn í umdæmi dómstólsins. Sem fyrr segir kom maðurinn fyrir dóm og játaði sök. Ekki þótti unnt að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi þar sem brotin áttu sér stað áður en það ákvæði hegningarlaganna var lögfest. Hátt- semin taldist því vera líkamsárás. Dómari málsins taldi fyrningar- frest brotsins hafa rofnað þegar rannsókn málsins hófst en hins vegar hefði rannsókn þeirra brota stöðvast meðan lögregla rannsak- aði hin meintu kynferðisbrot. Því hefði sök mannsins fyrnst meðan málið var til rannsóknar og hann sýknaður. Málskostnaður, tæpar 1,7 millj- ónir króna vegna launa verjanda og réttargæslumanns brotaþola, greiðist úr ríkissjóði. – jóe Rannsókn kynferðisbrots rauf ekki fyrningarfrest líkamsárásar Dómari málsins taldi fyrningarfrest brotsins hafa rofnað þegar rannsókn málsins hófst en hins vegar hefði rannsókn þeirra brota stöðvast meðan lögregla rannsakaði hin meintu kynferðisbrot. 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T u d a G u r4 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -4 E 4 C 1 F C D -4 D 1 0 1 F C D -4 B D 4 1 F C D -4 A 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.