Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norð- austurlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en mark- miðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plast- mengun innan OSPAR sem er samn- ingur um verndun hafrýmis Norð- austur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rann- sóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Þeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðu- lega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðu- maður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samn- ingnum við NNA er að virkja sjó- menn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða fest- ist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ gj@frettabladid.is Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Fréttablaðið/Ernir VIðSkIptI Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnis- lögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega. Í maí 2015 komst Samkeppnis- eftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppn- islögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða samráð um verð á bygg- ingavörum. Málið hófst þegar Múr- búðin sneri sér til Samkeppniseftir- litsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 millj- óna króna sekt á Norvik, móður- félag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko væru ekki jafn alvar- leg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónir. Samkeppniseftirlitið höfðaði mál fyrir héraðsdómi þar sem eftir- litið byggði á því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði túlkað EES- samninginn með röngum hætti. Einnig hefði nefndin ekki lagt rétt mat á alvarleika brota Byko og sekt nefndarinnar gæti ekki tryggt full- nægjandi varnaðaráhrif. Slík áhrif eru mikilvæg til að stuðla að því að fyrirtæki raski ekki samkeppni, neytendum til tjóns. Samkeppnis- eftirlitið krafðist þess að sekt Byko yrði hækkuð. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sekt áfrýjunar- nefndar væri of lág. Engum vafa sé undirorpið að um sé að ræða sam- ráð í skilningi samkeppnisréttar. Einnig féllst dómurinn á að ákvæði EES-samningsins hafi verið brotin. – jhh Héraðsdómur hækkar sekt á Byko úr 65 milljónum í 400 milljónir byko þarf að greiða mun hærri sekt eftir dóm Héraðsdóms reykjavíkur. Fréttablaðið/ Ernir LögREgLUMÁL Til átaka kom milli bílstjóra og farþega um borð í Strætó í Borgarnesi í gærmorgun. Vagninn var kominn á leiðarenda frá Reykja- vík til Borgarness þegar atvikið varð. Vagnstjóri ýtti þá við sofandi far- þega sem greitt hafði fyrir far upp í Borgarnes, og vildi að hann yfirgæfi vagninn áður en hann héldi af stað suður á nýjan leik. Farþeginn sem mun hafa verið í annarlegu ástandi, brást hinn versti við og lét að sögn höggin dynja á vagnstjóranum. Maðurinn var í kjölfarið hand- tekinn og er í fangelsi í Borgarnesi, að sögn Guðmundar Heiðars Helga- sonar, upplýsingafulltrúa Strætó. – bg Farþegi réðst á bílstjóra SkagaFjöRðUR Öll tímalaun í Vinnuskóla Skagafjarðar hafa verið hækkuð um 120 krónur. Hækkunin er  hlutfallslega mest á tímakaupi  nemenda í sjöunda bekk sem fer úr 417 krónum í 517 krónur. Launin fara síðan stighækk- andi eftir aldri og verða 830 krónur á tímann fyrir nemendur úr tíunda bekk. Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar segir launin hækkuð til að bregðast við ábendingum íbúa og þannig að launin standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið – sem sé lengra heldur en að meðaltali í vinnuskólum landsins. – gar Launin hækka í vinnuskólanum 830 krónur fá nemendur úr 10. bekk í laun á tímann Hluti af samningn- um við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum Katrín Sóley Bjarna- dóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfis- stofnun Aukið fjármagn veitt til rannsókna sem tengjast plastmengun. Rannsókn á fýlum er þekkt í Norð- ursjó en stunduð í fyrsta sinn á Íslandi. Niður- stöður munu liggja fyrir í lok árs. Vöktun verður haldið áfram í lengri tíma 1 7 . M a í 2 0 1 8 F I M M t U D a g U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t a B L a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -6 2 0 C 1 F C D -6 0 D 0 1 F C D -5 F 9 4 1 F C D -5 E 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.