Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 8
Það má með réttu segja að Ford KA+ sé stór smábíll. Hann er byggður á stærri grind en keppinautar hans og því mun rúmbetri en gengur og gerist í þessum flokki. Ford KA+ er líka sérlega snjall. Sem dæmi þá getur þú með raddstýringu hringt og svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 22.955 kr. • Miðað við 79% Lyk illán • Kaupverð 1.790.00 0 kr. • Útborgun 370.000 kr. • Vextir 7,95% • Lánstími 84 mánuð ir • Árleg hlutfallstala k ostnaðar 9,54% Mánaðargreiðsla: FORD KA+ STÓRI SMÁBÍLLINN! VERÐ FRÁ: KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.790.000 ford.is Heilbrigðismál Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferða­ manna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskóla­ sjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkra­ tryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matt­ hías sonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölg­ un ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60­80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfalls­ lega mjög dýr miðað við aðra aldurs­ hópa. Fjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítar­ legri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönn­ un, þá helst hjúkrunarfræðinga, líf­ eindafræðinga og sjúkraliða en einn­ ig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnu­ veitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ sveinn@frettabladid.is Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Erlendir ósjúkratryggðir einstaklingar eru ákveðin tekjulind fyrir LSH en þeim fylgir einnig mikil þjónusta og aukinn kostnaður. Kulnun í starfi og mönnunarvandi helsta ógn við spítalann til framtíðar að mati forstjórans. Hann segir þann vanda vera alþjóðlegan. 8.498 bráðveikir sjúklingar komu á Hjartagátt LSH landspítalinn í tölum 2017 109.905 einstaklingar leituðu til LSH 16.447 skurðaðgerðir gerðar á spítalanum 12 sjúklingar á gjörgæslu að meðaltali á degi hverjum 1.937 hjartaþræðingar framkvæmdar 332.808 komur á dag- og göngudeildir 2.433.997 rannsókn- ir gerðar á rannsókn- arsviði spítalans Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. FréttabLaðið/ViLHeLm Páll matthíasson, forstjóri Land- spítalans 1 7 . m a í 2 0 1 8 F i m m T U D a g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 5 C C 1 F C D -7 4 9 0 1 F C D -7 3 5 4 1 F C D -7 2 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.