Fréttablaðið - 17.05.2018, Page 8

Fréttablaðið - 17.05.2018, Page 8
Það má með réttu segja að Ford KA+ sé stór smábíll. Hann er byggður á stærri grind en keppinautar hans og því mun rúmbetri en gengur og gerist í þessum flokki. Ford KA+ er líka sérlega snjall. Sem dæmi þá getur þú með raddstýringu hringt og svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 22.955 kr. • Miðað við 79% Lyk illán • Kaupverð 1.790.00 0 kr. • Útborgun 370.000 kr. • Vextir 7,95% • Lánstími 84 mánuð ir • Árleg hlutfallstala k ostnaðar 9,54% Mánaðargreiðsla: FORD KA+ STÓRI SMÁBÍLLINN! VERÐ FRÁ: KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.790.000 ford.is Heilbrigðismál Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferða­ manna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskóla­ sjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkra­ tryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matt­ hías sonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölg­ un ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60­80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfalls­ lega mjög dýr miðað við aðra aldurs­ hópa. Fjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítar­ legri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönn­ un, þá helst hjúkrunarfræðinga, líf­ eindafræðinga og sjúkraliða en einn­ ig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnu­ veitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ sveinn@frettabladid.is Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Erlendir ósjúkratryggðir einstaklingar eru ákveðin tekjulind fyrir LSH en þeim fylgir einnig mikil þjónusta og aukinn kostnaður. Kulnun í starfi og mönnunarvandi helsta ógn við spítalann til framtíðar að mati forstjórans. Hann segir þann vanda vera alþjóðlegan. 8.498 bráðveikir sjúklingar komu á Hjartagátt LSH landspítalinn í tölum 2017 109.905 einstaklingar leituðu til LSH 16.447 skurðaðgerðir gerðar á spítalanum 12 sjúklingar á gjörgæslu að meðaltali á degi hverjum 1.937 hjartaþræðingar framkvæmdar 332.808 komur á dag- og göngudeildir 2.433.997 rannsókn- ir gerðar á rannsókn- arsviði spítalans Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. FréttabLaðið/ViLHeLm Páll matthíasson, forstjóri Land- spítalans 1 7 . m a í 2 0 1 8 F i m m T U D a g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 5 C C 1 F C D -7 4 9 0 1 F C D -7 3 5 4 1 F C D -7 2 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.