Fréttablaðið - 17.05.2018, Síða 10

Fréttablaðið - 17.05.2018, Síða 10
Norður-Kórea Fundur Kim Jong- un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður- Kóreu, í landamærabænum Pan- munjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfir- lýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorku afvopnun á Kóreu- skaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarn- orkuprófunarsvæði sínu í Pung- gye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprenging- um og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorku- tilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA. Ljóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður- Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftir- litsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarn- orkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingar- vopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að ein- ræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eld- flaugum. Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Aðalstjórnstöðin á tilraunasvæðinu í Punggye-ri. Loftmyndin er tekin með gervihnetti árið 2013. Lítil virkni hefur verið á svæðinu frá kjarnorkutilraun síðasta árs. NordicPhotos/Getty Kjarnorku- svæði Norður- Kóreu í yongbyon. Nordic­ Photos/ Getty 1956 Sovétríkin byrja að fræða norðurkóreska vís- indamenn og verkfræðinga um kjarnorkumálin. 1962 Bygging kjarnorku- rannsóknarmiðstöðvar- innar í Yongbyon klárast. 1980-86 Klára að byggja kjarnakljúf til að framleiða plútón. 1985 Norður-Kórea skrifar undir samning um að dreifa ekki kjarnavopnum (NPT). 1989 Bandaríkin staðfesta með gervihnöttum tilvist kjarnorkuáætlunarinnar. 1993 Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin (IAEA) krefst að- gangs að kjarnorku- úrgangsgeymslu- svæðum Norður-Kóreu. Einræðisríkið neitar. 1994 Norður-Kórea lofar Bandaríkjunum að taka í sundur gamla kjarnakljúfa gegn því að fá aðstoð við að byggja tvo léttvatns- kjarnakljúfa. 1998 Norður-Kórea prófar Taepodong-1 eldflaug og skýtur yfir Japan. Banda- ríkin veita þróunaraðstoð gegn því að eldflauga- tilraunir verði settar á ís. 2002 Bandaríkin greina frá því að Norður- Kórea hafi unnið að því að koma sér upp kjarnorku- vopnum í leyni. Sú vinna brýtur gegn samningnum frá 1994. 2003 Norður-Kórea segir sig úr NPT. Í apríl lýsir Norður-Kórea því svo yfir að ríkið búi loks yfir kjarn- orkuvopnum. 2005 Norður-Kórea semur um afvopnun og að allri vinnu við smíði kjarnorku- vopna verði hætt. 2006 Norður-Kórea prófar sína fyrstu kjarnorku- sprengju. Sprengjan talin á bilinu 0,2 til 1 kílótonn og er því mjög lítil. Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir umfangsmiklar viðskiptaþvinganir. 2007 Norður-Kórea lofar að slökkva á aðalkjarnakljúfi sínum gegn 400 milljóna dala þróunaraðstoðar- pakka. Síðar sama ár, eftir sex ríkja viðræður í Peking, skrifar Norður-Kórea enn á ný undir samning þar sem ríkið lofar að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta smíði þeirra. 2008 Aðrar sex ríkja við- ræður í Peking. Viðræðurnar fjara út eftir að Norður- Kórea neitar að veita eftir- litsaðilum ótakmarkaðan aðgang að tilrauna- og framleiðslusvæðum. 2009 Eftir að öryggisráðið fordæmir eldflaugatilraun heitir Norður-Kórea því að taka aldrei aftur þátt í sex ríkja viðræðum. 2009 Önnur kjarnorku- sprengja prófuð. 2010 Greint frá tilvist nýrrar verksmiðju Norður- Kóreu þar sem einræðis- ríkið auðgar úran. 2012 Bandaríkin semja við Norður-Kóreu um að allri kjarnorkustarfsemi og öllum eldflaugatilraunum verði hætt gegn því að Bandaríkin sendi matvæli til Norður-Kóreu. 2013 Varnarmálaráð Norður-Kóreu segir að kjarnorkutilraunum verði haldið áfram þrátt fyrir gerða samninga. Ráðið segir Bandaríkin helsta óvin kór- esku þjóðarinnar. Þriðja kjarnorkusprengjan, sú fyrsta í valdatíð Kim Jong- un, prófuð. 2015 Norður-Kórea segist geta hæft Bandaríkin með kjarnorkusprengju. 2016 Norður-Kórea lýsir því yfir að ríkið hafi í fyrsta sinn sprengt vetnis- sprengju. Slíkar sprengjur eru mun öflugri en hefð- bundnar kjarnorkusprengj- ur. Síðar sama ár sprengir Norður-Kórea tíu kílótonna kjarnorkusprengju. 2017 Norður-Kórea prófar langdræga eldflaug og segir að hún geti dregið hvert sem er á hnettinum. Sú staðhæfing er umdeild en nærri öruggt þykir að eldflaugin dragi til Bandaríkjanna. 2017 Síðar prófar Norður- Kórea sína sjöttu kjarnorku- sprengju. Sprengjan er átta sinnum öflugri en Híró- síma-sprengjan og líklegt þykir að um raunverulega vetnissprengju sé að ræða. 2018 Norður-Kórea tekur þátt á Vetrarólympíuleikum í Suður-Kóreu og sam- skipti ríkjanna batna til muna. Kim fundar með Moon Jae-in, forseta Suður- Kóreu, í landa- mærabænum Panmunjom. Þar lofa leiðtogarnir að vinna að kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Kjarnorkumál í 60 ár Fjöldi kjarnorkuvopna 13 til 60 Fjöldi kjarnorkutilrauna Sex Öflugasta sprengjan Norður-Kórea 2017 – 50 kílótonn Tsar Bomba, Sovétríkin 1961 - 50.000 kílótonn Little Boy, Hírósíma 1945 – 15 kílótonn drægi eldflauga Hámarksdrægi norðurkóreskra eldflauga – 13.000 kílómetrar Vegalend frá Norður-Kóreu til Íslands - 8.000 km Frá Norður-Kóreu til Washing- ton – 11.000 km Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarn- orkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. ✿ Kjarnorkumál í sextíu ár 1950 2018 Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 399 kr.pk. Gardchips flögur, 150 g Krónan mælir með! Gott með borgaranu m 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T u D a G u r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 0 D C 1 F C D -6 F A 0 1 F C D -6 E 6 4 1 F C D -6 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.