Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 16

Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Af tali æst- ustu bílaeig- enda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráður- inn í annarri stefnumótun t.d. mennta- stefnu og nýsköpunar- stefnu. Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heil-brigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opin- bera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finn- lands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðis- tækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmæta- sköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnu- stefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunar- stefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnu- mótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verð- mæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum. Betra líf Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstak- lega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarand- anum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk veg- faranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka fram hjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík. Bílalíf Kjörskrá í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga 26. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um kjörstaði á www.reykjavik.is/kosningar. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér á vef dómsmálaráðuneytis­ ins, www.kosning.is, hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá og hvar þeir eiga að kjósa. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavík skal beina til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4915, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavík Skrifstofa borgarstjórnar Kjörskrá í Reykjavík Strandamaður eða séra þingmaður Árneshreppur logar í illdeilum vegna skyndilegrar fjölgunar skráðra íbúa í þessari afskekktu sveit. Brigsl ganga á milli þeirra sem vilja endilega virkja Hvalá og þeirra sem mega ekki heyra á slíkt minnst. Hástökkið í íbúa- fjölda er rakið til smölunar þar sem í raun er virkjunin stærsta kosningamálið í þessu fámenn- asta sveitarfélagi landsins. Þjóðskrá hefur meðal annars kallað lögregluna út til þess að rannsaka hvort nýbúarnir séu í raun og veru fluttir í hreppinn. Meintum lögbrjótum er hótað öllu illu en sjálfsagt eru þeir rólegir á meðan landslög ná ekki til þingmanna og ráðherra sem hafa stundað lögheimilamambó í gegnum árin. Sértu velkominn heim! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður er einn þeirra kjörnu fulltrúa sem lengi hefur verið á hrakhólum og meðal annars átt skráð lögheimili á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð og nú síðast í Aðalstræti 6 á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum síðan gerðust þau stórmerki að hann flutti sig lögformlega á heimili sitt í Garðabæ. Mögulega rétt í tæka tíð svo lögreglan hefði ekki þurft að taka á honum hús og af honum skýrslu á bakaleiðinni úr rannsóknarleiðangrinum á Ströndum. thorarinn@frettabladid.is 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -4 4 6 C 1 F C D -4 3 3 0 1 F C D -4 1 F 4 1 F C D -4 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.