Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 17
Þorvaldur Gylfason Í dag Þegar fiskstofnar á Íslandsmið­um virtust vera að þrotum komnir árin eftir 1970 m.a. af völdum ofveiði, sökktu ýmsir hag­ fræðingar sér niður í málið. Gunn­ ar Tómasson hagfræðingur var þá sá Íslendingur sem mesta reynslu hafði af störfum hjá Alþjóðagjald­ eyrissjóðnum. Gunnar mælti í rómuðu viðtali við Eimreiðina 1974 með veiðigjaldi til að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl, en verðbólga var þá mikil og efna­ hagurinn óstöðugur. Gjald, ekki skattur Bjarni Bragi Jónsson, síðar aðalhag­ fræðingur Seðlabanka Íslands, lýsti einnig þeirri skoðun að hagkvæm­ asta leiðin til að stýra fiskveiðum við Ísland væri með veiðigjaldi sem hann kallaði auðlindaskatt eins og þá tíðkaðist. Síðar var á það bent að orðið „gjald“ á betur við en „skatt­ ur“ þar eð gjald kemur fyrir veitta þjónustu, t.d. réttinn til að veiða lax eða þorsk. Eigandi laxveiðiár eða leiguíbúðar leggur ekki skatt heldur gjald á gesti sína. Bjarni Bragi kynnti niðurstöður sínar á 22. árs­ fundi norrænna hagfræðinga í Reykjavík 1975. Ritgerð hans birtist í Fjármálatíðindum, tímariti Seðla­ banka Íslands, síðar sama ár ásamt lofsamlegum ummælum tveggja erlendra hagfræðinga. Per Magnus Wijkman, síðar aðalhagfræðingur EFTA, sagði í sinni athugasemd: „Löndunargjald á veiddan afla eða uppboð veiðiheimilda eru líklega beztu leiðirnar til að tryggja hag­ kvæma stjórn sóknar á fiskimiðin án mismununar“ [Mín þýðing, ÞG]. Bjarni Bragi Jónsson vitnar í ritgerð sinni í umræður meðal íslenzkra hagfræðinga frá árunum eftir 1960 og minnist þess að hann hafi fyrst mælt opinberlega fyrir veiðigjaldi 1962. Bjarni tilgreinir að Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráð­ herra hafi 1965 mælt fyrir stofnun tekjujöfnunarsjóðs sem fjár skyldi aflað til með gjaldtöku í sjávar­ útvegi. Bjarni Bragi vitnar einnig í Jónas Haralz sem var einn helzti efnahagsráðunautur ríkisstjórna frá því fyrir 1960 og fram yfir 1970, en Jónas segir í ræðu 1967: „Beinasta aðferðin hefði verið að leggja sérstakt gjald á þær atvinnu­ greinar, sem hafa sérstaka aðstöðu til að hagnýta fiskimiðin í kringum landið, á hliðstæðan hátt og víða um heim eru greidd sérstök gjöld fyrir hagnýtingu olíulinda eða náma.“ Jón Sigurðsson, eftirmaður Jónasar sem efnahagsráðunautur ríkisstjórna á áttunda áratugnum og langt fram eftir hinum níunda og síðar ráðherra og seðlabankastjóri, var sama sinnis. Og það var einnig Þórður Friðjónsson, eftirmaður Jóns sem forstjóri Þjóðhagsstofnun­ ar næstu 15 árin þar á eftir. Þórður sagði í ræðu 1994 að „ … hagkvæm­ asta leiðin til að leysa sambúðar­ vanda iðnaðar og sjávarútvegs sé að beita einhvers konar gjaldtöku fyrir nýtingarrétt á auðlindinni“. Sem sagt: Allir þrír aðalefnahagsráðu­ nautar ríkisstjórna frá 1956 til 2002 mæltu opinberlega fyrir veiðigjaldi. (Sögunni lýkur 2002 þegar Þjóð­ hagsstofnun var lögð niður.) Fleiri menn lögðu hönd á plóg. Rögnvaldur Hannesson varði doktorsritgerð um fiskihagfræði í Lundi 1974 og fjallaði þar m.a. um veiðigjald. Kristján Friðriksson, kenndur við Últímu, varaþing­ maður Framsóknarflokksins, hélt ræðu á þingi 1975 þar sem hann mælti fyrir veiðigjaldi. Gylfi Þ. Gíslason lýsti rökunum fyrir veiði­ gjaldi í Fjármálatíðindum 1977 og í röð fimm stuttra greina í Vísi 1979 í ritstjórnartíð Þorsteins Pálssonar, síðar forsætisráðherra. Arðinn til þjóðarinnar Að lokinni ráðstefnu um fiskveiði­ stjórn að Laugarvatni 1979 birti Morgunblaðið rækileg viðtöl við þrjá sérfræðinga. Ragnar Árnason hagfræðingur, síðar prófessor, sagði þar: „… skiptir það miklu máli að velja kerfi sem er þann­ ig, að samkv. því sé unnt að sjá til þess að enginn beri skertan hlut frá borði. Þar koma helst til greina tvær leiðir, annars vegar það að ríkið selji veiðileyfin og hins vegar auðlindaskatturinn, sem er skattur á aflamagn.“ Áður hafði Ragnar skrifað 1977 „ … að væri rétt upp­ hæð auðlindaskatts lögð á annað hvort sókn eða afla, myndi það leiða til þess, að hagkvæmasta lausn næðist. Sama árangri væri unnt að ná á auðveldari hátt með útgáfu veiðileyfa fyrir afla að því tilskildu að fullkominn mark­ aður myndaðist um kaup þeirra og sölu.“ Einar Júlíusson eðlis­ fræðingur sagði við Morgunblaðið: „Burtséð frá þjóðnýtingu, sem ég tel óæskilega, er auðlindaskattur eina leiðin.“ Þorkell Helgason stærðfræð­ ingur, síðar prófessor, orkumála­ stjóri og stjórnlagaráðsmaður, leiddi talið að réttlæti: „Ég fæ ekki séð neina aðra sanngjarna leið en einhvers konar auðlindaskatt eða veiðileyfasölu. Í fyrstu mætti nota þessar skatttekjur til að ná fram raunverulegum samdrætti í úthaldi með því að kaupa upp óhagkvæm­ ustu veiðiskipin. En þegar fiski­ stofnarnir hafa rétt við tel ég slíka skattheimtu eðlilega aðferð til að dreifa stórauknum arði veiðanna til þjóðarinnar.“ Dæmin sýna að hagfræðingar og aðrir sérfræðingar stóðu í stykkinu. Allt kom fyrir ekki Þrátt fyrir þessar rökræður allar ákvað Alþingi að hafna veiði­ gjaldi þar til málamyndagjald var loksins lögfest 2002. Alþingi kaus heldur að búa til stétt auðmanna í sjávarútvegi, auðmanna sem moka fé í stjórnmálamenn og flokka í skiptum fyrir varðstöðu um óbreytt ástand. Þannig er t.d. Morgunblaðinu haldið gangandi fram á þennan dag. Einn auð­ maðurinn keypti nýlega hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af tveim vinum sínum. Andvirði viðskiptanna jafngildir 250.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Landsbanki Íslands hafði áður (2011) afskrifað skuldir kaupandans fyrir – nú verðurðu hissa! – 20 milljarða króna. Meira næst. Forsaga kvótans Einn auðmaðurinn keypti nýlega hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af tveim vinum sínum. And- virði viðskiptanna jafngildir 250.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Landsbanki Íslands hafði áður (2011) afskrifað skuldir kaupandans fyrir – nú verðurðu hissa! – 20 milljarða króna. Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum við geta treyst á að komast samstundis í traust sam­ band. Aðgangstækin okkar eru sím­ inn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti inn­ byrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykja­ víkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suð­ vesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun fram­ bjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almenn­ ings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrir­ tækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tví­ verknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læð­ ingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveit­ an leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið. Höfum opið Orri Hauksson forstjóri Símans Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið. Save the Children á Íslandi mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 7 . M a Í 2 0 1 8 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C D -5 3 3 C 1 F C D -5 2 0 0 1 F C D -5 0 C 4 1 F C D -4 F 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.