Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 18
Að undanförnu hafa birst á sam-félagsmiðlum stutt myndbönd frá ASÍ þar sem fjallað er um þær áskoranir sem launafólk stendur frammi fyrir á íslenskum vinnumark- aði. Eitt þeirra fjallar um rót reiðinnar sem ríkir í samfélaginu vegna mis- skiptingar. Þar er því er meðal annars haldið fram að oft sé ríkið versti óvinur launafólksins. Þrátt fyrir að verkalýðs- hreyfingunni hafi með samstöðu sinni tekist að hækka lægstu laun umtals- vert á síðustu árum, hækkun sem er langt umfram almenna launaþróun, hefur það ekki leitt til þeirra bættu lífskjara sem að var stefnt. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi á undanförnum árum hirt lungann af þeim ávinningi sem kjarasamningar hafa tryggt þeim tekjulægstu. Við erum að tala um skerðingu skattleysismarka, lækkun barnabóta, lækkun vaxta- og húsnæðisbóta á sama tíma og fasteignaverð og húsa- leiga hækkar. Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga með miklum tekjutengingum gagnvart greiðslum lífeyrissjóðanna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem síst skyldi. Sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launa- hækkunum magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekur- börnin þeirra deili kjörum með þjóð- inni er krafa um réttlæti og jöfnuð. Í áætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára stendur ekki til að rétta hag þeirra lægst launuðu þegar kemur að velferðar- og skattamálum. Tillaga ASÍ var samstaða um nýjan þjóðarsátt- mála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga af hagvexti yrði varið til eflingar velferðar- og félagsmála. Því miður var ríkisstjórnin, undir forsæti VG, ekki tilbúin til þess og því var mið- stjórn ASÍ nauðugur sá kostur að hafna þátttöku í þjóðhagsráði. Skilaboð ASÍ eru skýr. Um þennan ramma verða átök því það er verið að ganga freklega á hagsmuni launafólks í landinu. Við það verður ekki unað. Rót reiðinnar Allir hafa samúð með pal-estínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla … Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínu- menn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund gyðingar frá araba- ríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palest- ínumennirnir urðu þessir gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkja- veldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðar- heimili í Landinu helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armen- ar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna. Að komast heim Jón Sigurðsson fv. skólastjóri Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvía eldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldis- lax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna lands- ins) sýndi helmingur stofna afger- andi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðinga- hóps sem var skipaður af Alþjóða- hafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfða- fræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfir- völd hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna. Áhrifin geta komið fram samstundis Síðasta skáldsaga Hermanns Hesse heitir Glerperluleikur-inn og fjallar að hluta til um fáránleikann. Sagan á sér stað í ónefndu ríki í Evrópu þar sem allt snýst í kringum glerperluleik- inn sem er með óljósar reglur og engan tilgang nema sjálfan sig og gat af sér alls konar hörmungar. Færustu menn ríkisins helguðu líf sitt leiknum og menntun efnileg- ustu barna og unglinga miðaðist við að undirbúa þau undir leikinn. Þegar Hermann Hesse hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1946 var Glerperluleikurinn sérstaklega nefndur til sögunnar. Um það bil 0,8% Íslendinga fæðast með illvíga stökkbreytingu í erfðavísi sem heitir BRCA2. Konur sem bera stökkbreytinguna eru með 86% líkur á því að fá banvænt krabbamein, þær eru þrisvar sinn- um líklegri til þess að deyja fyrir sjötugt en konur almennt og þær lifa að meðaltali tólf árum skemur. Stökkbreytingin er sem sagt ban- væn ef ekkert er að gert. Það væri hins vegar hægt að bægja frá meiri hlutanum af þessari ógn með fyrir- byggjandi aðgerðum. Við búum svo vel að það væri auðvelt að finna flesta arfberana og þar af leiðandi hægt að nálgast þá, vara þá við ógninni og bjóða þeim aðstoð. Í um það bil ára- tug hef ég árangurslaust reynt að sannfæra heilbrigðisyfirvöld um að nýta þennan möguleika. Það vaknaði hjá mér svolítil von um að þetta væri að breytast þegar heilbrigðismálaráðherra skipaði starfshóp til þess að setja saman til- lögur um nýtingu erfðaupplýsinga til forvarna með sérstaka áherslu á stökkbreytinguna í BRCA2. Starfs- hópurinn skilaði tillögum sínum á mánudaginn og í þeim segir skýrt og skorinort að hann telji að það væri brot á gildandi lögum að hafa samband við arfberana og vara þá við hættunni sem steðjar að lífi þeirra og ef sett yrðu ný lög sem leyfðu slíkt, brytu þau líklega í bága við stjórnarskrá lýðveldisins og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er furðuleg túlkun og nýstárleg og brýtur í bága við hefð í íslensku samfélagi. Ég ætla ekki að vitna til greina eða málsgreina í lögum eða stjórnarskrá eða mann- réttindasáttmála þeirri skoðun minni til stuðnings, vegna þess að hún byggir á einni af grundvallar- forsendum samfélags manna sem er æðri öllum lögum og hljómar svona: Þegar manneskja er í bráðri lífshættu vörum við hana við ef við getum og reynum að forða henni frá hættunni án tillits til laga eða annars nema þess sem kynni að setja fleiri líf í hættu. Það er rík hefð í íslensku samfélagi fyrir því að ganga mjög langt í því að bjarga lífi fólks án þess að það hafi lagt blessun sína yfir það fyrirfram. Til dæmis segjum við fólki frá hættunni á því að snjóflóð kunni að falla á hús þess vegna þess að heilsu og lífi þess stafar hætta af snjó- flóðum og við gerum það án þess að leita samþykkis þess fyrirfram. Við göngum meira að segja svo langt að flytja fólk nauðungarflutningum úr húsum á snjóflóðasvæðum ef það neitar að fara af fúsum og frjálsum vilja. Við sendum leitarflokka eftir fólki sem kemur ekki ofan af hálendinu á tilsettum tímum. Við prentum viðvaranir á sígarettu- pakka sem segja að það sé lífs- hættulegt að reykja, án tillits til þess hvort kaupandinn vilji vita að með neyslunni sé hann að vega að sjálfum sér. Starfshópurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ef konur séu í bráðri lífshættu af völdum stökkbreytingar í BRCA2 megi ekki vara þær við vegna þess að það vegi að friðhelgi um einkalíf þeirra. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta sinn í sögu Íslands sem því er haldið fram að það sé ólöglegt að vara fólk við bráðri lífshættu og fáránleikinn í því er takmarkalaus. Við byggjum landið með lögum til þess að gera líf fólks betra og örugg- ara. Lögin eru hugsuð sem tæki sem við notum til þess að gera líf fólks betra og öruggara. Ef túlkun starfs- hópsins er rétt og stjórnarskráin og lögin banna okkur að vara arf- berana við bráðri lífshættu eru þau farin að vinna gegn tilgangi sínum og halda okkur frá þeim mark- miðum sem þau áttu að hjálpa okkur að ná. Þau eru erindislaus og ótengd hagsmunum þess samfélags sem þau eiga að hjálpa okkur við að stjórna. Þau eru orðin einhvers konar glerperluleikur sem hefur engan tilgang annan en sjálfan sig og getur af sér alls konar hörmung- ar. Það er hins vegar ljóst að túlkun manna á stjórnarskránni og lögum sem á henni byggja hefur hingað til ekki komið í veg fyrir að fólk sem er í bráðri lífshættu af öðrum sökum en illvígum stökkbreytingum sé varað við. Þar af leiðandi er sá möguleiki fyrir hendi að vandinn liggi ekki í lögunum eða stjórnar- skránni heldur í starfshópi heil- brigðismálaráðuneytisins. Þegar ég hélt fund um þetta mál með föður mínum heitnum í nótt sem leið voru viðbrögð hans þessi vísa: Sál þeirra okkur sýnist rög og sorgir mun hún þreyja Þau halla undir flatt og hylla lög og horfa á konur deyja Rétturinn til þess að bjarga lífum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar – eða gereyðingu. Það er hins vegar ljóst að túlkun manna á stjórnar- skránni og lögum sem á henni byggja hefur hingað til ekki komið í veg fyrir að fólk sem er í bráðri lífshættu af öðrum sökum en illvígum stökkbreytingum sé varað við. Þar af leiðandi er sá möguleiki fyrir hendi að vandinn liggi ekki í lögunum eða stjórnarskránni heldur í starfshópi heilbrigðismála- ráðuneytisins. Stýrðar tilraunir í náttúru- legum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Dr. Kjetil Hindar rannsóknar- stjóri norsku Náttúrufræði- stofnunarinnar í Þrándheimi Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -5 8 2 C 1 F C D -5 6 F 0 1 F C D -5 5 B 4 1 F C D -5 4 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.