Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 22
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 30 ára 2018 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R22 S p o R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð sport HanDBoLTI Það er skammt stórra högga á milli  hjá Bjarka Má Elís- syni og félögum hans hjá Füchse Berlin næstu daga. Liðið á leik gegn Hannover-Burgdorf í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld, en liðið er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg um þýska meistaratitilinn. Þá anda Magdeburg, Kiel og Hannover-Burg- dorf ofan í hálsmálið á Füchse Berlin í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Á laugardaginn kemur mætir Füchse Berlin svo Göppingen í undan úrslitum EHF-keppninnar, en Bjarki Már og samherjar hans eiga harma að hefna frá síðasta ári þar sem Göppingen lagði Füchse Berlin að velli í úrslitaleik keppninnar. Bjarki Már segist hóflega bjart- sýnn á það að lið hans verði þýskur meistari, en stefnan sé sett á að klára síðustu fjóra leiki deildarkeppninn- ar með sóma og sjá hverju það skilar. „Bæði Rhein-Neckar Löwen og Flensburg eiga frekar þægilega leikjadagskrá eftir og ég býst nú ekki við því að þau misstígi sig á lokasprettinum,“ sagði Bjarki Már í samtali við Fréttablaðið. „Ég hugsa að Rhein-Neckar Löwen klári þetta og verði meist- arar, en við ætlum að sjálfsögðu að setja pressu á þau með því að hafa betur í þeim leikjum sem eftir eru. Ef við vinnum Hannover-Burgdorf þá erum við í góðri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti. Mig hefur dreymt um það síðan ég var lítill strákur að leika í þeirri keppni og það væri gaman ef sá draumur yrði að veruleika,“ sagði Bjarki Már. „Það er hins vegar ekki klárt hvort Þýskaland fær tvö eða þrjú sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þar sem forráðamenn þýsku deildar- keppninnar og Meistaradeildarinn- ar eiga í deilum þessa stundina um leikdaga og sjónvarpsréttindi. Við getum hins vegar lítið gert í því og það eina sem við getum gert er að hafna eins ofarlega og mögulegt er.“ Bjarki Már kveðst spenntur fyrir úrslitahelgi EHF-bikarsins. „Það hefur verið þétt dagskrá undanfarið og það heldur áfram. Strax eftir leikinn gegn Hannover- Burgdorf þá höldum við til Magde- burg og freistum þess að sækja EHF- bikarinn,“ sagði Bjarki Már. „Við mætum Göppingen í undan- úrslitum sem hafði af okkur þennan titil í fyrra með því að vinna okkur í úrslitaleik. Við ætlum klárlega að fara alla leið að þessu sinni. Ef við myndum vinna EHF-bikarinn og tryggja okkur sæti í Meistaradeild Evrópu getum við mjög vel við unað að mínu mati. Það væri hins vegar enn betra ef við næðum að landa þeim stóra, það er þýska meistara- titlinum,“ sagði Bjarki Már.“ hjorvaro@frettabladid.is Draumur að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og félagar hans hjá Füchse Berlin standa í ströngu þessa dagana. Liðið er í toppbaráttu þýsku efstu deildarinnar í hand- bolta karla og leikur svo í undanúrslitum EHF-keppninnar á laugardaginn. Bikarinn til Madrídar Einlægur fögnuður Atlético Madrid vann 0-3 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í gær. Antoine Griezmann skoraði tvö marka Atlético og Gabi eitt. Fernando Torre vann sinn fyrsta og síðasta titil með Atlético, en hann er á förum frá félaginu eftir tímabilið. Nordicphotos/Getty Þriðji dansinn hjá ÍBV og FH HanDBoLTI ÍBV og FH mætast í þriðja sinn í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 18.30. ÍBV vann fyrsta leikinn, 32-26, en FH svaraði fyrir sig með þriggja marka sigri í öðrum leiknum, 28-25, í Kaplakrika í fyrradag. Tapið á þriðjudaginn var það fyrsta hjá ÍBV í úrslitakeppninni í ár. Eyjamenn sópuðu ÍR og Haukum úr leik í 8-liða og undanúrslitunum. ÍBV varð deildarmeistari og er með heimavallarréttinn í úrslitaein- víginu. Það er því ljóst að FH þarf að vinna a.m.k. einn leik í Eyjum til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011. Eyjamenn urðu meist- arar í fyrsta og eina sinn 2014. – iþs eyjamaðurinn theodór sigurbjörns- son reynir skot að marki Fh í öðrum leik liðanna. Fréttablaðið/erNir bjarki Már og félagar standa í ströngu þessa dagana. Nordicphotos/aFp 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 F A C 1 F C D -7 E 7 0 1 F C D -7 D 3 4 1 F C D -7 B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.