Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.05.2018, Qupperneq 22
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 30 ára 2018 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R22 S p o R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð sport HanDBoLTI Það er skammt stórra högga á milli  hjá Bjarka Má Elís- syni og félögum hans hjá Füchse Berlin næstu daga. Liðið á leik gegn Hannover-Burgdorf í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld, en liðið er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg um þýska meistaratitilinn. Þá anda Magdeburg, Kiel og Hannover-Burg- dorf ofan í hálsmálið á Füchse Berlin í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Á laugardaginn kemur mætir Füchse Berlin svo Göppingen í undan úrslitum EHF-keppninnar, en Bjarki Már og samherjar hans eiga harma að hefna frá síðasta ári þar sem Göppingen lagði Füchse Berlin að velli í úrslitaleik keppninnar. Bjarki Már segist hóflega bjart- sýnn á það að lið hans verði þýskur meistari, en stefnan sé sett á að klára síðustu fjóra leiki deildarkeppninn- ar með sóma og sjá hverju það skilar. „Bæði Rhein-Neckar Löwen og Flensburg eiga frekar þægilega leikjadagskrá eftir og ég býst nú ekki við því að þau misstígi sig á lokasprettinum,“ sagði Bjarki Már í samtali við Fréttablaðið. „Ég hugsa að Rhein-Neckar Löwen klári þetta og verði meist- arar, en við ætlum að sjálfsögðu að setja pressu á þau með því að hafa betur í þeim leikjum sem eftir eru. Ef við vinnum Hannover-Burgdorf þá erum við í góðri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti. Mig hefur dreymt um það síðan ég var lítill strákur að leika í þeirri keppni og það væri gaman ef sá draumur yrði að veruleika,“ sagði Bjarki Már. „Það er hins vegar ekki klárt hvort Þýskaland fær tvö eða þrjú sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þar sem forráðamenn þýsku deildar- keppninnar og Meistaradeildarinn- ar eiga í deilum þessa stundina um leikdaga og sjónvarpsréttindi. Við getum hins vegar lítið gert í því og það eina sem við getum gert er að hafna eins ofarlega og mögulegt er.“ Bjarki Már kveðst spenntur fyrir úrslitahelgi EHF-bikarsins. „Það hefur verið þétt dagskrá undanfarið og það heldur áfram. Strax eftir leikinn gegn Hannover- Burgdorf þá höldum við til Magde- burg og freistum þess að sækja EHF- bikarinn,“ sagði Bjarki Már. „Við mætum Göppingen í undan- úrslitum sem hafði af okkur þennan titil í fyrra með því að vinna okkur í úrslitaleik. Við ætlum klárlega að fara alla leið að þessu sinni. Ef við myndum vinna EHF-bikarinn og tryggja okkur sæti í Meistaradeild Evrópu getum við mjög vel við unað að mínu mati. Það væri hins vegar enn betra ef við næðum að landa þeim stóra, það er þýska meistara- titlinum,“ sagði Bjarki Már.“ hjorvaro@frettabladid.is Draumur að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og félagar hans hjá Füchse Berlin standa í ströngu þessa dagana. Liðið er í toppbaráttu þýsku efstu deildarinnar í hand- bolta karla og leikur svo í undanúrslitum EHF-keppninnar á laugardaginn. Bikarinn til Madrídar Einlægur fögnuður Atlético Madrid vann 0-3 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í gær. Antoine Griezmann skoraði tvö marka Atlético og Gabi eitt. Fernando Torre vann sinn fyrsta og síðasta titil með Atlético, en hann er á förum frá félaginu eftir tímabilið. Nordicphotos/Getty Þriðji dansinn hjá ÍBV og FH HanDBoLTI ÍBV og FH mætast í þriðja sinn í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 18.30. ÍBV vann fyrsta leikinn, 32-26, en FH svaraði fyrir sig með þriggja marka sigri í öðrum leiknum, 28-25, í Kaplakrika í fyrradag. Tapið á þriðjudaginn var það fyrsta hjá ÍBV í úrslitakeppninni í ár. Eyjamenn sópuðu ÍR og Haukum úr leik í 8-liða og undanúrslitunum. ÍBV varð deildarmeistari og er með heimavallarréttinn í úrslitaein- víginu. Það er því ljóst að FH þarf að vinna a.m.k. einn leik í Eyjum til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011. Eyjamenn urðu meist- arar í fyrsta og eina sinn 2014. – iþs eyjamaðurinn theodór sigurbjörns- son reynir skot að marki Fh í öðrum leik liðanna. Fréttablaðið/erNir bjarki Már og félagar standa í ströngu þessa dagana. Nordicphotos/aFp 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 F A C 1 F C D -7 E 7 0 1 F C D -7 D 3 4 1 F C D -7 B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.