Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 46
1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R34 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a ð I ð BARÁTTA UPP Á LÍF OG DAUÐA Spennuþrungin frásögn eftir Einar Kárason, byggð á sönnum atburðum Barátta íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl Einnig fáanleg sem rafbók og hljóðbók Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ÞæTTIR Bobby Kennedy for President HHHHH Leikstjórn: Dawn Porter Aðalhlutverk: Robert F. Kennedy, Harry Belafonte, Paul Schrade Hvað sem fólki kann að finnast um þá bræður, John Fitzgerald Kennedy og Robert Francis Kennedy, er óhætt að mæla eindregið með þessum þáttum á Netflix. Bobby Kennedy for President segir nefnilega miklu stærri og meiri sögu en aðeins þess- ara silfurskeiðunga sem hefðu í raun aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn en ákváðu engu að síður að taka sér stöðu á hinu pólitíska sviði. Og gjalda með lífi sínu, Mestur fengurinn í þáttunum er aldarspegillinn sem þeir bregða upp. Fréttamyndir og viðtöl við fólk sem var í hringiðu atburðanna, fyrir tæpum sextíu árum, eru harkaleg áminning um hversu stutt er síðan það þótti enn sjálfsagðara en í dag að traðka á mannréttindum minnihluta- hópa. Í þessu tilfelli fyrst og fremst bandarískra blökkumanna. Auðvitað má segja margt um þá bræður, John og Bobby. Breyskir og mistækir voru þeir vissulega, eins og við öll, en það verður þó ekki af þeim tekið að þeir áttu sinn þátt í að þoka heiminum í rétta átt. Og þá miklu frekar Bobby heldur en John. JFK var óumdeilt sleipari pólitíkus en RFK. Leiftrandi af sjálfsöryggi, flug- mælskur og sjarmerandi marði John Kennedy sigur í forsetakosningunum 1960 gegn sitjandi varaforsetanum, Richard Nixon. Sagan hefur síðan fellt sinn dóm yfir báðum. JFK í hag. Hinn ungi, kappsami litli bróðir hans stýrði kosningabaráttunni og þar sýndi Bobby á sér hliðar sem voru ekkert sérstaklega jákvæðar. Þættirnir gera ágæta grein fyrir því að hann togaði í spotta til þess að fá Martin Luther King jr. leystan úr haldi, aðeins vegna þess að það þjónaði hagsmunum stóra bróður í kosningabaráttunni. Þeir sem störfuðu með Bobby Kenn edy og kynntust honum á þessum árum standa þó fast á því að eftir því sem hann kynntist betur kröppum kjörum þeirra sem minnst máttu sín og því órétti sem þeldökkir voru beittir hafi hann lært, þroskast og breyst. Í framhaldinu hafi hann barist af öllu hjarta fyrir betri heimi. Eftir að JFK varð forseti gerði hann litla bróður sinn að dómsmálaráð- herra og þar lét Bobby heldur betur til sín taka. Tók fast á skipulögðum glæpum og grillaði meðal annars verkalýðsskúrkinn Jimmy Hoffa fyrir þingnefnd. Þá kaus hann að senda herinn til Suðurríkjanna, að beiðni Martins Luthers King, til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi óeirðir og blóðbað. Eitt fallegasta atriðið í þessum þáttum er svo þegar dómsmálaráðherrann sendir fulltrúa alríkisyfirvaldsins til Mississippi til þess að svínbeygja ríkisstjórann Ross Barnett til þess að leyfa tveimur fyrstu þeldökku nem- endunum í Háskólanum í Mississippi að skrá sig til náms. Auðvitað finnst manni ótrúlegt að aðeins 56 ár eru síðan það þurfti að beita hervaldi til þess að fólk fengi að sækja sér menntun í Bandaríkjunum. En svona var þetta og verður ef til vill aftur miðað við hversu hressilega sitjandi forseti Bandaríkjanna kitlar pinnann í bakkgír. Óneitanlega er dregin upp glans- mynd af Bobby í þessum þáttum en hann er þó ekki sýndur sem vængj- aður engill, baðaður í glimmeri. Ég hef hins vegar alltaf kosið að trúa því að Robert Francis Kennedy hafi meint vel og virkilega trúað á að það mætti bæta heiminn. Nokkur atriði í þáttunum hafa styrkt mig í þeirri trú og að sjálfsögðu mátti hann, eins og fleiri umbótasinn- ar á þessum tíma, gjalda með lífi sínu. Árið 1967 gaf Bobby út bókina To Seek a Newer World, sem byggð var á ræðum hans og greinum um flest það sem honum fannst þurfa að breyta í samfélaginu. Hún kom út á íslensku skömmu síðar undir nafninu Í leit að betri heimi. Þessir þættir sýna svo ekki verður um villst að Bobby var sannur í þeirri leit og ég ætla að leyfa mér að lifa áfram í þeirri trú að heimurinn væri betri í dag ef hann hefði lifað og kom- ist í Hvíta húsið. Þá væri appelsínu- guli brjálæðingurinn þar varla í dag. Og silfurskeiðungar vorra tíma mættu draga talsverðan lærdóm af Bobby og þessum þáttum. Ríkir pabba strákar og forréttindapésar geta nefnilega líka látið gott af sér leiða. Þeir þurfa bara að vilja það og setja sjálfa sig og auðvaldið sitt til hliðar. Þórarinn Þórarinsson nIðURsTaða: Ágengir þættir sem bjóða upp á bæði tár og gæsahúð á átakanlegum og merkilegum augna- blikum í sögu Bandaríkjanna á síðari hluta 20. aldar. Þörf áminning um hversu stutt er síðan mannréttindi voru einskis virði og hversu auðvelt er að tapa því sem þó hefur áunnist. RFK og Martin Luther King voru drepnir en draumurinn um betri heim lifir enn.  Í leit að betri heimi Bobby Kennedy er dæmi um silfurskeiðung sem lærði að láta hjartað ráða för og reyndi að bæta heiminn. Juan Romero, aðstoðarþjónn á Ambassador-hótelinu, hlúir að Bobby Kennedy eftir að hann var skotinn. Frásögn Romero af atvikinu er átakanlega hjartnæm. Bíó 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C D -6 2 0 C 1 F C D -6 0 D 0 1 F C D -5 F 9 4 1 F C D -5 E 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.