Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 8-13 m/s í dag. Það léttir til á austanverðu landinu, en vestan til er spáð skúrum eða slydduéljum. Svalt í veðri, á Austfjörðum gæti hiti þó skriðið yfir 10 stig í sólinni. sjá síðu 20 Páll fékk hvatningarverðlaun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti í gær Páli Melsted, prófessor við iðnaðarverkfræði- og tölvunar- fræðideild Háskóla Íslands, hvatningarverðlaun ráðsins. Voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís. Fréttablaðið/anton brink VEðuR Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipart- inn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður lík- lega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veður- stofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvestur- landi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlut- anum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægð- irnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raun- verulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ gunnthorunn@frettabladid.is Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenju- legt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Fréttablaðið/Hörður Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Frá Þýskalandi Nr. 12952 - Án gashellu - Svart 67.900 Verð áður 79.900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 • Afl 10,5 KW • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm Niðurfellanleg hliðarborð Vönduð yfirbreiðsla fylgir l i Frábært VERÐ KjaRamál „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, í tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í gær af launahækkunum kjörinna fulltrúa í bænum. Eins og blaðið greindi frá í gær hækkuðu laun bæjarstjórans, Ármanns Kr. Ólafssonar, um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017, eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Bæjarstjórn Kópavogsbæjar sam- þykkti í febrúar í fyrra að hafna 44 prósenta hækkun kjararáðs og tengja laun kjörinna fulltrúa við þingfarar- kaup. Sú ákvörðun færði bæjarfulltrúum þrátt fyrir það 30 prósentum hærri laun milli ára. – smj Laun Ármanns fram úr hófi FERðaþjónusta Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi voru kallaðar um klukkan sjö í gærkvöld eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferða- mönnum á Vatnajökli. Ferðamenn- irnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel en eftir að neyðarboð barst frá Grímsvötnum náðist ekki samband við þá. Voru því ellefu björgunarsveitir kallaðar út og leitað var að ferða- mönnunum á vélsleðum og snjó- bílum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýs- ingafulltrúa Landsbjargar, á tíunda tímanum í gærkvöld var leitarfólk komið af stað á sleðum uppi á jökl- inum og á leið í Grímsvötn. Veðrið var hins vegar slæmt, snjókoma og þó nokkur vindur, og því voru aðstæður hamlandi. Samkvæmt Davíð unnu um fimm- tíu manns að aðgerð gærkvöldsins. Þar að auki hafði hópum á svæðinu í kringum jökulinn verið gert við- vart og þeir því í viðbragðsstöðu. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hversu lengi leit skyldi halda áfram þegar Fréttablaðið fór í prentun. Davíð sagði að auki að sömu grunnreglur ættu alltaf við þegar haldið væri í ferðalag, vildi maður ekki lenda í ógöngum. Maður ætti að útbúa sig vel, tryggja að aðrir viti af sér og kynna sér aðstæður. Nefndi hann sérstaklega að gott væri að skilja eftir ferðaáætlun og hafa neyðarsendi, líkt og ferða- mennirnir týndu. Ferðamennirnir höfðu ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. – þea Fjölmenni við leit á Vatnajökli leitað var við erfiðar aðstæður á Vatnajökli. Fréttablaðið/VilHelm 1 8 . m a í 2 0 1 8 F Ö s t u D a G u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -7 D 0 8 1 F D 5 -7 B C C 1 F D 5 -7 A 9 0 1 F D 5 -7 9 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.