Fréttablaðið - 18.05.2018, Page 6

Fréttablaðið - 18.05.2018, Page 6
STJÓRNSÝSLA Fjölmargar athuga­ semdir eru gerðar við aðkomu og eftirlit stjórnvalda í tengslum við útgáfu leyfa og eftirlit með rekstri kísilvers United Silicon í skýrslu Ríkisendurskoðunar um efnið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að úttekt Vinnu­ eftirlits ríkisins á verksmiðjunni fór fram tæpum mánuði eftir að starfsemi hófst. Þá var ekki kannað hvort aðstandendur verksmiðj­ unnar hefðu fjárhagslega burði til að standa að henni. Tíu ára sorgarsaga United Silicon og fyrirrennara félagsins er flestum kunn. Kísilver þess var gangsett 13.  nóvember 2016 en starfsemi þess stöðvuð rúmum tíu mánuðum síðar eftir ítrekaðar aðfinnslur og athugasemdir við aðstæður innan verksmiðjunnar og vegna lyktmeng­ unar frá henni. Mánuði áður en verksmiðjan var ræst sendi Magnús Garðarsson, for­ stjóri United Silicon, bréf um að til stæði að hefja framleiðslu í lok október. Það dróst sem fyrr segir um hálfan mánuð. Fyrsta skoðun Vinnueftirlits ríkisins fór hins vegar fram 21. nóvember það ár. Þá fór úttekt á starfseminni með tilliti til starfsleyfisskilyrða ekki fram fyrr en 7. desember þrátt fyrir að óheimilt sé lögum samkvæmt að rekstur hefjist fyrr en eftirlitsmaður stofn­ unarinnar hafi gefið vottorð um að útbúnaður sé í lagi. Slíkt vottorð var gefið út þrátt fyrir að skilyrði þess hafi ekki verið uppfyllt. Í skýrslunni er einnig vikið að mengunarspá í umhverfismats­ ferlinu. Áður hefur komið fram að danska verkfræðistofan COWI fór fram á að nafn og merki fyrirtækis­ ins yrðu fjarlægð af loftdreifilíkani í matsskýrslu sem fyrirtækið skilaði til Skipulagsstofnunar. Degi eftir að tilkynning COWI barst skilaði Uni­ ted Silicon skýrslu sem Force Techn­ ology hafði unnið að beiðni þess. „Í lögum og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum er ekki að finna nein skilyrði um þá sem geta unnið að mati á umhverfisáhrifum, svo sem um menntun, vottun eða gæðakerfi. Að mati Skipulagsstofn­ unar gat það því ekki ráðið úrslitum hver vann spána. […] Ríkisendur­ skoðun telur aftur á móti óheppi­ legt að óvissa geti ríkt um uppruna útreikninga og líkana sem miklu máli skipta í mati á umhverfisáhrif­ um og að framkvæmdaraðilar geti lagt fram gögn í nafni fyrirtækja sem hafa ekki unnið þau þó að efnislega kunni niðurstöður þeirra að vera réttar,“ segir meðal annars í skýrslunni. Stofnunin leggur til að umhverfis­ og auðlindaráðuneytið skerpi á kröfum sem gerðar eru til þeirra sem vinna umhverfismöt. Í skýrslunni er einnig vikið að því að í undirbúningsferlinu hafi ekki verið unnt að upplýsa um stjórn né stjórnendur fyrirtækisins sem ætlaði að standa fyrir rekstrinum en upplýsingar um eignarhald og stjórnendur verkefnisins voru afar misvísandi alla tíð. Í þágildandi Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomur í rekstri verksmiðjunnar og kvartana vegna mengunar frá henni. Víða var pottur brotinn við undirbúning rekstursins. Frá fyrstu skóflustungu verksmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Arðsemismat byggðist eingöngu á forsendum United Silicon Í tíð eldri laga um ívilnanir til nýfjárfestinga var það skilyrði samkvæmt lögunum að Íslandsstofa fram- kvæmdi arðsemismat á starfseminni. Í skýrslunni er vikið að aðkomu Íslandsstofu að verkefninu en hún taldi að „verkefnið myndi skila umtalsverðum ábata fyrir íslenskt samfélag“. Í skýrslunni er sett út á það að arðsemismatið hafi alfarið byggt á framlögðum gögnum og upplýsingum frá aðstandendum verkefnisins. Engin áreiðanleika- könnun var framkvæmd og tók Íslandsstofa það fram í niðurstöðum sínum að þær hvíldu á þeirri forsendu að áætlanir og fullyrðingar umsækjenda stæðust. „Einnig má benda á ýmsa hnökra á arðsemismatinu, til dæmis er í greinargerð Íslandsstofu vísað til fyrir- hugaðrar starfsemi sem smáþörungaframleiðslu,“ segir í skýrslunni. United Silicon stefndi vissulega ekki að stofnun smáþörungaframleiðslu heldur því að koma kísilveri á fót. Ríkisendurskoðun leiðir að því líkur að þar hafi slæðst inn texti úr arðsemismati fyrir verksmiðju Algalíf Iceland ehf. Íslandsstofa baðst síðar undan því að framkvæma slík möt, og var fallist á það, þar sem það samræmdist ekki hlutverki hennar en það er að kynna landið fyrir erlendum fjárfestum. 2007-2012 Tomahawk Development, fyrirrennari United Silicon, hefur undirbúning að opnun kísilvers í Helguvík. 13. september 2012 Stakksbraut 9, síðar United Silicon, sendir tillögu að umhverfismatsáætlun til Skipulags- stofnunar. 26. júní 2013 Stakksbraut 9 sækir um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar. 3. október 2013 United Silicon sækir um ívilnun til atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins. 27. ágúst 2014 Fyrsta skóflustunga kísilversins. 14. desember 2014 Reykjanesbær gefur út byggingaleyfi til United Silicon. 20. apríl 2016 Vinnueftirlit ríkisins veitir United Silicon starfsleyfi. 13. nóvember 2016 Starfsemi hefst. 7. desember 2016 Lokaúttekt Vinnu- eftirlits ríkisins fer fram. 25. apríl 2017 Umhverfisstofnun stöðv- ar framleiðslu vegna mengunar. 19. maí 2017 Umhverfisstofnun heimilar gangsetningu á nýjan leik. 14. ágúst 2017 United Silicon fær heimild til greiðslustöðvunar. 1. september 2017 Starfsemi kísil- versins stöðvuð. ✿ Stiklað á stóru í sögu United Silicon Magnús Garðarsson. Stefán Sigurðsson. Ekki fór fram könnun af hálfu stjórnvalda á eignar- haldi, fjárhagslegu bolmagni eða sögu rekstraraðila United Silicon heldur voru yfirlýsingar þeirra teknar góðar og gildar. lögum um ívilnunarsamninga var gerð krafa um óflekkað mannorð og orðspor framkvæmdastjóra aðila. Ekki fór fram nein könnun af hálfu stjórnvalda þess efnis heldur voru yfirlýsingar aðila teknar góðar og gildar. Könnun á slíku hefði hins vegar leitt í ljós að árið 2009 var fyrirtæki í eigu Magnúsar Garðars­ sonar sektað vegna brota á rétt­ indum verkamanna og að honum hefði verið gert að segja upp hjá áðurnefndu COWI fyrir að hafa mis­ notað aðstöðu sína sem starfsmaður þar. joli@frettabladid.is VIÐSKIPTI Íslensk fjarskiptafyrir­ tæki þurfa að greiða Farice, sem rekur sæstrengi á milli Íslands og Evrópu, fimm­ til tífalt hærra verð fyrir gagnasambönd heldur en erlendir viðskiptavinir gagnavera hér á landi. „Við erum í raun í engri samnings­ stöðu. Þetta er einokun og í okkar huga óásættanleg staða,“ sagði Þor­ varður Sveinsson, framkvæmda­ stjóri fyrirtækja­ og þróunarsviðs Sýnar, á fjárfestafundi félagsins í gær. Hann sagði félaginu „renna blóð­ ið til skyldunnar“ til þess að taka málin í eigin hendur og kanna fýsi­ leika þess að leggja nýjan sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Eðlilegt væri að spyrja hvort mögulegt væri fyrir Sýn að byggja og reka eigin ljósleiðarastreng fyrir þann kostnað sem greiddur er til Farice. Sá kostnaður væri enda verulegur en Þorvarður benti á að innlend fjarskiptafélög stæðu undir um 50 til 55 prósentum af tekjum Farice. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, tók þó fram að sæstrengsverkefnið væri enn á þróunarstigi og ekki væri því ljóst hvort af því yrði. Til þess að félagið gæti unnið málið áfram og réttlætt fjárfesting­ una myndu íslensk stjórnvöld þurfa að koma að málum. – kij Greiða allt að tífalt hærra verð fyrir gagnasamband BANdARíKIN Kim Jong­un, einræðis­ herra Norður­Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að  að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorku­ afvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður­Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye­gwan, aðstoðarutan­ ríkisráðherra Norður­Kóreu, var harðorður í garð Boltons á mið­ vikudag. „Við felum ekki þá stað­ reynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður­Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrir hugað samkomulag við ein­ ræðisríkið myndi fela í sér áfram­ haldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður­Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkja­ manna og Suður­Kóreumanna einn­ ig vakið reiði Kim Jong­un. Viðræð­ um, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður­Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst. – þea Trump reynir að lægja öldurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. NoRDIcphoToS/GeTTy 1 8 . m A í 2 0 1 8 F Ö S T U d A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -A 4 8 8 1 F D 5 -A 3 4 C 1 F D 5 -A 2 1 0 1 F D 5 -A 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.