Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 8
www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Nýr Polo. Besta útgáfan af sjálfum sér. Stærra innanrými og frábært upplýsinga- og afþreyingarkerfi gera allar bílferðir betri í nýjum Polo. Ný vélartækni skilar meira afli og þú getur valið um fjölmörg aðstoðarkerfi svo að þinn Polo verði nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Komdu og prófaðu Polo. Hlökkum til að sjá þig! Nýr Volkswagen Polo mætir gjörbreyttur til leiks. Volkswagen Polo 2.390.000 kr. Verð frá aðeins HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum árneshreppur „Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ segir Ingólfur Bene- diktsson, varaoddviti Árneshrepps, þar sem hreppsnefndin samþykkti á miðvikudag framlagða kjörskrá með sérstökum fyrirvara. Ingólfur segir fyrirvarann hafa verið settan að kröfu starfs- manns Þjóðskrár sem undanfarið hefur kannað lögheimilisskráningar í Árneshreppi. Í fyrrahaust áttu 46 lögheimili í hreppnum en að sögn Ingólfs eru samkvæmt nýju kjör- skránni nú 63 – eða sem svarar til fjölda alþingismanna. „Ég  get ekki svarað þessu þó að ég sé formaður kjörstjórnar. Þetta hefur aldrei í sögunni verið gert fyrr enda er alltaf sú heimild að breyta kjörskránni fram að kjördegi,“ segir Ingólfur spurður um hvaða þýðingu fyrirvarinn við kjörskrána hafi. Hann telji að heimildin til að breyta kjör- skrá sé hugsuð til að að koma fólki inn á skrána en ekki út af henni eins og nú virtist vera upp á teningnum. Varaoddvitinn neitar því ekki að mikil fjölgun í lögheimilisskrán- ingum í hreppnum á undanförnum vikum  skýrist af hörðum deilum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Eins og annars staðar verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar í Árneshreppi laugar daginn 26. maí. „Það getur vel verið að þetta fólk sem er að flytja í hreppinn sé að koma hingað til að kjósa og það held ég að hljóti náttúrlega að vera – en ég veit ekki hvað það ætlar að kjósa,“ segir Ingólfur sem sjálfur er einn tveggja núverandi hreppsnefndar- manna sem lýst hafa andstöðu við Hvalárvirkjun og greiddi atkvæði á móti þegar meirihlutinn samþykkti í lok janúar að aðal- og deiliskipulagi væri breytt svo unnt væri að hefja undirbúning að virkjuninni. Fram hefur komið að aðeins um þrjátíu manns af þeim 46 sem lög- heimili áttu í Árneshreppi í fyrra- haust bjuggu þar í vetur. Aðspurður segir Ingólfur aldrei hafa verið gerð- ar athugasemdir við lögheimilis- skráningar þess hóps sem ekki býr í hreppnum að vetrarlagi. „Ég hef verið í kjörstjórn lengi og séð í kjör- skránni fullt af nöfnum af hinum ýmsum bæjum sem maður veit ekki nákvæmlega hver eru en hafa skráð lögheimili sitt hér.“ Kjörskráin liggur nú frammi í Kaupfélagshúsinu á Norðurfirði og getur almenningur skoðað hana þar og eftir atvikum gert athugasemdir til Þjóðskrár. Um hlutverk  hreppsnefndar varðandi framhald Hvalárvirkjunar- málsins segir Ingólfur mikilvægar ákvarðanir enn fram undan. „Það á nánast eftir að samþykkja alla virkjunina, það ferli er allt eftir. Það er aðeins búið að fara í gegn um fyrstu umferð varðandi breytingu á skipulaginu fyrir vegagerð upp að virkjunarsvæðinu. Og það er ekki búið að klára það ferli einu sinni,“ útskýrir varaoddvitinn. gar@frettabladid.is Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/SteFÁN Hvalárvirkjun Vesturverk, sem HS Orka er aðaleigandi að, hyggst byggja Hvalárvirkjun. Áætlað er að virkjunin verði 55 megavött og skili 320 gígavattstundum rafmagns á ári. Framkvæmdin felur meðal annars í sér fjórar 19 til 33 metra háar stíflur með tilheyrandi lónum á vatnasvæðinu ofan Ófeigs- fjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast skammt ofan ósa Hvalár. Þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum í Árneshreppi samþykktu í lok janúar á þessu ári breytingar á aðal- og deiliskipulagi svo unnt sé að hefja undirbúning að Hvalárvirkjun. Rafmagn úr virkjuninni verður flutt með háspennulínum um Ófeigsfjarðarheiði yfir í Ísafjarðardjúp. Virkjunin er sögð auka orkuöryggi á Vestfjörðum. Málið er nú til skoðunar hjá Skipu- lagsstofnun sem þegar hefur sagt varðandi umhverfisáhrifin að fram- kvæmdin minnki óskert víðerni á Vestfjörðum um 14 prósent. Otas eiust que ea nos excerore natiae re ped moloribus ma que nonsero riorumquam Nafn á viðmælenda ekki punktur Ég hef verið í kjörstjórn lengi og séð í kjörskránni fullt af nöfnum af hinum ýmsum bæjum sem maður veit ekki nákvæmlega hver eru en hafa skráð lögheimili sitt hér. Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps 1 8 . m a í 2 0 1 8 F Ö s T u D a G u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -9 F 9 8 1 F D 5 -9 E 5 C 1 F D 5 -9 D 2 0 1 F D 5 -9 B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.